Fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins

Umsögn í þingmáli 120 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 18.09.2023 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 50 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Minjastofnun Íslands Viðtakandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Dagsetning: 16.04.2024 Gerð: Umsögn
Minjastofnun Islands Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis Tjarnargötu 9 101 Reykjavík The Cultural Heritage Agency of lceland Reykjavík, 16. apríl 2024 MÍ202404-0040/ 6.00 / G.Ó. Efni: Umsögn um mál 120. tillaga til þingsályktunar um ^ármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Með tölvupósti 27. mars 2027 sendi nefnda- og greiningarsvið Alþingis til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Minjastofnun íslands fagnar framkominni þingsályktunartillögu og þeim áhuga sem Alþingi sýnir málaflokki menningarminja. Líkt og fram kemur í tillögunni skipar sagan mikilvægan sess í sjálfsmynd þjóðar og skip og bátar sem minna á atvinnusögu og menningu eru menningararfur með mikla sögu og aðdráttarafl. í tillögunni er einnig fjallað um skráningu fornbáta og nauðsyn þess að gera úttekt á slíkum minjum í einkaeigu. Vert er að benda á að við úthlutun styrkja úr fornminjasjóði árið 2024 var veittur styrkur til Sambands íslenskra sjóminjasafna að fjárhæð kr. 865.000 til að skrá fornbáta í einkaeigu. Minjastofnun telur að sú aðgerð að styrkja fornminjasjóð væri best til þess fallin að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Sjóðurinn hefur, eins og fram kemur í tillögunni, styrkt verkefni er lúta að skipa- og bátaarfinum. Smæð sjóðsins hefur takmarkandi áhrif á fjölda verkefna sem hljóta styrk. Með auknu fjármagni væri hægt að fjölga þeim verkefnum og nýta með því þá þekkingu og umgjörð sem til staðar er hjá fornminjasjóði og Minjastofnun íslands, en visst hagræði væri í því umfram það að stofna sérstakan sjóð. Gísli Óskarsson Lögfræðingur gisli@minjastofnun.is Virðingarfyllst, Sviðsstjóri lögfræðisviðs mailto:gisli@minjastofnun.is