Fjölmiðlar

Umsögn í þingmáli 367 á 151. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 47 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sýn hf. Viðtakandi: Allsherjar- og menntamálanefnd Dagsetning: 02.02.2021 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis Alsherjar- og menntmálanefnd Reykjavík, 2. febrúar 2021 Efni: Frá nefndasviði Albingis - 367 mál til umsagnar Vísað er til tölvupósts frá nefndarsviði Alþingis, 22. janúar 2021, en honum fylgdi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 (stuðningur við einkarekna miðla). Óskað var eftir umsögn um frumvarpið sem skyldi berast ekki síðar en 4. febrúar 2021. Hér að neðan fer umsögn Sýnar hf. (Vodafone) um frumvarpið: Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Fyrirmynd skilyrða fyrir stuðningi má finna í reglugerð nr. 670/2020 sem mennta- og menningarmálaráðherra setti 3. júlí 2020 um stuðningtil einkarekinna fjölmiðla vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Vodafone styður frumvarpið eins langt og það nær. Hins vegar er Ijóst að samkeppnisstaða einkarekinna miðla verður ekki lagfærð fyrr en RÚV verður tekið af auglýsingamarkaði og samkeppnisstaða innlendra miðla við erlendar efnisveitur verður jöfnuð. Þannig verður til að mynda ekki séð að fyrirhugaður stuðningur frumvarpsins einn og sér gæti snúið við þeirri ákvörðun að senda út fréttir Stöðvar 2 eingöngu fyrir áskrifendur. Á árunum 2016 til 2019 jókst hlutdeild erlendra aðila á auglýsingamarkaði hér á landi úr 29% upp í 41% þegar horft ertil heildargreiðsla fyrir birtingu auglýsinga. Á sama tíma lækkaði hlut- deild innlendra aðila úr 71% niður í 59%. Á þessu tímabili jukust greiðslur til erlendu aðilanna um tæplega 2 milljarða en greiðslurtil innlendra fjölmiðla drógust saman um rúmlega 3 millj- arða. Þetta er meðal þess sem sjá má í tölum Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla fyrir árið 2019 sem birtar voru 22. janúar sl. Á árunum 2018-2019 hækkaði hlutur Ríkisútvarpsins í samanlögðum auglysingatekium út- varps (hljóðvarps og siónvarps) úr 40% í 44%. Hlutdeild Ríkisútvarpsins af auglvsingatekium hljóðvarps hækkaði úr 32% í 38% og siónvarps úr 46% í 49%. Af þessu verður ráðið að brýn nauðsyn ber til að takmarka fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði í áföngum, til að mynda um 25% á ári á fjögurra ára tímabili. Telur Vodafone að þrátt fyrir slíka 1 C2 restricted - External permitted skerðingu á tekjuöflunarmöguleikum þá muni rekstarafkoma RÚV ekki skerðast í sömu hlutföllum. Ræðst þetta af því að samhliða væri unnt að draga verulega úr starfsemi eða leggja niður hina fjölmennu og ágengu auglýsingadeild, sem nú er starfrækt á RÚV. Sala RÚV á auglýsingum á tímabilinu færi einkum fram á netinu á grundvelli opinberrar og gagnsærrar verðskrár og með lágmarks umsýslukostnaði. Kostnaður við rekstur auglýsingadeildar myndi lækka á lágmarki um 80%. Staða RÚV mun að líkindum styrkjast þegar ákvarðanir um dagskrá miðast ekki við áhorfsmælingar og auglýsingatekjur heldur efnistök og gæði. Vakin skal athygli á, að í kjölfar þess að menntamálaráðherra undirritaði nýverið þjónustusamning við RÚV þar sem hömlur voru settar á heimildir RÚV til að veita afsláttarkjör á auglýsingamarkaði lækkaði RÚV opinbera birta gjaldskrá sína um 30% að meðaltali. Með öðrum orðum stundar RÚV nú stórfelldar niðurgreiðslur á auglýsingamarkaði með tilheyrandi samkeppnisröskun. Önnur aðgerð sem gagnast getur einkareknum fjölmiðlaveitum er að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2019/790, um höfundarétt á stafrænum innra markaði. Samkvæmt henni verður mynddeiliveitum á borð við Google og Facebook gert að afla samþykkis rétthafa fyrir deilingu myndefnis, í þessu tilviki deilingu á fréttum og fréttatengdu efni. Jafnframt að rétthöfum verði heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds fyrir afnot af höfundaréttarvörðu efni sínu. í Frakklandi hefur tilskipunin þegar verið innleidd og unnið er að innleiðingu hennar í öðrum Evrópuríkjum. Þá hafa hliðstæðar reglur verið settar utan ESB, til að mynda í Ástralíu. Ljóst er að tilskipunin verður á einhverju stigi innleidd í EES samninginn. íslensk stjórnvöld og Alþingi þurfa þó ekki að bíða eftir þeirri innleiðingu heldur geta þegar í stað hrundið af stað vinnu við að innleiða tilskipunina í íslensk lög. Er hér með skorað á Alþingi að hefjast handa við innleiðinguna. Mjög brýnt er að þessir aðilar geti ekki haldið áfram að hagnýta sér án endurgjalds höfundarétt íslenskra útgefenda frétta og fréttatengds efnis. Samhliða er brýn þörf að löggjafinn tryggi að erlendar efnisveitur beri sömu skyldur og innlendar til að mynda þegar kemur að kröfum til talsetningar og þýðingar efnis. í dag er samkeppnisstaðan afar skökk hvað þetta varðar. Efnisveitunni Viaplay, sem nýverið tryggði sér sýningarrétt á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árabilinu 2022-2028, er að óbreyttum lögum í sjálfsvald sett hvort íslenska verði notuð í lýsingu á leikjum landsliðsins. Meðal annars með vísan til þessa leggur Sýn til að inn í fjölmiðlalögin komi nýtt ákvæði þar sem fram komi að efnisveitur með starfsemi innan EES svæðisins beri sömu réttindi og skyldur á grundvelli fjölmiðlalaga og innlendar efnisveitur þrátt fyrir að vera undir lögsögu annars EES ríkis. EES reglur heimila slíkt, sér í lagi þegar hlutaðeigandi lagaákvæði varðar almannaheill eins og verndun íslenskrar tungu á litlu málsvæði sannanlega er. Eftirfylgni með slíkum ákvæðum fjölmiðlalaga færi síðan fram með samvinnu milli eftirlitsstofnana hér á landi og í því ríki þar sem hlutaðeigandi efnisveita er með staðfestu. Þá er ótalin sú skerta samkeppnisstaða innlendra fjölmiðla þegar kemur að greiðslu skatta og skyldna. Við henni getur löggjafinn brugðist, til að mynda með því að lækka tryggingargjald á fjölmiðlaveitur með skattalegt heimilisfesti hér á landi. Að öllu framangreindu þarf að hyggja. 2 C2 restricted - External permitted Að öðrum kosti mun hin fyrirhugaði ríkisstuðningur einn og sér duga skammt til að lagfæra samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Virðingarfyllst, C2 restricted - External permitted 3