Hollustuhættir og mengunarvarnir

Umsögn í þingmáli 689 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 09.02.2024 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Dagsetning: 17.04.2024 Gerð: Minnisblað
Minnisblað Viðtakandi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Sendandi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti Dagsetning 16. apríl 2024 Málsnúmer URN24010216 Tilgangur Til upplýsingar Innleiðing á tilskipun 2009/31/EB - Athugasemdir ESA Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti barst erindi frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) 12. apríl 2024 þar sem stofnunin kemur á framfæri athugasemdum sínum varðandi innleiðingu á tilskipun (ESB) 2009/31 (hér eftir „CCS-tilskipunin“). Í erindi ESA kemur fram að við nánari skoðun á drögum að starfsleyfi Carbfix á Hellisheiði sem ESA hefur nú til meðferðar, í samræmi við 6. mgr. 33. gr. c. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 hafi ESA komið auga á misræmi á milli ákvæða laganna og frumvarpsins sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd þegar höfð er hliðsjón af ákvæðum CCS-tilskipunarinnar. Athugasemdir ESA við innleiðingu CCS-tilskipunarinnar eru eftirfarandi: I. 33. gr. g: Annar töluliður 1. mgr. 33. gr. g. laganna (sem verður þriðji töluliður 1. mgr. 33. gr. g., sbr. frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi) er ekki í samræmi við skilyrði c-liðar 1. mgr. 18. gr. CCS-tilskipunarinnar. Vísa skal sérstaklega til 2. mgr. 33. gr. j. laganna (sem verður 33. gr. k., sbr. frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi). - URN: Breyta þarf 33. gr. g. og færa inn orðin: „2. mgr.“ á undan orðunum „skv. 33. gr. j.“. II. 33. gr. j: 2. mgr. 33. gr. j. laganna (sem verður 33. gr. k., sbr. frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi) er ekki í samræmi við orðalag 1. mgr. 20. gr. CCS-tilskipunarinnar, en þar kemur fram að fjárframlagið skuli ná til a.m.k. áætlaðs kostnaðar við eftirlit til 30 ára. - URN: Breyta þarf 2. mgr. 33. gr. j. sem verður 33. gr. k. verði frumvarpið samþykkt á Alþingi og færa inn eftirfarandi málslið á eftir orðunum kostnað við vöktun: sem skal nægja fyrir a.m.k. ætluðum kostnaði af vöktun í 30 ár. III. 33. gr. h: 2. mgr. 33. gr. h. er ekki í samræmi við skilyrði 2. mgr. 21. gr. CCS-tilskipunarinnar. Ákvæðið ætti að vísa til þeirra viðmiða sem tekið er tillit til þegar aðgangur er veittur en ekki þegar aðgangi er synjað. Enn fremur er d-liður 2. mgr. 33. gr. h. laganna ekki í samræmi við orðalag d-liðar 2. mgr. 21. gr. CCS-tilskipunarinnar. Stjórnarráð Íslands Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Borgartúni 26 105 Reykjavík stjornarradid.is 545 8600 - URN: Í stað 2. mgr. 33. gr. h. kemur: Aðgangur sem um getur í 1. mgr. skal veittur á gagnsæjan hátt og án mismununar. Aðgangur skal veittur með sanngjörnun hætti án hindrana og hliðsjón skal höfð af: - URN: Í stað d. liðar 33. gr. h. kemur: nauðsyn þess að virða tilhlýðilega rökstuddar og eðlilegar þarfir eiganda eða rekstraraðila geymslusvæðis eða flutningskerfis og hagsmuni allra annarra sem nota geymsluna eða netið eða viðkomandi vinnslu- eða meðhöndlunarbúnað og kunna að verða fyrir áhrifum. [Tillaga/niðurstaða] Ráðuneytið hefur yfirfarið athugasemdir ESA og leggur til þær breytingar á frumvarpinu sem koma fram hér að ofan en telur rétt að benda á að 1. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 21. gr. CCS tilskipunarinnar eru einnig innleiddar í 19. gr. og 2. mgr. 20. gr. reglugerðar 1430/2022 um geymslu koldíoxíðs í jarðlögum. Í 19. gr. reglugerðarinnar kemur fram að fjárframlag skuli nægja fyrir a.m.k. ætluðum kostnaði í 30 ár og orðalag 2. mgr. 20 gr. reglugerðarinnar er sama orðalag og er lagt til undir lið III hér að ofan. Stjórnarráð Íslands Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið 2 / 2