Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 916 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Arion banki Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 26.04.2024 Gerð: Umsögn
Efnahags- og viðskiptanefnd Tjarnagata 9 (Smiðja) 101 Reykjavík Reykjavík, 26. apríl 2024 Tilv.: 916. mál, 154. löggj.þ. 2023-2024 Efni: Umsögn Arion banka við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lífeyrissjóðalögunum (fjárfestingakostir viðbótarlífeyrissparnaðar). Vísað er til draga að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til laga um breytingu á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (hér eftir einnig „lífeyrissjóðalögin“ eða „lögin“). Með breytingartillögum frumvarpsins eru lagðar til viðbætur við VII. kafla A laganna sem tekur til fjárfestingarheimilda og fjárfestingarstefnu séreignarsparnaðar. Aðallega er um að ræða tillögur um að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að verða við beiðni rétthafa um að iðgjöldum hans til séreignarsparnaðar verði í heild eða að hluta varið til að fjárfesta í innlánum, tilteknum verðbréfasjóðum, sérhæfðum sjóðum og/eða peningamarkaðssjóðum sem rétthafi velur sjálfur. Í frumvarpinu er lagt til að um heimildarákvæði til handa vörsluaðila sé að ræða. Því er ekki lögð skylda á vörsluaðila að verða við slíkri beiðni rétthafa bjóði hann ekki upp á slíka fjárfestingarleið. Verði frumvarpið óbreytt að lögum taka lögin til framtíðariðgjalda rétthafa og þegar uppsafnaðs sparnaðar hans að heild eða hluta, sé það vilji rétthafa. Þá er í frumvarpinu einnig lagt til að gert verði að skilyrði að hlutir eða hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum sem tillagan tekur til sé innleysanleg á hverjum tíma velji rétthafi t.a.m. að gera breytingar á fjárfestingum sínum innan fjárfestingarleiðarinnar, skipta um fjárfestingarleið eða að færa sig á milli vörsluaðila. Þá er að lokum einnig lagt til að kveðið verði sérstaklega á um til hvaða iðgjalds til séreignar heimildin tekur. Arion banki hf. (hér eftir einnig „bankinn“ eða „Arion“) skilaði inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda bæði við áform um lagasetningu þessa (dags. 22. september 2023) og frumvarpsdrögin (dags. 18. mars 2024) þar sem ákveðnum sjónarmiðum og athugasemdum var komið á framfæri. Tók fjármála- og efnahagsráðherra tillit til einhverra ábendinga, t.d. athugasemd bankans um að lögin ættu einnig að ná til innlána. Fagnar Arion banki þeim breytingum, en telur enn vankanta á frumvarpinu sem koma í veg fyrir að vörsluaðilar séreignarsparnaðar geti boðið upp á nýja fjárfestingarkostinn. Arion banki vill því koma eftirfarandi athugasemdum og breytingartillögum á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis: Sértæk úrræðj vjðbótarlífeyrissparnaðar Í lífeyrissjóðalögunum og öðrum lögum er gilda um lífeyrissjóði er að finna ýmis sértæk úrræði sem gilda um viðbótarlífeyrissparnað. Sjóðfélagar sem hafa gert samning um viðbótarlífeyrissparnað geta notað viðbótarlífeyrissparnaðinn sinn, skattfrjálst, til kaupa á fyrstu íbúð. Fyrstu kaupendur geta notað sparnaðinn fyrir útborgun, greitt inn á lán eða farið blandaða leið og greitt inn á lán og lækkað greiðslubyrði lána. Rétthafi viðbótarlífeyrissparnaðar sem hefur ekki verið eigandi að íbúðarhúsnæði, síðastliðin fimm ár, er einnig heimilt að nýta sér úrræði laga nr. 111/2016 að uppfylltum öðrum skilyrðum þeirra. Fjárfestingarkostur þessi sem frumvarp þetta fjallar um, fellur ekki vel að lögum nr. 111/2016, lífeyrissjóðalögunum og reglugerð nr. 991/2014, n.t.t. að sértæku úrræðunum. Þessi fjárfestingarkostur gerir ráð fyrir að sjóðfélagi hafi fullt valfrelsi og vald til þess að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði sínum. Nýti sjóðfélagi sem valið hefur hin nýja fjárfestingarkost sér einnig sértæka úrræðið og óskar eftir því að greitt sé inn á íbúðarlán með iðgjöldum hans kemur upp sú óhjákvæmilega staða að sjóðurinn þurfi að grípa fram fyrir hendur sjóðfélagans og stíga inn í ákvörðunarvald sjóðfélagans um hvaða sjóði eigi að innleysa til þess að greiða inn á lán viðkomandi sjóðfélaga og að hversu miklu leyti. Að mati Arion banka er mikilvægt að sértæku úrræðin nái ekki til nýja fjárfestingakost viðbótarlífeyrissparnaðar svo markmið laganna náist, þ.e. að frelsið sé í höndum sjóðfélagans en ekki sjóðsins. Til þess að tryggja valfrelsið þá yrði valið að vera í höndum sjóðfélaga og gætu sjóðirnir ekki gripið fram fyrir hendur sjóðfélagans. Að mati Arion banka myndi það reynast sjóðnum og sjóðfélögum langsótt í framkvæmd að bjóða upp á sértæku úrræðin á sama tíma og valfrelsi sjóðfélaga yrði tryggt. Þá þyrfti sjóðfélagi að hafa samband við sjóðinn nokkrum dögum fyrir hver einustu mánaðarmót til að innleysa í sjóðnum sem sjóðfélagi á í og vita nákvæmlega hver sú fjárhæð yrði sem þyrfti að losa og í hversu langan tíma sjóðfélaginn getur losað, þ.e. þar til fjárhæðamörkum laganna er náð. Úrræðið myndi því fela í sér kvaðir á sjóðfélaga hver einustu mánaðarmót sem yrði fælandi fyrir fjárfestingarleiðina. Arion banki hf. Borgartún 19,105 Reykjavík — 444 7000 — arionbanki.is — /arionbanki Til þess að tryggja valfrelsi sjóðfélaga (markmið laganna) og að framkvæmdin verði auðveld fyrir bæði sjóðina og sjóðfélaga þeirra leggur Arion banki til að í lög verði sett ákvæði er takmarkar heimildir sjóðfélaga til þess að nýta sértæku úrræðin á meðan viðkomandi er í þessari fjárfestingarleið. Það að sértæku úrræðin gildi ekki um þessa fjárfestingarleið útilokar ekki að sjóðfélagi geti nýtt sér sértæku úrræðin. Sjóðfélagi getur ávallt óskað eftir að flytja sparnað sinn milli fjárfestingaleiða og í kjölfarið sótt um nýtingu á úrræðinu þegar sparnaðurinn hefur verið fluttur í aðra fjárfestingarleið. Þannig er tryggt að þeir sem vilja nýta sér sértæku úrræðin geta það, en eingöngu í gegnum hinar hefðbundnu fjárfestingarleiðir. Arion banki leggur því til eftirfarandi breytingar: - Arion banki leggur til að XVI. og XVII kafla lífeyrissjóðalaganna verði bætt við texta í sér málsgreingreinar eða aftast í 1. mgr. beggja greina að undantekning þessi gildi þó ekki um fjárfestingarleið skv. 5. mgr. 39. gr. b. laganna. - Arion banki leggur einnig til að gildissvið laga nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð verði þrengt þannig það nái ekki til þessarar fjárfestingarleiðar. Arion banki leggur til að á eftir „til kaupa á fyrstu íbúð“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: að undanskilinni fjárfestingarleið skv. 5. mgr. 39. gr. b. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ef ekki verður fallist á framangreindar breytingartillögu bankans, leggur Arion banki til vara til að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði að lágmarki veitt val hvort þeir bjóði sjóðfélögum sínum upp á að nýta sértæku úrræðin á meðan þeir nýta sér nýja fjárfestingarkostinn. Að mati Arion banka þarf einnig að framkvæma mat hvort breyta þurfi fleiri ákvæðum laganna ásamt því að skoða hvort breytingar þurfi að gera á reglugerð nr. 991/2014 um samræmt verklag við ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Lykilupplýsingarskjöl Í 3. mgr. 9. gr. lífeyrissjóðalaganna er gerð krafa um að þeir sem bjóða upp á viðbótartryggingarvernd útbúi og birti lykilupplýsingaskjöl. Lykilupplýsingaskjöl eru hluti af lögbundinni upplýsingagjöf og eru sett fram í þeim tilgangi að hjálpa til við að skilja eðli, áhættu, kostnað, hugsanlegan ávinning og tap af afurðinni og hjálpa til við að bera saman við aðrar afurðir. Vörsluaðilar séreignarsparnaðar gefa út lykilupplýsingaskjöl fyrir hverja fjárfestingarleið. Rekstraraðilar verðbréfasjóða, sérhæfða sjóða fyrir almenna fjárfesta og peningamarkaðssjóða (hér eftir einnig „rekstraraðili sjóða“) gefa einnig út lykilupplýsingaskjöl fyrir sínar afurðir. Sjóðfélagar þeir sem velja sér fjárfestingakost þennan þurfa því að kynna sér tvenn lykilupplýsingaskjöl sem innbyrðis eru ekki eins. Að mati Arion banka eru lykilupplýsingaskjölin sem vörsluaðilar séreignarsparnaðar útbúa fyrir þennan nýja fjárfestingarkost lítið upplýsandi fyrir sjóðfélaga þar sem lykilupplýsingaskjalið er fyrir leiðina í heild en ekki hvern og einn sjóðfélaga. Valið um fjárfestingarákvörðun er hér alfarið í höndum sjóðfélaga og ætti lykilupplýsingaskjalið að endurspegla ávallt val hvers sjóðfélaga en ekki leiðar í heild. Lykilupplýsingaskjalið sem vörsluaðili séreignarsparnaðar birtir endurspeglar í þessu nýja tilviki ekki ákvörðun og áhættu hvers sjóðfélaga, heldur leiðarinnar í heild (þ.e. allt vöruúrval vörsluaðila). Þar sem sjóðfélagar haga fjárfestingu sinni með mismunandi hætti (m.a. því áhættuvilji sjóðfélaga er misjafn) þá endurspegla lykilupplýsingaskjöl vörsluaðila ekki ákvörðun hvers og eins sjóðfélaga. Lykilupplýsingaskjöl rekstraraðila, sem sjóðfélögum ber að kynna sér áður en ákvörðun um fjárfestingu er tekin, eru betur upplýsandi fyrir hvern og einn sjóðfélaga. Er það mat Arion banka að lykilupplýsingaskjöl rekstraraðila endurspegli fjárfestingarafurðina og ákvörðun sjóðfélagans og því ætti að vera nóg að taka mið af henni þegar fjárfestingarákvörðun er tekin. Arion banki leggur til að nýi fjárfestingarkosturinn verði undanskilinn öllum kröfum um útgáfu lykilupplýsingaskjala vörsluaðila séreignarsparnaðar. Í samræmi við framangreindar athugasemdir leggur Arion banki fram eftirfarandi breytingartillögur á 3. mgr. 9. gr. laga nr. 129/1997: [Aðilar skv. 3.-5. mgr. 8. gr. sem bjóða upp á viðbótartryggingarvernd skv. II. kafla skulu útbúa lykilupplýsingaskjal í samræmi við II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014, sbr. lög um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta. Grein þessi á þó ekki við um fjárfestingarleið skv. 5. mgr. 39. gr. b. laganna.] Aðrar athugasemdir Í lögum, reglugerðum og reglum, sem og í framkvæmd, er kveðið á um ýmsar skyldur sem liggja á þeim aðilum sem bjóða upp á séreignarsparnað. Slíkir aðilar þurfa að sinni ákveðinni upplýsingaskyldu til opinberra aðila og sjóðfélaga, m.a. með upplýsingagjöf í ársreikningi, skila upplýsingum og skýrslum til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (hér eftir einnig „fjármálaeftirlitið“), birta opinberlega ýmsar stefnur og upplýsingagjöf í tengslum við sjálfbærniáhættu. Erfitt getur verið að sinna sömu upplýsingagjöf og áður þegar sjóðfélagar velja þessa fjárfestingarleið. Að mati Arion banka er mikilvægt að lagt verði mat á hvort eðlilegt sé að gera sömu kröfur til þessa fjárfestingarkostar eins og gert er fyrir hinn hefðbundna séreignarsparnað áður en frumvarp þetta verður gert að lögum. Í því skyni telur Arion banki nauðsynlegt Arion banki hf. Borgartún 19,105 Reykjavík — 444 7000 — arionbanki.is — /arionbanki að efnahags- og viðskiptanefnd eigi samtal við fjármálaeftirlitið um aðkomu þeirra að þessum nýja fjárfestingakosti til þess að það verði raunhæft að bjóða upp á þennan fjárfestingarkost. Mikilvægt er að rætt verði við fjármálaeftirlitið um þá upplýsingar- og skýrsluskyldu sem lögð er á vörsluaðila séreignarsparnaðar og hvort eðlilegt sé að sömu kröfur gildi óbreytt um þennan nýja fjárfestingarkost. Með hliðsjón af framangreindu fagnar Arion banki frumvarpsdrögunum og ítrekar stuðning sinn við þær breytingar sem þar eru lagðar til frá fyrri frumvarpsdrögum. Hins vegar sé það mat Arion banka að ekki hefur verið staðið nægilega vel að lagasetningu í kringum þennan fjárfestingarkost og gera verði betur ef þessi fjárfestingarkostur eigi að verða að veruleika hjá vörsluaðilum séreignarsparnaðar. Arion banki hvetur efnahags- og viðskiptanefnd að taka tillit til framangreindra athugasemda og taka frumvarpið til frekari skoðunar áður en það verði lagt til annarrar umræðu á þingi. Arion banki óskar eftir því að fá að koma inn á fund efnahags- og viðskiptanefndar og gera betur grein fyrir sjónarmiðum og athugasemdum bankans við þessi frumvarpsdrög. Jafnframt er Arion banki reiðubúinn til að aðstoða nefndina við frekari útfærslu á framangreindum athugasemdum. Virðingarfyllst, Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður sölu og þjónustu fagfjárfesta Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, lögfræðingur Arion banki hf. Borgartún 19,105 Reykjavík — 444 7000 — arionbanki.is — /arionbanki