Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 918 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 12 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Minnisblað
Minnisblað Viðtakandi Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning 23. apríl 2024 Sendandi Fjármála- og efnahagsráðuneyti Málsnúmer FJR24030061 Breytingatillögur við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur). Meðfylgjandi eru tillögur að breytingum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur). Þingskjal 1363 - 918. mál. Breytingatillögurnar sem allar snúa að b. (II.)-lið 1. gr. frumvarpsins munu leiða til skýrari leiðsagnar um framkvæmd við ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings. Lögð er til breyting á orðalagi 1. töluliðar þannig að það sé engum vafa undirorpið að það er stofn til útreiknings stuðningsins sem skal vera 23% af vaxtagjöldum ársins 2023 en ekki stuðningurinn sjálfur fyrir skerðingar. Né sé það vafa undirorpið að hámarksfjárhæðir ákvæðisins eiga við um stuðning að loknum skerðingum. Þá er jafnframt lögð til önnur röð á 2.-4. tölulið ákvæðisins sem telja verður réttari með tilliti til framkvæmdar sérstaks vaxtastuðnings. Sú staða getur komið upp að aðili, sem valið hefur að sérstaki vaxtastuðningurinn skuli koma til lækkunar á afborgunum húsnæðisláns, endurfjármagni eða greiði lánið upp eftir að stuðningur er hafinn en áður en honum er lokið. Lagt er til að við þær aðstæður skuli sú fjárhæð sérstaks vaxtastuðnings sem þá stendur eftir greiðast inn á það lán sem sætir uppgreiðslu eða endurfjármögnun og ef við á til greiðslu uppgreiðslugjalds. Þá er lagt til að það tímabil sem ríkisskattsfjóri hefur til að senda Fjársýslunni upplýsingar um ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings og inn á hvaða lán eða afborganir skuli greiða á tímabilinu verði lengt til 15. ágúst og verði þá frá 1. júlí-15. ágúst í stað 1.-31. júlí 2024. Jafnframt verði Fjársýslunni á tímabilinu 1.-31. desember 2024 sendar upplýsingar að lokinni kærumeðferð skv. 1. mgr. 99. gr. tekjuskattslaga og leiðréttingum skv. 2. mgr. 101. gr. sömu laga. Að lokum er lagt til að skýrt komi fram í ákvæðinu sjálfu að réttur til sérstaks vaxtastuðnings fellur niður í lok ársins 2024. Þannig er ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings bundin við árið 2024, þ.e. frumákvörðun við álagningu 2024 skv. 98. gr., breytinga vegna kæru á þeirri álagningu skv. 99. gr. og eftir atvikum leiðréttingar skv. 2. mgr. 101. gr. allt innan ársins 2024. Breytingatillögur Eftirfarandi breytingar verða á b. (II.)-lið 1. gr. frumvarpsins: a. Í stað „Sérstakur vaxtastuðningur“ í 1. tölul. kemur: Stofn til útreiknings sérstaks vaxtastuðnings. b. 3. töluliður verður 2. töluliður og í stað „Sérstakur vaxtastuðningur“ í 1. málsl. kemur: Stofn skv. 1. tölul. c. 4. töluliður verður 3. töluliður og í stað „Sérstakur vaxtastuðningur“ í 1. málsl. kemur: Stofn skv. 1. tölul. d. 2. töluliður verður 4. töluliður og í stað „getur aldrei verið“ í 1. málsl. kemur: skal ákvarðaður sem stofn skv. 1. tölul. að teknu tilliti til skerðinga skv. 2. og 3. tölul. en þó ekki. e. Á eftir 3. málsl. 5. tölul. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Komi til uppgreiðslu eða endurfjármögnunar láns þar sem valin hefur verið jöfn lækkun á afborgunum skal sú fjárhæð Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaks vaxtastuðnings sem þá stendur eftir greiðast inn á það lán sem sætir uppgreiðslu eða endurijármögnun og ef við á til greiðslu uppgreiðslugjalds. f. Í stað „1.-31. júlí“ í 1. málsl. 6. tölul. kemur: 1. júlí-15. ágúst. g. Á eftir 1. málsl. 6. tölul. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Að lokinni kærumeðferð skv. 1. mgr. 99. gr. og leiðréttingum skv. 2. mgr. 101. gr. skal ríkisskattstjóri jafnframt á tímabilinu 1.- 31. desember 2024 afhenda Fjársýslunni upplýsingar skv. 1. málsl. h. 7. tölul. orðast svo: Ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings er bundin við árið 2024, þ.e. frumákvörðun við álagningu 2024 skv. 98. gr., breytinga vegna kæru á þeirri álagningu skv. 99. gr. og eftir atvikum leiðréttingar skv. 2. mgr. 101. gr. allt innan ársins 2024. Komi í ljós, sbr. ákvæði 96. gr., að sérstakur vaxtastuðningur hafi á sínum tíma verið ákvarðaður of hár miðað við leiðréttan grundvöll skattlagningar þess árs, þá stofnast krafa vegna þess mismunar en ekki verður gerð breyting á framkvæmdri ráðstöfun inn á lán. Um rétt til sérstaks vaxtastuðnings gilda að öðru leyti ákvæði B-liðar 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á. Rekjanlegar breytingar 1. gr. b. (II.) Við álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 skal ákvarða mönnum sérstakan vaxtastuðning á eftirfarandi hátt: 1. Stofn til útreiknings sSérstaksur vaxtastuðningsur skal vera 23% af vaxtagjöldum ársins 2023 vegna lána sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin eru kaup á búseturétti samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, eins og þau eru í árslok 2023. 2,St ojhskv.J,tölul.skerðisthlutialslega-fnieignnrakv.-72.gn,aðJfádregnum skuldum skv,1-mgnJ5. gr., fram úr 18.000.000 kr. hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri og 28.000.000 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Skerðingarhlutfallið skal vera 0,5% af hreinni eign skv. 1. málsl. 1.3. Stofn skv. 1. tölul. skerðist í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 6.000.000 kr. hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri og 9.600.000 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Með tekjuskattsstofni samkvæmt þessari grein er átt við sama stofn og vaxtabætur eru ákvarðaðar út fra, sbr. B-lið 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á. Skerðingarhlutfallið skal vera 4% af tekjuskattsstofni. 2. 4. Sérstakur vaxtastuðningur skalnkvarðaðursemsíofnskv.-L.tölul.-aðteknutilljtitilskerðingaskv. 2. og 3. tölul. en þó ekki getur aldrei verið hærri en 150.000 kr. á ári fyrir hvern mann, 200.000 kr. á ári fyrir einstætt foreldri og 250.000 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun, sbr. 3. mgr. 62. gr., í lok tekjuárs. Hámark sérstaks vaxtastuðnings hjá þeim sem skattskyldir eru skv. 1. gr. hluta úr ári ákvarðast í hlutfalli við dvalartíma á árinu. 3.-Sérstakur vaxtastuðningur skerðist hlutfallslega fari eignir skv. 72. gr., að frádregnum skuldum skv. 1. mgr. 75. gr., fram úr 18.000.000 kr. hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri og 28.000.000 kr. hjá hjónum eða_sambýlisfólki.-Skerðingarhlutfallið-skal--vera-05%_af_hreinni_eign_skv.-4.málsl. 4.------Sérstakur vaxtastuðningur skerðist í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 6.000.000 kr. hjá einstaklingi eða einstæðu foreldri og 9.600.000 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Með tekjuskattsstofni samkvæmt þessari grein er átt við sama stofn og vaxtabætur eru ákvarðaðar út frá, sbr. B-lið 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á. Skerðingarhlutfallið skal vera 4% af tekjuskattsstofni. 5. Sérstakur vaxtastuðningur skal ákvarðaður við álagningu opinberra gjalda gjaldárið 2024 og birtur í niðurstöðu þeirrar álagningar. Á tímabilinu 1.-30. júní 2024 getur hver sá sem hefUr fengið ákvarðaðan sérstakan vaxtastuðning valið á þjónustusíðu sinni á skattur.is inn á hvaða lán, sbr. 1. tölul., skuli greiða greinda fjárhæð, eða eftir atvikum til jafnrar lækkunar á afborgunum tiltekins láns út árið 2024 þar til fjárhæðinni er allri ráðstafað. Ákvörðun um ráðstöíun er bindandi en ef ekkert er valið skal greiða inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvar samkvæmt skattframtali. Komi til uppgreiðslu eða endurfjármögnunar láns þar sem valin hefur verið jöfn lækkun á afborgunum skal sú fjárhæð sérstaks vaxtastuðnings sem þá stendur-eftir gmiðast innra þaðJán-sem-sætirLuppg■ejðslU-eða endUrfjármegnun-ng-ef-vð á-jiJ greiðslu uppgreiðslugjalds. Sérstökum vaxtastuðningi verður ekki skuldajafnað eins og mælt er fyrir um í 14. mgr. B-liðar 68. gr. Sérstakur vaxtastuðningur, sem er lægri en 5.000 kr. á mann, fellur niður. 6. Ríkisskattstjóri skal á tímabilinu 1. júlí-1534. ágústjúlí 2024 afhenda Fjársýslunni upplýsingar um ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings og inn á hvaða lán eða afborganir skal greiða, sbr. 5. tölul., á tímabilinu. Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneytið Að lokinni kærumeðferð skvL^±mgrL 99r grL og leiðréttingum skvL 2r mgr^J01±gi;skal ríkisskattstjóri jafnframt á tímabilinu 1.-31. desember 2024 afhenda Fjársýslunni upplýsingar skv. 1. málsl. Fjársýslan greiðir sérstakan vaxtastuðning og miðlar upplýsingum innan fimm virkra daga frá móttöku til lánveitenda sem ráðstafa greiðslunum beint inn á lán, og ef við á til greiðslu uppgreiðslugjalds, eða afborganir innan fimm virkra daga fra móttöku í samræmi við 5. tölul. Séu lán í vanskilum fer um greiðsluna eftir hefðbundinni greiðsluröð samkvæmt lánaskilmálum. Hafi lántakandi notið greiðslujöfnunar á grundvelli laga um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga skal fyrst greiða inn á skuld á jöfnunarreikningi. Ráðstafi lánveitandi ekki greiðslu inn á lán eða afborganir í samræmi við ákvæði þetta skal hann endurgreiða Fjársýslunni þá fjárhæð sem ekki var ráðstafað. Greiðsla sérstaks vaxtastuðnings telst eign ríkissjóðs þar til ráðstöfun hennar hefur farið fram. 7. Ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings er bundin við árið 2024, þ.e. frumákvörðun við álagningu 2024 skv. 98. gr., breytinga vegna kæru á þeirri álagningu skv. 99. gr. og eftir atvikum leiðréttingar skv. 2. mgr. 1012 gr.allt innan ársins 2024.Xomi í ljós,sbr.ákvæði 96.gr.,að sérstakuryaxtastuðningurhaflá sínum tímayerið ákvarðaðurofhár miðaðyið leiðréttan grundvöll skattlagningar þess árs,L þá stofhast krafavegna þess mismunar en ekki verður gerð breyting á framkvæmdri ráðstöfun inn á lán. Um rétt til sérstaks vaxtastuðnings gilda að öðru leyti ákvæði B-liðar 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á.Um rétt til sérstaks vaxtastuðnings gilda að öðru leyti ákvæði B-liðar 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á. Komi í ljós síðar að sérstakur vaxtastuðningur hefur verið ákvarðaður of hár miðað við breytingar á skattframtali viðkomandi myndast skuld en ekki verður gerð breyting á ráðstöfun inn á lán. 8. Sérstakur vaxtastuðningur samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna og kemur til viðbótar vaxtabótum skv. B-lið 68. gr., sbr. ákvæði til bráðabirgða XLI. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd sérstaks vaxtastuðnings á grundvelli þessa ákvæðis. Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneytið