Fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins

Umsögn í þingmáli 120 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 18.09.2023 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 50 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hollvinasamtök varðskipsins Óðins, Egill Þórðarson og Agnar Jónsson Viðtakandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Dagsetning: 16.04.2024 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Þingskjal 120..doc Umsagnaraðili: Egill Þórðarson, lofskeytamaður, stjórn Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins og Agnar Jónsson, skipasmiður . 15. apríl 2024. 154. löggjafarþing2023-2024. Þingskjal 120 -120. mál. Tillaga til þingsályktunar um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Umsögn: "Fjármögnun varðveislu og endurgerðar skipa og báta á Norðurlöndunum". Í anda þess fyrirkomulags sem þróast hefur í Noregi og í Færeyjum, m.a. með þróun laga og reglugerða sem vitnað er til í þessu þingskjali, skiptir höfuð máli að komið verði á sameginlegu átaki sjálfboðaliða og hins opinbera um verndun, verndunarverðra skipa og báta. Á vegum vernduarsjóðs starfi nefnd fagmanna í skipasmíðum, sjómennsku og sögu skipa sem meti hvort skip eða bátur, sem hæfir sjálfboðaliðar vilja vernda, sé verndunarverður eður ei. Sé skip eða bátur talið verndunar virði og að verndun svari kostnaði, verði hægt að gera samning um verndun, þannig að sjálfboðaliðarnir leggi fram vinnu endurgjaldslaust og að verndunarsjóður veiti skilyrt framlag í hlutfalli við vinnuframlag sjálfboðaliðanna. Sjálfboðaliðar leggi fram verkáætlun og haldi saman vinnutímum sínum sem metnir verði til fjár, verndunarsjóðurinn greiði vegna útlagðs kostnaðar í samræmi við framlagða vinnu og þarfir verksins. Standi sjálfboðaliðar ekki við skuldbindingar sínar um vinnuframlag, falla skuldbindingar verndunarsjóðsins um framlög niður. Jafnframt þarf að vera til áætlun um rekstur skips eða báts, líkt og er um safnskipið Óðinn/TFRA sk.nr. 0159, sem aftur er komið á íslenska skipaskrá, er viðhaldið og siglt með fullt haffæri, ef ekki er um hýsingu að ræða. Góð dæmi um hýsingu má nefna víkingaskipið Íslending í Njarðvíkum, vélbátinn Tý á Siglufirði, hákarlaskipið Ófeig á Reykjum og sandaskipið Pétursey í Skógum, svo dæmi séu tekin. Rétt er að upplýsa að reynslan hefur sýnt, aðþað kostar um þrjú ársverk vélstjóra, loftskeytamanna og háseta, að viðbættum útlögðum kostnaði, að halda í við við tímans tönn og viðhalda safnskipinu Óðni, fyrir utan lögbundnar slipptökur a.m.k. 5. hvert ár. Að geyma skip við bryggju eða óvarið á landi, án rekstrar og stöðugs viðhalds er hægfara, en örugg leið til förgunar eins og of mörg dæmi sanna. Í stjórn Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins sitja: Vilbergur Magni Óskarsson, (skipherra) formaður, Vigdís Hauksdóttir, varaformaður, Ingólfur Kristmundsson, (yíirvélstjóri) gjalkeri, Sigurbjörn Svavarsson, ritari, Kristinn Halldórsson, Hilmar Guðmundsson, Sigurður Ásgrímsson. Rekstrar- og haffærisnefnd, Hollvinasamtaka v/s Óðins: Egill Þórðarson, (loftskeytamaður) formaður, Vilbergur Magni Óskarsson, (skipherra), Ingólfur Kristmundsson, (yfirvélstjóri), Kristinn Halldórsson, (tæknistjóri).