Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 916 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Akta sjóðir hf. Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 26.04.2024 Gerð: Umsögn
Skýrsluheiti ES RAFRÆNT UNDIRRITAÐ Örn Þorsteinsson Kt. 0605795209 Dags. 26.4.2024 10:57:33 Ástæða: Undirritun Alþingi b.t. nefnda- og greiningarsviðs Kirkjustræti 101 Reykjavík 26. apríl 2024 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar) - 916. mál á 154. löggjafarþingi Vísað er til umsagnar Akta sjóða hf. (hér eftir nefnt ,,Akta“ eða ,,félagið“) við drög að frumvarpi til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar), dags. 18. mars sl. Vill Akta ítreka og leggja áherslu á megininntak umsagnar félagsins. Nánar tiltekið, mikilvægi þess að jafnræðis rekstrarfélaga verðbréfasjóða og rekstraraðila sérhæfðra sjóða, sem ekki eru jafnframt vörsluaðilar séreignarsparnaðar, verði gætt hvað varðar aðgengi rétthafa að þeim fjárfestingarkostum sem framlagt frumvarp, lagt fram á 154. löggjafarþingi 2023-2024, þingskjal 1361 - 916. mál (hér eftir nefnt ,,frumvarpið“), gerir ráð fyrir. Í því sambandi veltir félagið því upp hvort árétta mætti, í lagaákvæðinu sjálfu eða lögskýringargögnum sem fylgja frumvarpinu, að vörsluaðilum séreignarsparnaðar, sem á annað borð bjóði eða hyggist bjóða rétthöfum að nýta sér auknar heimildir til ávöxtunar á séreignarsparnaði til samræmis við frumvarpið, beri að verða við óskum rétthafa séreignarsparnaðar um val á fjárfestingarkostum. Heimild vörsluaðila skv. frumvarpinu snúi þannig eingöngu að því hvort þeir kjósi að bjóða upp á fjárfestingarleið þá sem frumvarpið gerir ráð fyrir eður ei; ekki að því í hvaða sjóðum rétthafi getur valið að fjárfesta í innan þess sem heimilt er skv. frumvarpinu. Vörsluaðilum væri þá sem dæmi ekki heimilt að samþykkja tiltekna sjóði umfram aðra, að því gefnu að sjóðirnir uppfylli lögbundin skilyrði skv. frumvarpinu. Ljóst er að það væri afar samkeppnishamlandi fyrir smærri aðila á markaðnum ef vörsluaðilum séreignarsparnaðar væri gefinn kostur á að útiloka tiltekna sjóði með þessum hætti. Þótt ráða megi af frumvarpinu að það sé ekki ætlun löggjafans er mikilvægt fyrir smærri aðila á markaðnum að ekki sé nokkur vafi þar um eða svigrúm til þess að túlka frumvarpið með öðrum hætti en að framan er lýst Félagið telur efnislegt inntak frumvarpsins að öðru leyti jákvætt fyrir bæði fjármálamarkaðinn og rétthafa. f.h. Akta sjóða hf. Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri 1 https://samradapi.island.is/api/Documents/34a2c67a-35e5-ee11-9bc1-005056bcce7e