Hafnalög

Umsögn í þingmáli 830 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 18.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 25 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfisstofnun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Dagsetning: 23.04.2024 Gerð: Umsögn
Fullgild rafræn undirskrift SIGURRÓS FRIÐRIKSDÓTTIR Kennitala: 200867-4249 2024-04-23 14:43:47 GMT Ástæða: Undirskrift Fullgild rafræn undirskrift HALLA EINARSDÓTTIR Kennitala: 161183-2539 2024-04-23 14:44:06 GMT Ástæða: Undirskrift III UMHVERFIS STOFNUN Alþingi - Umhverfis- og samgöngunefnd Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík Reykjavík, 23. apríl 2024 UST202403-400/H.E. 04.00 Efni: Til umsagnar 830. mál - frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 Vísað er í beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, 830. mál, sem barst með tölvupósti 25. mars sl. Umhverfisstofnun vill vekja athygli á því að frumvarp þetta felur í sér mögulegar breytingar á afmörkun hafnarsvæða. Samkvæmt 14. gr. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 fer Umhverfisstofnun með ábyrgð á framkvæmd og stjórn á vettvangi vegna bráðamengunar utan hafnarsvæða, en hafnarstjóri fer með ábyrgð á bráðaaðgerðum innan hafnarsvæða. Slíkar breytingar hafa áhrif á skipulag vegna viðbragðsgetu stofnunarinnar sem snerta fjármögnun, starfsmannhald og viðbúnað. Mikilvægt er að skýrar reglur gildi um viðbrögð við bráðamengun. 2. gr. frumvarpsins Í 2. gr. frumvarpsins eru tilgreindar breytingar á 4. gr. hafnalaga er varða afmörkun hafnasvæða. Í a. lið greinarinnar er lagt til að 1. tl. 1. mgr. 4. gr. um hafnarreglugerð hljóði svo: Í reglugerðinni skulu m.a. vera ákvæði um: 1. Stærð og takmörk hafnarsvæðis á sjó og landi þ.m.t.: a. skipulagssvæði á sjó skv. 1. mgr. 5. gr., sem telst jafnframt vera mengunarlögsaga hafnarsvæðis, b. hafnsögusvæði, c. þjónustusvæði, d. hafnarsvæði farþegaskipa. Með framangreindri breytingu eru sett fram tvö ný hugtök, þ.e. mengunarlögsaga hafnarsvæðis og skipulagssvæði á sjó, en í 14. gr. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda er vísað til hafnarsvæðis eins og það er skilgreint í 7. lið, 3. gr. laganna. Það er því ósamræmi á milli hugtakanotkunar í þessum tveimur lögum ef breytingarnar verða samþykktar. Verði framangreindar breytingar samþykktar er rétt að samræma hugtakanotkun í báðum lögunum, en hugtakið hafnarsvæði kemur fram í 7. lið 3. gr., 13. gr. a. um tilkynningar, 14. gr. um framkvæmd og stjórn á vettvangi, 18. gr. um viðbragðsáætlanir, 19. gr. um mengunarvarnabúnað, 21. gr. um gjaldskrá og ákvæði I til bráðabirgða um hreinsun stranda og vísar þar til mengunarlögsögu viðkomandi hafnar. Í 4. mgr. 2.1. kafla greinargerðar með lagafrumvarpinu er fjallað um áskoranir í tengslum við lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 og skyldur hafna er varða bráðamengun innan hafnarsvæða. Þar segir meðal annars: „Ljóst er að eftir því sem hafnarsvæði eru stærri þeim mun erfiðara verður fyrir hafnaryfirvöld að sinna skyldum sínum samkvæmt lögunum. Með því að skilgreina sérstaklega skipulagssvæði á sjó sem jafnframt teljast mengunarlögsaga munu þau svæði minnka þar sem hafnarstjórar bera ábyrgð á viðbragði. “ Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að viðbragðsgeta þess stjórnvalds sem ber ábyrgð á viðbrögðum vegna bráðamengunar sé tryggð. Með minnkun á ábyrgðarsvæði hafna er kemur að viðbrögðum við bráðamengun eykst um leið ábyrgð Umhverfisstofnunar á slíkum viðbrögðum þar sem stofnunin ber ábyrgð á viðbrögðum við bráðamengun utan hafnarsvæða en það myndi kalla á aukinn viðbúnað stofnunarinnar vegna bráðamengunaratburða. Mikilvægt er að tryggt sé að viðbragðsgeta Umhverfisstofnunar og eftir atvikum, Landhelgisgæslu Íslands og Samgöngustofu, sé tryggð, s.s. búnaður og mannafli í samræmi við umfang ábyrgðarsvæðis og viðkomandi stofnanir verði fjármagnaðar með tilliti til þess. Umhverfisstofnun bendir jafnframt á að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. hafnalaga nr. 61/2003 er gert ráð fyrir að skipulag hafnarsvæðis skuli miðast við þarfir hafna og að hafnarstjórn geri tillögu að hafnarsvæði og þá væntanlega einnig að skipulagssvæði á sjó sem telst vera mengunarlögsaga hafnarinnar. Ekki er gert ráð fyrir öðru samráði en við Vegagerðina um gerð slíkrar tillögu. Af framangreindu er ljóst að afmörkun á mengunarlögsögu hafna hefur ekki einungis áhrif á viðkomandi sveitarfélag heldur einnig á rekstur ríkisstofnana sem koma að bráðmengunarmálum á hafi og því eðlilegt að haft verði samráð við þá aðila við skipulag mengunarlögsögu hafnarsvæðis. Virðingarfyllst Halla Einarsdóttir Teymisstjóri Sigurrós Friðriksdóttir Sérfræðingur