Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 918 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 12 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lúðvík Júlíusson Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
Lúðvík JúlÍusson Hraunbær 58 110 Reykjavík Alþingi - nefndasvið b.t. efnahags- og viðskiptanefndar Reykjavík 23. apríl 2024 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (Barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur). Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt, hækkun barnabóta og um sérstakan vaxtastuðning. Ég geri nokkrar alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. • Hugtök eru ekki skilgreind • Þeir hópar sem fá barnabætur og/eða vaxtabótastuðning eru ekki tilgreindir með skýrum hætti. • Hvergi er vísað í heimildir, gögn eða rannsóknir. • Engin greining á jafnréttisáhrifum fór fram. • Engin greining á fjárhagsáhrifum fór fram. Af þessum ástæðum er mjög erfitt að skilja frumvarpið og mun erfiðara að skilja greinargerðina sem fylgir því. Hugtök eru ekki skilgreind Hvorki í lögum um tekjuskatt 90/20031 né í frumvarpinu eru mikilvæg hugtök sem kveða á um réttindi einstaklinga skilgreind. Hugtök eins og „einstæðir foreldrar", „barnafjölskyldur", „efnalitlir foreldrar", „fjölskyldur" og „foreldrar" eru ekki skilgreind. Hvað er fjölskylda? Forsætisráðuneytið skilgreinir hugtakið „fjölskyldu" sem „ 1. foreldrar (eða foreldri) og börn (eða barn) þeirra, 2. þrír eð fleiri ættliðir, stórfjölskylda. Forsætisráðuneytið leggur sama skilning í hugtakið fjölskylda." Af þessu leiðir þá þarf ekki foreldri að hafa lögheimili barns til að barn og foreldri teljist fjölskylda. Af þessu leiðir einnig að þá þarf foreldrið ekki lögheimili til þess að þessi fjölskyldueining teljist barnafjölskylda. Vegna þess að hugtökin „foreldri", „fjölskylda" og „barnafjölskylda" eru notuð með ólíkum hætti þá er nauðsynlegt að þessi hugtök séu skilgreind með sérstökum hætti í lögum og frumvörpum. Þá verður þingmönnum og almenningi ljóst til hverja réttindin eiga að ná og hvaða hópar sitja eftir. Þeir hópar sem fá eða eiga rétt á vaxtabótum eru ekki tilgreindir með skýrum hætti Hvergi er að finna í frumvarpinu tilgreint til hvaða hópa frumvarpið nær. Í barnalögum eru allir foreldar skilgreindir sem framfærendur barns 76/2003 og hafa framfærsluskyldu. Í lögum 90/2003 nær réttur til barnabóta aðeins til þeirra framfærenda sem hafa lögheimili barnsins. Þar af leiðandi er hópur framfærenda sem fær ekki stuðning þrátt fyrir bága efnahagslega stöðu. 1 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003090.html 1 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003090.html Í „3.1. Barnabætur" stendur: „Barnabætur eru tekjutengdar til að ná því fram að stuðningur barnabóta sé mestur hjá þeim fjölskyldum sem þurfa mest á stuðningi að halda en meginmarkmið barnabóta er að styðja við efnaminni foreldra." Þessi fullyrðing Í greinargerðinni er efnislega röng er Í beinni mótsögn við tekjuskattslögin enda stendur í 1. mgr. 68. gr. laganna „Sá er greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi." Kannski er þeim sem skrifar greinargerðina ekki kunnugt um þetta. Það er mikilvægt að þeir hópar foreldra og barna sem fá ekki stuðning séu tilteknir. Þá geta stjórnvöld og Alþingi brugðist við með aðgerðum svo hægt sé að ná Heimsmarkmiði 2 um enga fátækt. Hvergi er vísað í heimildir Hvergi er vísað í heimildir í frumvarpinu og svo virðist sem fjármálaráðuneytið sé ekki búið að kynna sér nýjustu rannsóknir á fátækt og stöðu launafólks. Það veldur því að ályktanir sem dregnar eru í frumvarpinu eru rangar. Forsætisráðuneytið lét gera skýrslu um fátækt „Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður" sem kynnt var 6. júní 20032. Þann 5. mars kynnti Varða rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins rannsókn á stöðu launafólks3. Ekki er tekið tillit til þessara rannsókna og gagna í greinargerð fjármálaráðuneytisins. Þau vinnubrögð sem eru ekki til fyrirmyndar. Í skýrslunni Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður kemur fram að lágtekjuhlutföll barna hækkar úr 11,6% í 14,0% sé tekið tillit til barna hjá umgengnisforeldri. Barnabætur ná því ekki til 17% barna sem tilheyra fjölskyldu sem er undir lágtekjumörkum. Með öðrum orðum ná barnabætur aðeins til 83% barna sem tilheyra fjölskyldu undir lágtekjumörkunum. Í skýrslu forsætisráðuneytisins kemur fram að 1,1% barna upplifi fátækt á báðum heimilum sínum. Barnabætur ná hjá þessum börnum aðeins til annars foreldrisins og heimilis barnsins. Eftirfarandi fullyrðingar í greinargerð frumvarpsins eru þar af leiðandi rangar: „Barnabætur eru tekjutengdar til að ná því fram að stuðningur barnabóta sé mestur hjá þeim fjölskyldum sem þurfa mest á stuðningi að halda en meginmarkmið barnabóta er að styðja við efnaminni foreldra." „Barnabætur eru tekjutengdar bætur sem greiddar eru með börnum yngri en 18 ára. Fjárhæð barnabóta ræðst af fjölda og aldri barna á heimili, hjúskaparstöðu foreldra og tekna þeirra. Barnabætur eru tekjutengdar til að ná því fram að stuðningur barnabóta sé mestur hjá þeim fjölskyldum sem þurfa mest á stuðningi að halda en meginmarkmið barnabóta er að styðja við efnaminni foreldra." „Þetta leiddi til aukins gagnsæis barnabótakerfisins og mætti þeim breytingum sem hafa orðið á stöðu foreldra og ábyrgð á umönnun og uppeldi barna á undanförnum árum og áratugum." 2 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/06/Dregid-hefur-ur-fataekt-a-sidustu- 20-arum/ 3 https://www.rannvinn.is/post/fj%C3%A1rhagssta%C3%B0a-launf%C3%B3lks-svipu%C3%B0-n%C3%BA-og- fyrir-%C3%A1ri-s%C3%AD%C3%B0an-en-breg%C3%B0ast-%C3%BEarf-vi%C3%B0-st%C3%B6%C3%B0u- barnaf%C3%B3lks-og-innf 2 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/06/Dregid-hefur-ur-fataekt-a-sidustu-20-arum/ https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/06/Dregid-hefur-ur-fataekt-a-sidustu-20-arum/ https://www.rannvinn.is/post/fj%25c3%25a1rhagssta%25c3%25b0a-launf%25c3%25b3lks-svipu%25c3%25b0-n%25c3%25ba-og-fyrir-%25c3%25a1ri-s%25c3%25ad%25c3%25b0an-en-breg%25c3%25b0ast-%25c3%25bearf-vi%25c3%25b0-st%25c3%25b6%25c3%25b0u-barnaf%25c3%25b3lks-og-innf https://www.rannvinn.is/post/fj%25c3%25a1rhagssta%25c3%25b0a-launf%25c3%25b3lks-svipu%25c3%25b0-n%25c3%25ba-og-fyrir-%25c3%25a1ri-s%25c3%25ad%25c3%25b0an-en-breg%25c3%25b0ast-%25c3%25bearf-vi%25c3%25b0-st%25c3%25b6%25c3%25b0u-barnaf%25c3%25b3lks-og-innf https://www.rannvinn.is/post/fj%25c3%25a1rhagssta%25c3%25b0a-launf%25c3%25b3lks-svipu%25c3%25b0-n%25c3%25ba-og-fyrir-%25c3%25a1ri-s%25c3%25ad%25c3%25b0an-en-breg%25c3%25b0ast-%25c3%25bearf-vi%25c3%25b0-st%25c3%25b6%25c3%25b0u-barnaf%25c3%25b3lks-og-innf Engin gögn eru til sem styðja þessar fullyrðingar fjármálaráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið vÍsar ekki Í nein gögn en skýrsla forsætisráðuneytisins hrekur þessar fullyrðingar auðveldlega. Staða launþega á vinnumarkaði Rannsókn Vörðu er mjög áhugaverð og gagnleg. Þar sést breytt fjölskyldumynstur samtímans vel og því er mun betra að draga ályktanir af þeirri rannsókn en t.d. gögnum sem byggja á gömlu samfélagsmynstri og úreltum kynjahlutverkum sem t.d. Skatturinn byggir á. Í gögnum Skattsins þá getur aðeins eitt foreldri átt barn eftir skilnað og þeir geta ekki borið sameiginlega ábyrgð á barninu. Þetta eru úreltar hugmyndir og í beinni andstöðu við jafnréttislög, 150/20204, sem kveða sérstaklega á um að ekki eigi að ýta undir úreltar staðalmyndir kynjanna. Í gögnum Hagstofunnar frá 2020 eru einhleypir karlar með börn 1.427(11,5%) en einhleypar konur með börn 10.999(88,5%)5. Þessi gögn sýna aðeins hvar börn hafa lögheimili en ekki hvaða foreldar bera fjárhagslega ábyrgð, umönnunarbyrði o.s.fr.v. Í niðurstöðum Vörðu er hlutfallið allt annað og miklu jafnara. Meðal þeirra 20.189 sem svöruðu spurningum kyn og hjúskaparstöðu þá voru einhleypar mæður 6% en einhleypir feður 4%. Fjöldi einhleypra feðra sem svöruðu rannsókninni var 822 sem er 57,6% allra einhleypra feðra í landinu. Þessi niðurstaða sýnir að foreldar deila uppeldi barna frekar jafnt og að þeir foreldrar sem eru ekki með lögheimili barna telja sig samt vera foreldri og bera ábyrgð sem slíkir. Í rannsókn Vörðu kemur fram að meirihluti bæði einhleypra mæðra og feðra eiga erfitt með að ná endum saman. Það er stefna og ákvörðun stjórnvalda, og Alþingis, að veita ekki öllum þessum foreldrum stuðning. Það hefur bein slæm áhrif á börn: Hvorki frumvarpið né lög um tekjuskatt taka á þessum nýja raunveruleika. Þau skilja þar af leiðandi stóra hópa barna og foreldra eftir án stuðnings þrátt fyrir að foreldrarnir beri miklar fjárhagslegar byrðar vegna barna. Engin greining á jafnréttisáhrifum fór fram Engin greining á jafnréttisáhrifum fór fram. Þetta er sama saga og í öðrum mikilvægum frumvörpum sem varða foreldra og börn. Dæmi um frumvörp eða þingsályktanir sem varða foreldra og börn þar sem mat á jafnréttisáhrifum hefur ekki farið fram eru frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna6 og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-20277. Það ætti undantekningalaust að gera jafnréttisáætlun þegar frumvörp fjalla um stöðu kynjanna, ójafna byrði foreldra vegna kyns og börn. Lögum um opinber fjármál var breytt árið 2016 og kynjuð fjárlagagerð lögfest8. Ekki hefur einu sinni verið farið eftir þessu ákvæði laganna. Það sést vel með greinargerðinni að þekking á stöðu karla og kvenna er ekki mikil í fjármálaráðuneytinu. Þessi setning í greinargerðinni rammar það svolítið inn: „Aukin framlög til barnabóta stuðla að auknum ráðstöfunartekjum tekjulægri fjölskyldna og stuðla jafnframt að jafnrétti kynjanna. 4 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html 5 https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/fjolskyldan/fjolskyldan/ 6 https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html 7 https://www.althingi.is/altext/154/s/0813.html 8 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015123.html 3 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/fjolskyldan/fjolskyldan/ https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html https://www.althingi.is/altext/154/s/0813.html https://www.althingi.is/lagas/nuna/2015123.html Það ætti öllum að vera Ijóst að barnabætur hafa engin áhrif á jafnrétti heldur aðeins jöfnuð. Það ætti öllum einnig að vera ljóst að ef einhleyp kona og einhleypur karl hafa sömu lágu ráðstöfunartekjurnar að þá hefur það engin áhrif á jafnrétti kynjanna að þau eða aðrir fái barnabætur. Miðað við aðra hópa þá skipta barnabætur aðeins máli ef hugað er að jöfnuði og fátækt. Hlutföll kynja Í tekjudreifingu skipta einfaldlega ekki máli þegar kemur að jafnrétti og barnabótum. Í lögum um tekjuskatt er einnig kveðið á um að aðeins fátækir foreldrar sem hafa lögheimili barna fái barnabætur. Þessi fullyrðing er því einnig röng með tilliti til ráðstöfunartekna tekjulægri fjölskyldna. Fjármálaráðuneytið þyrfti að útskýra hvað það sér sem aðrir sjá ekki. Fjármálaráðuneytið þar að sýna gögn og gera jafnréttismat. Einnig er þessa setningu að finna: „Gera má ráð fyrir því að hækkun grunnfjárhæða og tekju- og skerðingamarka barnabóta samhliða lækkun skerðingarhlutfalls bótanna komi til með að auka ráðstöfunartekjur kvenna í meiri mæli en ráðstöfunartekjur karla." Í öllum greiningum þá er það almenn vitneskja að meðaltöl skipta ekki máli. Það sem skiptir máli eru áhrifin á jaðarinn. Ef einhleypur faðir er undir lágtekjumörkum þá er það ekki að stuðla að jafnrétti að hann fái ekki barnabætur og búi í fátækt ef hann hefur ekki lögheimili barnanna. Bæði viðkomandi foreldri og barn/börn eru enn fátæk. Það er því ljóst, eins og kemur fram hér að ofan, að barnabætur tengjast ekki jafnrétti heldur aðeins jöfnuði. Það er hægt að fullyrða og rökstyðja að aukinn stuðningur til mæðra sé fyrst og fremst til þess fallinn að draga úr jafnrétti. Þetta eru sérstakar greiðslur fyrir að hugsa um barn/börn(kynjað hlutverk) og af þessum greiðslum er ekki greitt í lífeyrissjóð. Konur/mæður njóta þar af leiðandi lakari starfsframa, lakari tekna og aukin hætta er á fátækt seinna í lífsleiðinni þegar þær fá greitt úr lífeyrissjóði. Því lífeyrisréttindi þeirra eru lakari en karla. Það er nauðsynlegt að faglegt jafnréttismat sé gert. Engin greining á fjárhagsáhrifum fór fram. Engin greining á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins var gerð. Við vitum því ekki hver staða þeirra foreldra og fjölskyldna sem fá ekki barnabætur er. Hvað eru margar fjölskyldur undir lágtekjumörkum sem fá ekkert? Hvað eru mörg börn í þessari stöðu? Samantekt Það er ljóst að frumvarpið er samið í miklum flýti. Engin greining eða mat á áhrifum hefur verið unnin og ályktanir dregnar sem stangast á við lög um tekjuskatt, skýrslu forsætisráðuneytisins um fátækt og nýjustu rannsóknir á stöðu launafólks. Samtíminn einkennist af fjölbreyttu fjölskyldumynstri, jafnari ábyrgð foreldra sem búa ekki saman, ákall um stærra hlutverk feðra(einnig þeirra sem deila ekki sama lögheimili og barnið). Lög og frumvörp þurfa að taka tillit til raunveruleika samtímans. Ég hvet Alþingi til að láta fjármálaráðuneytið vinna frumvarpið betur, skilgreina hugtök, gera greiningar, vísa í heimildir og rökstyðja mál sitt betur. Annars verður þetta alltaf umræða um tilfinningar en ekki staðreyndir. Ég hvet Alþingi til að samþykkja frumvarpið en um leið hvet ég Alþingi til að láta stjórnvöld gera rannsókn á stöðu foreldra og barna í landinu svo hægt sé að koma öllum börnum úr fátækt. Eins og lög um tekjuskatt kveða á um þá skila barnabætur sér ekki til allra foreldra og barna sem búa við bág lífskjör og mikla fátækt. Heimsmarkmiði um enga fátækt verður því ekki náð án frekari aðgerða til að ná utan um börn og foreldra sem hafa ekki rétt á barnabótum eða öðrum fjárhagslegum stuðningi. 4 Ég hvet ykkur til að taka umsögn mÍna alvarlega. Ég er tilbúinn að koma á fund nefndarinnar og svara spurningum og útskýra umsögn mína betur. Virðingarfyllst, Lúðvík Júlíusson 5