Skráning foreldratengsla

Umsögn í þingmáli 114 á 154. þingi


Þingmál lagt fram: 18.09.2023 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 11 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Persónuvernd Viðtakandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Dagsetning: 22.04.2024 Gerð: Umsögn
PERSÓNU VERND Alþingi Allsherjar- og menntamálanefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 22. apríl 2024 Tilvísun: 2024040581/GRB Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnræði í skráningu foreldratengsla Persónuvernd vísar til beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis frá 25. mars 2024 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráningu foreldratengsla (þskj. 114, 114. mál á 154. löggjafarþingi). Persónuvernd veitti umsögn 27. mars 2017 um tillögu til þingsályktunar um jafnræði í skráningu foreldratengsla. 1. Sú tillaga til þingsályktunar sem nú er til umsagnar gerir ráð fyrir því að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð á grundvelli ákvæðis 6. mgr. 7. gr. barnalaga nr. 76/2003, um form og framkvæmd skráningar barns í þjóðskrá, með það að markmiði að afnema mismunun í skráningu foreldratengsla. I greinargerð með tillögunni kemur fram aö mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð sé gert að afhenda Þjóðskrá Islands yfirlýsingu um að bam þeirra sé getið með tæknifrjóvgun, ella verði sú kona ein skráð foreldri sem ól barnið. Sama krafa sé ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hafi eignast barn meö aöstoð tæknifrjóvgunar þar sem faöernisreglan eða skyldar reglur gildi ekki um skráningu foreldratengsla þess barns sem tvær mæður eignast saman. Enn sé fólki mismunað að þessu leyti á grundvelli kynferðis og kynhneigðar þrátt fyrir að sambærileg þingsályktunartillaga frá 2017 hafi verði samþykkt. I 2. mgr. 6. gr. barnalaga nr. 76/2003 segir að kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun teljist móðir barns sem þannig er getið. Sama eigi við um konur sem skráð hafi sambúð sína í þjóðskrá. í 3. mgr. sama ákvæðis er að finna sambærilega reglu um gagnkynhneigð pör. Hin svokallaða „pater est“ regla er svo lögfest í 2. gr. sömu laga, sbr. 2. mgr. ákvæðisins þar sem segir meðal annars að eiginmaður móður barns teljist faðir þess Persónuvernd • Rauðarárstíg 10 • 105 Reykjavík • IS (+354) 510 9600 • postur@personuvernd.is mailto:postur@personuvernd.is ef það er alið í hjúskap þeirra. I barnalögum er ekki að finna sambærilega reglu um að eiginkona móður barns teljist einnig móðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Persónuvemd áréttar það sem kom fram í fyrri umsögn hennar um að stofnunin gerir ekki athugasemd við að regla, sambærileg „pater est“ reglunni, verði látin gilda um skráningu foreldratengsla hjá mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Sé ætlunin að breyta þeirri framkvæmd sem fyrrnefnd lagaákvæði gera ráð fyrir er það mat Persónuverndar að slíkt kalli á lagabreytingar. Loks vekur Persónuvernd athygli á misritun í greinargerð með tillögunni þar sem vísað er til 6. mgr. 7. gr. barnalaga í stað 7. mgr. ákvæðisins um að ráðherra sé falið að setja reglugerð um form og framkvæmd skráningar barns í þjóðskrá. F.h. Persónuverndar, £, íWcVyA yða Ragnheiður Bergsdóttir 9