Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 918 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 12 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Skatturinn Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
Skatturinn Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Kennitala: 4201693889 ReykjavÍk, 23. apn'l 2024 Málsnúmer: 20240403347 Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur) - þskj. 1363, 918. mál. Ríkisskattstjóri hefur hinn 18. apríl 2024 móttekið tölvupóst þar sem embættinu er gefinn kostur á að veita umsögn um framangreint frumvarp. Með frumvarpinu er lagt til að bætt verði inn í lög nr. 90/2003, um tekjuskatt (tsl.), tveimur bráðabirgðaákvæðum sem lúta annars vegar að breytingum á fjárhæðum barnabóta og hins vegar sérstökum vaxtastuðningi sem ákvarða skuli við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga á árinu 2024. Fyrir liggur að greindar breytingar eru liður í stuðningi ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga ítengslum við gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði. Hækkun á barnabótum og ákvörðun á sérstökum vaxtastuðningi samkvæmt frumvarpinu er einskiptisaðgerð við álagningu á einstaklinga á árinu 2024. Sú álagning fer fram um mánaðamótin maí/júní 2024 og vinnu við hana af hálfu starfsmanna Skattsins lýkur út af fyrir sig um 10. maí n.k. þegar niðurstöður eru afhentar Fjársýslu ríkisins. Það er því ekki langur tími til stefnu og afar mikilvægt að afgreiðsla málsins dragist ekki úr hömlu. Vert er að geta þess að ákvörðun var tekin um það, verði frumvarpið að lögum, að smíða kerfi í kringum ákvörðun á sérstökum vaxtastuðningi utan við sjálft álagningarkerfið. Það verður til þess að unnt á að vera að ákvarða sérstaka vaxtastuðninginn samhliða álagningunni í vor verði frumvarpið að lögum sem fyrst. Að öðru leyti sér ríkisskattstjóri ekki ástæðu til athugasemda við frumvarp þetta. Virðingarfyllst, f.h. ríkisskattstjóra Elírr Alma Arthursdóttir Helgáj/alborg Steinarsdþttir www.skatturinn.is http://www.skatturinn.is