Lögreglulög

Umsögn í þingmáli 707 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 14.02.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 32 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International Viðtakandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Dagsetning: 22.04.2024 Gerð: Umsögn
AMNESTY IHTERHATIONAL Allsherjar- og menntamálanefnd Austurstræti 8-10 101 ReykjavÍk ReykjavÍk, 7. mars 2024 Efni: Umsögn Íslandsdeildar Amnesty International um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (afbrotavarnir og vopnaburður) Íslandsdeild Amnesty International vísar til umsagnarbeiðni frá nefndasviði Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (afbrotavarnir, vopnaburður og eftirlit með lögreglu) sem barst deildinni hinn 23. febrúar sl. Deildin skilaði inn umsögn um sambærilegt frumvarp sem lagt var fyrir þingið á seinasta löggjafarþingi með ábendingum sem hún ítrekar nú. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að gæta þess að notkun stafrænnar tækni til að hafa eftirlit með einstaklingum og íbúum sé í samræmi við alþjóðalög um mannréttindi. Tæknin getur og ætti að gegna mikilvægu hlutverki í aðgerðum ríkja til að bjarga mannslífum og hlúa að öryggi borgara. Auknar heimildir ríkisins til eftirlits getur þó ógnað friðhelgi einkalífs, tjáningarfrelsi og félagafrelsi á þann hátt að það getur brotið á mannréttindum og rýrt traust til yfirvalda og þannig jafnvel grafið undan áhrifum viðbragða af hálfu yfirvalda er varða öryggi almennings. Slíkar ráðstafanir hafa einnig í för með sér hættu á mismunun og geta skaðað jaðarsetta hópa umfram aðra hópa. Þó að við lifum á ógnvekjandi tímum, þá eiga lög um mannréttindi alltaf við. Reyndar er það svo að mannréttindakerfið er hannað í því augnamiði að tryggja til jafns mismunandi réttindi til verndar einstaklingum og samfélögum. Ríki geta ekki litið framhjá réttindum eins og friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsinu í nafni afbrotavarna. Þvert á móti, verndun mannréttinda stuðlar einnig að öryggi almennings. Nú meira en nokkru sinni fyrr verða stjórnvöld að gæta þess til hins ítrasta að allar takmarkanir á þessum réttindum séu í samræmi við viðurkennda og rótgróna vernd mannréttinda. Amnesty International bendir á að ekki skuli veita löggæslu heimildir fyrir auknu eftirliti nema að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt: 1. Eftirlitsráðstafanir sem gripið er til verða að vera löglegar, nauðsynlegar og hóflegar. Fyrir þeim skal vera heimild í lögum og skulu þær vera samkvæmar lögmætum markmiðum. Ráðstafanir sem löggæslan grípur til verða að vera gagnsæjar svo hægt sé að grandskoða þær og, ef tilefni er til, breyta, afturkalla eða snúa ákvörðunum við. Afbrotavarnir mega ekki þjóna sem afsökun fyrir handahófskenndu eftirliti með fjöldanum. 2. Ef stjórnvöld ákveða að útvÍkka eftirlits- og vöktunarheimildir sÍnar verða slíkar heimildir að vera tímabundnar og aðeins standa yfir eins lengi og nauðsyn krefur. Afbrotavarnir mega ekki þjóna sem afsökun fyrir ótímabundnu fjöldaeftirliti. 3. Ríki verða að tryggja að gagnaöflun, varðveisla og uppsöfnun persónuupplýsinga, séu aðeins notaðar í lögmætum tilgangi. Gögnum sem er aflað, eru varðveitt og samtengd í tilgangi afbrotavarna eða snúa ákvörðunum við. Afbrotavarnir mega ekki þjóna sem afsökun fyrir handahófskenndu eftirliti með fjöldanum. 4. Ríkisstjórnir skulu kappkosta að vernda gögn fólks, þar með talið að tryggja að öryggi persónuupplýsinga hvers og eins sé gætt, sem og að öryggi hvers konar tækja, forrita, nets eða þjónustu sem fela í sér í söfnun, sendingu, vinnslu og geymslu gagna sé tryggt. Allar fullyrðingar um að gögn séu nafnlaus verða að vera byggðar á áreiðanlegum heimildum og studdar með nægilegum upplýsingum um hvernig þau hafa verið gerð nafnlaus. Afbrotavarnir mega ekki þjóna sem réttlæting á skertu stafrænu öryggi fólks. 5. Hvers konar notkun á stafrænni eftirlitstækni verður að fela í sér umræðu um að slík tæki geti auðveldað mismunun og falið í sér önnur brot á réttindum minnihlutahópa, fólki sem býr við fátækt og öðrum jaðarhópum, þar sem þarfir og raunveruleiki þessara hópa endurspeglast ekki endilega í stórum gagnagrunnsupplýsingum. Hætta er á að afbrotavarnir auki enn á bilið milli ólíkra hópa samfélagsins, þeirra sem njóta fullra réttinda og hinna sem gera það síður. 6. Samningar stjórnvalda um samnýtingu gagna við einka- eða opinbera aðila verða að vera lögmætir og opinberir svo hægt sé að meta áhrif þeirra á friðhelgi einkalífs og mannréttindi. Samningarnir skulu vera skriflegir, með sólarlagsákvæði, gerðir undir opinberu eftirliti og innihalda aðrar varúðarráðstafanir. Afbrotavarnir mega ekki þjóna sem afsökun til að fela fyrir almenningi hvaða upplýsingum er safnað af stjórnvöldum og deilt með þriðja aðila. 7. Öll viðbrögð verða að fela í sér öryggisráðstafanir þannig að ábyrgð sé tryggð og að komið sé í veg fyrir misbeitingu. Einstaklingar skulu eiga tækifæri á að vita um og hafa skoðun á viðbrögðum vegna afbrotavarna sem fela í sér öflun, varðveislu og notkun gagna. Einstaklingar sem hafa verið undir eftirliti verða einnig að hafa aðgang að raunhæfum úrræðum til að leita réttar síns. Í frumvarpinu felast miklar skerðingar á friðhelgi einkalífs, lögreglu eru veittar víðtækar heimildir til að fylgjast með einstaklingum sem ekki eru grunaðir um afbrot og lagt er til að sjálfstæð stjórnsýslunefnd hafi eftirlit með aðgerðum lögreglu. Þrátt fyrir að tillagðar heimildir hafi það að markmiði að koma í veg fyrir glæpi er hættan á misnotkun svo víðtækra rannsóknarheimilda sem hér um ræðir mikil. Einungis er hægt að réttlæta víðtækar skerðingar á friðhelgi einkalífs og réttindum einstaklinga ef þær eru lögbundnar, lögmætar og nauðsynlegar. Tryggja þarf einstaklingum fullnægjandi vernd gegn handahófskenndu eftirliti, geðþóttaákvörðunum og misnotkun. Íslandsdeild Amnesty International telur aðfinnsluvert að tillagðar eftirlitsheimildir séu ekki háðar leyfi eða eftirliti nægjanlega sjálfstæðrar og hlutalausrar einingar, óháðri framkvæmdavaldinu. Hætt er við að verndarráðstafanir til að tryggja vernd einstaklinga gegn misbeitingu eftirlitsvalds verði ekki fullnægjandi ef eftirlitið heyrir undir sjálft framkvæmdavaldið. Íslandsdeild Amnesty International minnir á að Íslenskum stjórnvöldum ber að tryggja að lög séu Í samræmi við alþjóðlega mannréttindasamninga, svo sem mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslandsdeild Amnesty International ítrekar mikilvægi þess að ýtrustu varfærni sé gætt við lögfestingu á ákvæðum er fela í sér skerðingu á friðhelgi einkalífs og hvetur löggjafann til að hafa ofangreindar ábendingar í huga. Virðingarfyllst Anna Lúðvíksdóttir Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International