Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 918 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 12 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
LANDSSAMTÖK LÍFEYRISSJÓÐA “ Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd Sent í umsagnargátt Alþings og á netfangið: umsagnir@althingi.is ReykjavÍk, 23. apríl 2024 Efni: Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur) 918. mál Landssamtök lífeyrissjóða (LL) vilja koma að ábendingum um ofangreint mál sem einkum varða flókin útfærsluatriði. Fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytisins héldu fund með fulltrúum lánveitenda þann 5. apríl sl. þar sem kynnt voru áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp um sérstakan vaxtastuðning. Á þeim fundi komu fram talsverðar ábendingar er viðkoma því flækjustigi og villuhættu sem ætluð framkvæmd við greiðslu umrædds vaxtastuðnings myndi fela Í sér. Mælt hefur verið fyrir málinu á Alþingi og það sent m.a. LL til umsagnar þann 18. apríl sl. Helstu ábendingar snúa að því að samkvæmt frumvarpinu er lagt upp með að Fjársýsla ríkisins greiði sérstakar vaxtabætur til lánveitanda og beri honum að ráðstafa þeim inn á afborganir viðkomandi láns, óski lántaki þess. Um er að ræða afar flókið ferli við greiðslu umræddra vaxtabóta sem einnig kæmi til með að hafa í för með sér umtalsverðan kostnað og villuhættu ef af verður. Nánar um einstakar athugasemdir: • Ætla má að mun einfaldara væri í framkvæmd að greiða sérstakar vaxtabætur milliliðalaust, þ.e. beint til lántaka eins og almennt er gert við greiðslu almennra vaxtabóta. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að nýta megi bæturnar til lækkunar á afborgunum sem mun að sama skapi hækka ráðstöfunartekjur viðkomandi lántaka. Niðurstaðan væri því nánast hin sama fyrir lántaka hvort heldur sem greitt er beint til hans eða greiðslur látnar ganga til lánveitanda til lækkunar á afborgun láns óski lántaki þess. • Standi ekki vilji til þess að greiða sérstakar vaxtabætur beint til lántaka þá væri mun einfaldara í allri framkvæmd og villuhætta verulega minni ef greitt væri beint inn á höfuðstól lána. • Verði það framkvæmdin að greiða beri inn á afborganir mánaðarlega er mikilvægt að greiðslur frá Fjársýslunni nemi að hámarki afborgun viðkomandi mánaðar þar sem ekki fer vel á því, eðli máls samkvæmt, að lánveitandi hafi fjármuni í sinni vörslu sem ekki komist rakleitt til skila til rétthafa umræddra vaxtabóta. Önnur útfærsla væri að komi til þess að greiðsla sé hærri en mánaðarleg afborgun láns þá beri að greiða það sem eftir stendur inn á höfuðstól lánsins. LL vilja vara við því að einskiptisaðgerðir sem þessar sem ætlaðar eru til hagsbóta fyrir lántaka verði ekki útfærðar með þeim hætti að þeim fylgi verulegt flækjustig í framkvæmd og þar með óþarfa kostnaður. mailto:umsagnir@althingi.is Virðingarfyllst, f.h. Landssamtaka l{feyrissjóða í Þóriey S. Þórðaidóhir, framkvæmdastjóri 2