Hafnalög

Umsögn í þingmáli 830 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 18.03.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 25 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Vegagerðin Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Dagsetning: 16.04.2024 Gerð: Umsögn
Tilvisun 2024030059 / 0.3.5 Gorðobær ±5.april2O24 Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis Sent Í umsagnargótt Alþingis: umsagnir.althingi.is Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003, 830. mál (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.J. Með tölvupósti 25. mars 2024 sendir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003, 830. mál. Umsagnarfrestur var framlengdur til 15. apríl 2024. Frumvarpið er samið Í innviðaráðuneytinu og hefur verið til umfjöllunar í Samráðsgátt stjórnvalda og Vegagerðin tekið þátt í umfjöllun um frumvarpið á vinnslustigi fyrir framlagningu þess á Alþingi. í frumvarpinu er fjallað um heimild til gjaldtöku, s.k. eldisgjald, fyrir eldisfisk í sjókvíum og ákvæði um rafræna vöktun í höfnum en hvort tveggja hefur áður komið til umfjöllunar. Til viðbótar eru lagðar til ýmsar breytingar og má þar nefna tilfærslu verkefna frá Samgöngustofu til Vegagerðarinnar auk þess sem veitt er heimild til þess að setja ákvæði í’hafnareglugerð um’afmörkun tiltekinna hafnarsvæða. Einnig má nefna kæruheimild til Samgöngustofu vegna gjaldskrárbreytinga hafna sem tengjast rekstri þeirra. Loks er lögð til lagatæknileg breyting þar sem ákvæði laga um Vaktstöð siglinga nr. 41/2003 um hafnsögu eru færð í hafnalög. Afmörkun hafnarsvæða, breyting á 4. gr. í 4. gr. laganna er að finna ákvæði sem mælir fyrir um sett skuli reglugerð um hverja höfn þar sem m.a. skal kveðið á um stærð og takmörk hafnarsvæðis. Lagt er til í frumvarpinu að lögfest verði að afmarka skuli sérstaklega fjögur svæði í stað eins hafnarsvæðis skv. gildandi lögum. Afmarka ber skipulagssvæði hafnar sem jafnframt telst mengunarlögsaga hafnarsvæðis, hafnsögusvæði, þjónustusvæði og hafnarsvæði farþegaskipa. Þessi svæði skulu afmörkuð með baughnitum. Eigendur hafna skulu skv. ákvæði til bráðabirgða Ijúka við þessa afmörkun eigi síðar en 1. janúar 2025. Lágmarkskröfur um hafnamannvirki, síysavarnir og staðfestingu á fjármögnun, 6. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Mælt er fyrir um það í gildandi lögum að öll mannvirkjagerð í höfnum skuli vera í samræmi við gildandi skipulag og uppfylli lágmarkskröfur um styrkleika mannvirkja og öryggi notenda hafnanna og er það hlutverk Samgöngustofu að framfylgja því ákvæði. Lagt er til í frumvarpinu að Vegagerðin taki við þessu hlutverki og er stofnunin fylgjandi þeirri tillögu þar sem sú skipan mála er í bestu samræmi við verkefni stofnananna að öðru leyti. Þau verkefni sem hér Siða ±/2 Vegagerðin Suðurhraun 3 2±o Garðabær +354 522 ±000 vegagerdin.is vegagerdin ©vegagerdin.is Tilvísun 2024030059 / 0.3.5 Garðabær d5.april2024 um ræðir falla vel að verkefnum stofnunarinnar og er ekki þörf teljandi breytinga á starfsemi hennar verði frumvarpið að lögum. í 9. gr. frumvarpsins er lagt til að notendum hafna verði heimilt að kæra „ákvarðanir hafnarstjórna samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, sem varða rekstur hafna og gjaldtöku er tengist honum, til Samgöngustofu." Vegagerðin gerir í sjálfu sér ekki athugasemdir við kæruheimildina að öðru Leytí en þvi að skýra þyrfti nánar tiltekið til hvaða ákvarðana sem varða rekstur hafna kæruheimild nær tiL Telja verður ákvæðið eins og það er til þess fallið að valda vafa í framkvæmd. Vegagerðin gerir ekki að öðru leyti athugasemdir við frumvarpið. Síða 2/2 Virðingarfyllst f.h. Vegagerðarinnar Arndís Arnalds Framkvæmdastjóri Mannvirkjasviðs Undirskríft Vegagerðin