Nýsköpunarsjóðurinn Kría

Umsögn í þingmáli 911 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 27.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 17 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
ranms Reykjavik, 22. apnl 2024 Umsögn um frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu RannÍs fagnar þeirri stefnumótunarvinnu sem nú á sér stað á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráöuneytisins. Núverandi fyrirkomulagi opinberrar fjármögnunar til rannsókna, þróunar og nýsköpunar var komið á fyrir rúmum tuttugu árum og því tímabært að endurskoða stofnanafyrirkomulag og fjármögnun. Frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu er í þeim anda að sameina skylda starfsemi til að stuðningsumhverfið sé skilvirkt og sveigjanlegt. Rannís tekur undir megin markmið sem sett er fram „að stuöla að árangursríku og alþjóðlega samkeppnishæfu fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki í því skyni að styðja við öflugt atvinnulíf á grunni hugvits og þekkingar og efla þannig vöxt, velsæld og samkeppnis- hæfni Íslands." Flest þeirra 200 fyrirtækja sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur fjárfest í hafa hlotið styrki úr sjóðum sem Rannís hefur umsjón með, sérstaklega úr Tækniþróunarsjóði. Samkvæmt nýlegu áhrifamati á Tækniþróunarsjóði hafa styrkveitingar úr sjóðnum oft virkað sem n.k. gæðamat á verkefnum og greitt fyrir aðkomu fjárfesta.1 Mörg fyrirtæki hafa einnig fengið verkefna- og vaxtarstyrki eftir að fyrstu fjárfestar eru komnir að verkefnum. Rannís þekkir vel til þess að oft er mikill skortur á fjármagni á fyrstu stigum verkefna en mismikill milli greina. Aö mati Rannís hefur samfella í opinberum stuðningi aukist á sl. árum samhliöa auknu fjármagni í samkeppnissjóði og öflugri vísisjóðum sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Nýsköpunarsjóöurinn Kría mun styrkja þá samfellu. Rannís hefur í gegnum tíöina átt gott samstarf viö Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, m.a. um árlegt Nýsköpunarþing og Nýsköpunarverölaun íslands sem veitt hafa verið frá 1994. Rannís treystir því að Nýsköpunarsjóðurinn Kría muni taka virkan þátt í samstarfi opinberra stofnana sem hvetja til nýsköpunar og verðlauna það sem vel er gert. forstööumaður Rannís 1 Sjá Áhrifamat Tækniþróunarsjóðs 2014-2018 þar sem fram kemur í samantekt að styrkir Tækniþróunarsjóðs „stuöluðu að bættu aðgengi styrkþega að öðru innlendu fjármagni" og „bættu aðgengi styrkþega að erlendu fjármagni í formi styrkja og/eða eiginfjárframlagi frá erlendum fagfjárfestum". https://www.rannis.is/media/taeknithrounarsiodur/Ahrifamat-TThS-heild-vefur.pdf Rannsóknamiðstöð Íslands-Rannís O Borgartún 30,105 Reykjavík sími 515 5800 O fax 552 9814 O www.rannis.is O rannis@rannis.is https://www.rannis.is/media/taeknithrounarsiodur/Ahrifamat-TThS-heild-vefur.pdf http://www.rannis.is mailto:rannis@rannis.is