Um umsagnir.gogn.in

Á vef Alþingis er hægt að lesa innsendar umsagnir við einstök þingmál, sem og að sjá hverjum þingnefndir senda umsagnarbeiðnir.

Innsendu umsagnarbeiðnirnar eru birtar sem PDF skjöl, ef þær eru yngri en frá árinu 2001, annars eru þær í skjalasafni Alþingis.

Dæmi um umsagnir á PDF sniði má sjá hér (umsagnir í 259. máli á 145. þingi: 40 stunda vinnuvika).

Á þessum vef geturðu lesið og leitað í innsendum umsögnum, án þess að opna PDF skjal. Fyrrnefndu umsagnirnar finnurðu á textasniði hér.

Með því að frelsa texta umsagnanna frá PDF skjölunum bætum við aðgengið að þeim, gerum fleirum kleift að njóta þeirra og fáum betri yfirsýn yfir hverjir eru að senda þingnefndum erindi og um hvað.

Vefurinn er hannaður og forritaður af Páli Hilmarssyni fyrir gogn.in.

Einu sinni á dag, nærri miðnætti, er efnið uppfært með nýjustu umsögnum.

Athugasemdum eða ábendingum má koma á framfæri í gegnum netfangið pallih @ gogn.in eða @pallih á twitter.

Njótið heil!