Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 916 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 18 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
LANDSSAMTÖK LÍFEYRISSJÓÐA “ Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd Sent í umsagnargátt Alþings og á netfangið: umsagnir@althingi.is ReykjavÍk, 23. apríl 2024 Efni: Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar), 916. mál Landssamtök lífeyrissjóða (LL) vilja með umsögn um ofangreint mál árétta það sem þegar hefur komið fram í umsögnum LL í aðdraganda þessa máls. Áður var birt í samráðsgátt stjórnvalda áformaskjal þar sem áform um breytingar voru kynntar, mál nr. S- 162/2023 og síðar birt til umsagnar drög að því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþing nánast óbreytt, mál nr. S-83/2024. Skiluðu LL inn umsögn um áformin í samráðsgátt stjórnvalda dags. 22. september og umsögn um drögin að frumvarpi dags. 18. mars sl. Í umsögnum LL á fyrri stigum er einkum bent á að áformin feli í sér viðamiklar breytingar og að starfshópur sem skipaður var af fjármála- og efnahagsráðherra þann 22. mars 2023 væri að störfum við gerð grænbókar um lífeyriskerfið. Lýstu LL þeirri afstöðu sinni að rétt væri að umræða um aukið valfrelsi í viðbótarlífeyrissparnaði ætti heima á þeim vettvangi. Í kjölfar þeirrar vinnu, en umræddur starfshópur er enn í dag starfandi, væri rétt að meta hvort æskilegt sé að auka valfrelsi einstaklinga umfram það sem nú er. Fyrir Alþingi hefur verið mælt fyrir öðru máli sem varðar breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða, 880. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyriréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997. Er þeim breytingum ætlað er að liðka fyrir fjárfestingum lífeyrissjóða í félögum sem hafa það að markmiði að leigja einstaklingum íbúðarhúsnæði til langs tíma. Íslenska lífeyrissjóðakerfið á rætur að rekja til samninga aðila vinnumarkaðarins og hefur heilt yfir tekist afar vel til við mótun og uppbyggingu kerfisins. Mikilvægt er að vandað sé til verka þegar kemur að breytingum er varðar lífeyrissparnað sjóðfélaga og sætir ákveðinni furðu að á sama tíma og unnið er að grænbók um lífeyrissjóðakerfið sé farið af stað með rýmkun á fjárfestingarheimildum viðbótarlífeyrissparnaðar. Á þessum tíma verður vart talið brýnt út frá hagsmunum sjóðfélaga að rýmka fjárfestingarheimildir viðbótarlífeyrissparnaðar en hins vegar er mikilgæt að hafin verði vinna við heildstæða rýni á fjárfestingarheimildum sjóðanna sem taki hvort heldur til fjárfestinga samtryggingar og séreignar. LL telja það frumvarp sem hér er til umræðu og markmiðið með þeim breytingum sem um ræðir þarfnist nánari faglegrar rýni og vilja því eindregið árétta ofangreint enda afar æskilegt að fram fari sem fyrst heildstæð yfirferð á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða. Í kjölfar slíkrar vinnu væri eðlilegt að leggja drög að frumvarpi þar sem m.a. yrði tekið á því hvort og þá með hvaða hætti rétt geti verið að auka valfrelsi einstaklinga við ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði umfram það sem nú er. Í þessu sambandi skal bent á að sjóðfélagar hafa nú þegar val um fjölda ólíkra fjárfestingarleiða sem skipta vel á áttunda tug. Við breytingar sem þessar er brýnt að neytendasjónarmið verði vandlega yfirfarin og mailto:umsagnir@althingi.is tryggt að eigi sé unnt án takmarkana og nægilegs eftirlits að auka áhættu og fjárfestingarkostnað einstaklinga þegar kemur að lÍfeyrissparnaði. Samkvæmt ofangreindu vilja LL árétta þá afstöðu sína sem áður hefur verið komið skýrt á framfæri að mikilvægt sé að fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða verði rýndar heildstætt og þar verði hagsmunir sjóðfélaga hafðir í fyrirrúmi. Að sama skapi telja LL ekki tÍmabært að gera breytingar á fjárfestingarheimildum fyrir viðbótarlífeyrissparnað enda þarfnast slíkar breytingar nánari rýni áður en farið er í slíkar breytingar á lífeyrissjóðalöggjöfinni. Virðingarfyllst, f.h. Landssamtaka Ijfeyrissjóða Þórby S. Þórða/dóÚir, framkvæmdastjóri 2