Orkusjóður

Umsögn í þingmáli 942 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 05.04.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
rannis Reykjavík, 22. apríl 2024 Umsögn Rannís um 942. mál: Frumvarp um Loftslags- og orkusjóð Eins og fram kom í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda, styður Rannís þær tillögur sem koma fram í frumvarpi um Loftslags- og orkusjóð sem er ætlað að einfalda fyrirkomulag og auka við styrkveitingar á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Nýr sjóður mun veita tvennskonar stuðning. Annar vegar beina styrki eða niðurgreiðslur sem byggja á því að umsækjendur uppfylli tiltekin skilyrði. Hins vegar samkeppnisstyrki þar sem styrk- veitingar byggja á faglegu mati umsókna þar sem einungis bestu verkefni fá brautargengi. Verklag er mjög ólíkt við þessar styrkveitingar. Rannís er boðið og búið að taka að sér umsýslu þess hluta sjóðsins sem snýr aö nýsköpunarverkefnum á málefnasviðum sjóðsins ef til kæmi. Þessi tillaga er sett fram í Ijósi fyrri reynslu af góðu samstarfi við ráðuneytið um umsýslu Loftslagssjóðs, og þeirrar reynslu og þekkingar sem er innan stofnunarinnar hvað snertir rekstur samkeppnissjóða í nýsköpun og rannsóknum. Agúst Hjörtur Ingþórsson forstöðumaður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands- Rannís • Borgartún 30,105 Reykjavík sími 515 5800 • fax 552 9814 • www.rannis.is • rannis@rannis.is http://www.rannis.is mailto:rannis@rannis.is