Skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 880 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 22.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 35 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
LANDSSAMTÖK JX LÍFEYRISSJÓÐA “ Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd Sent í umsagnargátt Alþings og á netfangið: umsagnir@althingi.is ReykjavÍk, 23. apríl 2024 Efni: Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða), 880. mál Landssamtök lífeyrissjóða (LL) vilja með umsögn um ofangreint mál árétta það sem þegar hefur komið fram í umsögnum LL í aðdraganda þessa máls. Áður var birt í samráðsgátt stjórnvalda áformaskjal þar sem áform um breytingar voru kynntar, mál nr. S- 45/2024 og síðar birt til umsagnar drög að því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþing með óverulegum breytingum, mál nr. S-72/2024. Skiluðu LL inn umsögn um áformin í samráðsgátt stjórnvalda dags. 1. mars og umsögn um drögin að frumvarpi dags. 14. mars sl. Í umsögnum LL er því fagnað að áform séu uppi um að rýmka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og er sú afstaða áréttuð hér. Er í fyrri umsögnum jafnframt tiltekið að mikilvægt sé að hafin verði vinna sem fyrst við að yfirfara með heildstæðum hætti fjárfestingarheimildir hfeyrissjóða. Frumvarp það sem hér er til umsagnar er ætlað að auðvelda lífeyrissjóðum fjárfestingar í fjármögnun íbúðarhúsnæðis sem rekið er af félögum sem hafa það að meginmarkmiði að leigja einstaklingum slíkt húsnæði til langs tíma. LL lýsa stuðningi við frumvarpið en telja eins og fyrr segir að á sama tíma sé brýnt að vinna fari sem fyrst af stað við að yfirfara heildstætt fjárfestingarheimilir sjóðanna. Virðingarfyllst, f.h. Landssamtaka ljfeyrissjóða (OdWwW Þóriey S. Þórðaldórtir, framkvæmdastjóri mailto:umsagnir@althingi.is