Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 916 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: BSRB Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 26.04.2024 Gerð: Umsögn
BSRB Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík Reykjavík, 26. apríl 2024 Efni: Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótar- lífeyrissparnaðar), 916. mál BSRB hefur fengið til umsagnar ofangreint frumvarp, sem lagt var fram af þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem lagðar eru til breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997. Í frumvarpinu er lagt til að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilað að verða við beiðni rétthafa um að iðgjöldum hans til séreignar verði varið til fjárfestingar í tilteknum sjóði eða sjóðum um sameiginlega fjárfesting. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til sáttmála núverandi ríkisstjórnar sem hugðist renna styrkari stoðum undir lífeyriskerfið og sérstaklega vísað til vinnu sem nú er í gangi við gerð grænbókar um kerfið. Í þeirri vinnu fer fram heildstæð rýni með breiðum hópi hagsmunaaðila á lífeyriskerfinu og er henni ekki lokið. Íslenska lífeyriskerfið er byggt upp af aðilum vinnumarkaðarins og er mikilvægt að breytingar, eins og þær sem frumvarpið boðar, séu gerðar í sátt og á grundvelli samtals við þá aðila. Raunar telur bandalagið að tillögur um stærri breytingar á kerfinu eigi að koma fram að frumkvæði aðila vinnumarkaðarins. Af þeim sökum sætir það furðu að ráðherra leggi fram frumvarp með þeim breytingum sem um ræðir hér á sama tíma og unnið er að grænbók um lífeyriskerfið. Frumvarpið er því ótímabært og þarfnast þær breytingar sem það felur í sér mun nánari athugunar og rýni, t.a.m. á grundvelli áður nefnds starfshóps. Með vísan til framangreinds leggst BSRB gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Fyrir hönd BSRB Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur