Almenn hegningarlög

Umsögn í þingmáli 131 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 18.09.2023 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Öfgar Viðtakandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Dagsetning: 16.04.2024 Gerð: Umsögn
Umsögn um þingskjal 131/131. mál. Frumvarp um almenn hegningarlög (hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs). 14.04.2024Tillaga til þingsályktunar um frumvarp um almenn hegningarlög (hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs). 153. Löggjafarþing 2023-2024 Þingskjal 131 — 131. mál. Umsögn um þingskjal 131/131. mál. Um frumvarp um almenn hegningarlög (hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs). Félagasamtökin Öfgar fagna frumvarpi til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs. Teljum við þetta framfaraskref til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis og aukna réttarvernd fyrir börn. Eins og kemur fram í 1. gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er barn einstaklingur sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Við teljum lagafrumvarpið falla innan 3. gr Barnasáttmálans sem segir ,,Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn”. 34. gr sáttmálans segir skýrt að aðildaríki skuldbindi sig til að vernda börn fyrir hvers kyns kynferðislegri notkun eða misnotkun í kynferðislegum tilgangi. Með að hækka kynferðislegan lágmarksaldur teljum við að þetta sé betur tryggt. Við teljum að núgildandi lög um lágmarks kynferðislegan aldur stangist á við þau gildi sem samfélagið hefur barist fyrir síðustu ár. Nú þegar má finna núgildandi lög sem greina skýrt að einstaklingur í kynferðislegum aðstæðum skilgreinist sem barn undir 18 ára aldri, t.d lög er varðar klámfengið myndefni og myndatöku. Skýtur því skökku við að á Íslandi megi fullorðið fólk stunda samræði við 15 ára börn en barnið megi ekki skoða klámblað þar sem slíkt hefur neikvæð áhrif á þeirra velferð. Íslenskt samfélag hampar sér fyrir að setja velferð barna í forgang og metur þátttöku þeirra innan samfélagsins eftir þroska og aldri. Þau eru ekki skattskyld fyrr en 16 ára og mega ekki taka bílpróf fyrr en 17 ára. Tóbak er bannað börnum undir 18 ára aldri eða þegar þau eru komin á sjálfræðisaldur og við gerum okkar besta að halda þeim frá áfengi með lögum um áfengisaldur (20 ára). Því er það einstaklega furðulegt, eftir allar þessar lagasetningar, alla þessa vernd sem sett er upp eftir þroska og aldri þá teljast 15 ára börn nógu þroskuð til að geta gefið upplýst samþykki að heilsu sinni, líkama og sál. Lagafrumvarpið um hækkun kynferðislegs lögaldurs er mikilvægt í ljósi þess að meirihluti þolenda sem sóttu sér aðstoð Stígamóta voru undir 18 ára aldri þegar kynferðisbrot átti sér stað. Við búum við þann nýja raunveruleika að fullorðið fólk með annarlegar kenndir kemst auðveldlega í tæri við börn á samfélagsmiðlum. Hér þarf lagaákvæði til að grípa það sem á ensku kallast „grooming” og viljum við hvetja til að næsta skref væri að hefja slíka vinnu. Eftir margar vitundarvakningar samfélagsins treysta fleiri þolendur, sem urðu fyrir ofbeldi 14.04.2024Tillaga til þingsályktunar um frumvarp um almenn hegningarlög (hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs). 153. Löggjafarþing 2023-2024 Þingskjal 131 — 131. mál. sem börn á netinu, sér til að kæra ofbeldið á fullorðinsárum. Börn hafa ekki alltaf orðaforðann yfir alvarleika málsins eða vita að á þeim hafi verið brotið fyrr en síðar á lífsleiðinni. Í ljósi þess þarf að tryggja að mál af þessu tagi fyrnist ekki. Við vitum að hér á landi hefur fæðingartíðni verið há á meðal frumbyrja undir tvítugu samanborið við önnur nágrannalönd. Þó það hafi skánað til muna á síðustu árum teljum við mikilvægt að lagaramminn verndi unga leghafa á barneignaraldri. Verði leghafi ólétt undir 18 ára aldri verður lögheimilisforeldri lögráðamaður yfir því barni sem leghafi eignaðist. Teljum við að lagafrumvarpið komi betur í veg fyrir að fullorðnir einstaklingar barni einstaklinga undir 18 ára sem sjálf eru metin það óþroska að fá ekki lögráð yfir eigin afkvæmi. Að lokum viljum við hvetja Alþingi til að taka mark á þessu frumvarpi og ítrekum mikilvægi þess að kynferðislegur lágmarksaldur sé hækkaður úr 15 árum yfir í 18 ár. Fyrir hönd Öfga, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir og Ólöf Tara Harðardóttir.