Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 916 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök atvinnulífsins Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 26.04.2024 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Reykjavík, 26. apríl 2024 b.t. efnahags- og viðskiptanefndar Smiðju, Tjarnargötu 9 101 Reykjavík sent á umsagnargátt Allþingis Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar), 916. mál Samtök atvinnulífsins (SA, samtökin) vísa til tölvupósts efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 12. apríl þar sem óskað var umsagnar samtakanna um ofangreint mál. Með frumvarpinu verður vörsluaðilum séreignarsparnaðar heimilað að verða við beiðni rétthafa um að iðgjöldum hans verði varið í fjárfestingar í tilteknum sjóði eða sjóðum um sameiginlega fjárfestingu. Þess ber að geta að í gegnum tíðina hafa allar meiriháttar breytingar á lífeyriskerfinu verið gerðar að frumkvæði aðila vinnumarkaðarins eða í náinni samvinnu við þá. Hvorugt á hins vegar við um hið fyrirliggjandi frumvarp. Um þessar mundir stendur yfir vinna starfshóps sem skipaður var af fjármála- og efnahagsráðherra við gerð grænbókar um lífeyriskerfið. Efni þessa frumvarps á vel heima í umræðu á þeim vettvangi. Samtökin benda því á að mögulega er framlagning frumvarpsins ekki tímabær og að eðlilegra væri að ljúka vinnu starfshópsins áður. Virðingarfyllst, f.h. Samtaka atvinnulífsins Heiðrún Björk Gísladóttir Hús atvinnulífsins | Borgartún 35, 105 Reykjavík 1