Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 96 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Slysavarna­félagið Landsbjörg Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
(+) SLYSAVARNflFÉLAGIÐ LRNDSBJÖRG Nefndasvið Alþingis B.t. Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík. Sent með tölvupósti á netfangið nefndasvid@althinqi.is Reykjavík 8. nóvember 2019 Efni: Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (félög undanskilin fjár- magnstekjuskatti), 150. löggjafarþing, þskj. 96 - 96. mál. 1. Vísað er til tölvupósts frá efnahags-og viðskiptanefnd, dags. 18. október2019, þarsem Slysavarnafélaginu Landsbjörg var gefinn kostur á að veita umsögn um framangreint þingmál. 2. Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnar framlagningu frumvarpsins enda Ijóst að mikil réttarbót felst í efnistökum þess fyrir félög og samtök sem starfa í þágu almannaheilla hér á landi. S a m a n t e k t 3. Athugasemdir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar við framangreint frumvarp má draga saman með eftirfarandi hætti: ■ Taka verður af öll tvímæli um að félagasamtök sem starfa í þágu almannaheilla falli undir gildissvið frumvarpsins og njóti þeirra undanþágu sem þar um ræðir. « Gera verður samhliða breytingu á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur þannig að sú staða komi ekki upp að aðilar sem undanþegnir hafa verið skattskyldu fjármagnstekjuskatts séu enn skyldirtil að halda slíkum skatti eftir í staðgreiðslu og þurfi svo að sækja endurgreiðslu hans frá hinu opinbera. 4. Nánari grein er gerð fyrir framangreindum athugasemdum og áhrifum frumvarpsins á starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í texta umsagnarinnar hér að neðan. 1/7 Skógarh líð 14 • 105 Reykjavík • Sími 570 5900 • Fax 570 5901 • N etfang: skrifsto fa@ landsbjorg .is mailto:nefndasvid@althinqi.is mailto:skrifstofa@landsbjorg.is I. INNGANGUR 5. Þá er Ijóst að efnistök frumvarpsins tengjast starfi starfshóps sem skipaður var af fjármála- og efnahagsráðherra þann 1. apríl 2019 til að fara yfir skattalegt umhverfi þeirrar starfsemi sem fellur undir þriðja geirann, s.s. starfsemi íþróttafélaga, björgunar- sveita, góðgerðarfélaga og mannúðarsamtaka, með það að markmiði að styrkja skatta- legt umhverfi hans. Hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg þegar skilað umsögn í tengslum við vinnu framangreinds starfshóps og er undanþága félaga og samtaka sem starfa í þágu almannaheilla frá greiðslu fjármagnstekjuskatts eitt af þeim atriðum sem þar voru nefnd sem dæmi um það með hvaða hætti mætti nýta skattkerfið til þess að efla og styrkja það mikilvæga starf sem framangreind félög og samtök vinna hér á landi. 6. Slysavamarfélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á íslandi. Félagið var stofnað 2. október 1999 við sameiningu Slysavarnafélags íslands og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, sem varð til við sameiningu Lands- sambands hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita. Undir merkjum samtakanna starfa rúmlega 10 þúsund félagsmenn í mismunandi einingum, þ.e. 94 björgunarsveitum, 36 slysavarnadeildum og 48 unglingadeildum (sem vísað er til sem eininga félagsins ) Sveitir þessar eru misstórar og öflugar eftir stærð og gerð byggða- laga sem þær starfa í. Innan björgunarsveita og slysavarnadeilda starfa sérhæfðir hópar á ýmsum sviðum, svo sem í sjóbjörgun, fjallabjörgun, rústabjörgun, fyrstu hjálp, köfun o.s.frv. Skipulag starfsemi félagsins er með þeim hætti að einstaklingar eiga ekki beina aðild að félaginu heldur eiga einstaklingar aðild að fyrrnefndum einingum félagsins, sem aftur eiga aðild að félaginu. 7. Starfsemi félagsins miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verð- mætum. í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring og hafa mörg hundruð sjálfboðaliðar margoft komið samborgurum sínum til hjálpar, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður. Fram kemur í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 43/2003, um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn að „enginn efast um mikilvægi þessa óeigingjarna og mikla starfs í þágu almannaheilla“. 8. Þrátt fyrir að meðlimir eininga félagsins séu allir sem einn sjálfboðaliðar er rekstur öflugra björgunarsveita og slysavarnadeilda afar kostnaðarsamur. Þjálfa þarf björgunar- sveitafólk, tæki og tól verða að vera tiltæk og í góðu lagi, húsnæði þarf undir búnað og olíu á tækin. Starfsemi félagsins og einstakra eininga þess er fjármögnuð með sjálfs- aflafé, styrkjum og frjálsum framlögum. Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru fjárhagslega sjálfstæðar og leggja ekki fjármuni til rekstrar félagsins. Björgunarsveitirnar og slysavarnadeildirnar afla sér hins vegar fjár með ýmsu móti en hæst ber þó sala flugelda fyrir áramót. Þar ná björgunarsveitirnar sér í þorra þess rekstrarfjár sem þær hafa úr að spila allt árið um kring. Þá afla einingar félagsins fjár með ýmsum hætti en þær njóta einnig úthlutunar fjármagns frá félaginu í gegnum þar til gert tekjuúthlutunar- kerfi, sem byggist meðal annars á virkni eininganna, mikilvægi þeirra í þeirra nær- umhverfi o.s.frv. 2/7 9. Það er bjargföst trú Slysavarnafélagsins Landsbjargar að félagið og einingar þess ættu að vera undanþegnarfrá skattskyldu fjármagnstekjuskatts og að fjármagnstekjur félags- ins og eininga þess ættu jafnframt að vera undanþegnar frá staðgreiðsluskyldu. 10. Þegar litið er til fyrirkomulags fjármögnunar Slysavarnafélagins Landsbjargar og eininga þess þá kemur í Ijós sú áhersla að þær fjáraflanir sem staðið er fyrir séu fáar en öflugar. Þannig liggur t.a.m. fyrir að sala flugelda fyrir áramót á hverju ári er mikilvægasta ein- staka fjáröflun björgunarsveitanna og í sumum tilvikum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita. Af því leiðir að í kringum áramót safnast stærstur, ef ekki allur í tilviki einstakra björgunarsveita, þess fjármagns sem ætlað er að standa undir rekstri komandi árs. Slíkt fjármagn er því á innlánsreikningum og ber vexti þar til þörf er á að nýta það í starfsemi björgunarsveitanna. Hið sama á við um tekjur félagsins og eininga þess af öðrum, sem eru fáar og öflugar. Einstaklingar og lögaðilar sem kjósa að leggja félaginu og einingum þess lið með kaupum á flugeldum, í gegnum „Skjótum rótum“ verkefnið eða með kaupum á „Neyðarkallinum'1, svo dæmi séu nefnd, gera það oftar en ekki vegna þeirrar góðvildar sem björgunarsveitirnar og slysavarnardeildirnar njóta í samfélaginu. Með vísan til framangreinds telur Slysavarnafélagið Landsbjörg eðlilegt að þessi góðvild almennings, sem birtist ýmist í kaupum á flugeldum eða öðrum vörum eða beinum fjárframlögum og styrkjum, eigi að vera gjöf sem helduráfram að gefa og ætti ekki að sæta álagningu fjármagnstekjuskatts. ,,[D]æmi eru [endaj um að lítið sé eftir til að sinna upphaflegum tilgangi þar sem fjármagnstekjuskattur étur allt upp“, svo vísað sé til orðalags í greinargerð með því frumvari því sem hér er til umsagnar. 11. Þá er starfsemi björgunarsveitanna þess eðlis að endurnýjunarþörf tækja er mismunandi og getur komið skyndilega og því eru lagðir fjármunir til hliðar til þess að standa straum af kostnaði við slíka endurnýjun þegar þörf krefur. Á þetta ekki síst við um endurnýjun sérhæfðra björgunartækja, s.s. björgunarskipa, snjóbíla o.þ.h., sem getur reynst afar kostnaðarsöm. Þar sem ekki er ráð nema í tíma sé tekið er undanfari slíkra tækjakaupa oft á tíðum fjáraflanir sem jafnvel standa yfir um nokkurra ára skeið. Ekki þarf nema að rýna í ársreikning Slysavarnafélagsins Landsbjargar til þess að sjá að samtökin eiga verulegar innstæður í bundnum sjóðum til þess að mæta mögulegum áföllum, kostnaðar- samri endurnýjun björgunartækja eða vegna sérverkefna til fræðslu og eflingar slysa- varna. Ef aðeins er horft til þessara bundnu sjóða Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þ.e. varasjóðs1, fjárfestingasjóðs björgunarskipa2 og sérsjóðs3, nam samanlögð fjárhæð þeirra í árslok 2018, tæplega 280 milljónum króna, sbr. neðangreint: II. ÁHRIF FRUMVARPSINS Á STARFSEMI SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR 1 Samkvæmt 13. gr. Laga félagsins skal Slysavarnafélagið Landsbjörg eiga varasjóð sem er ætlað að vera tryggingasjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir eða að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundur eða landsþing ákveða. 2 Fjárfestingasjóður björgunarskipa samanstendur af framlagi til endurnýjunar björgunarskipa sam- kvæmt ákvörðun stjórnar félagsins að viðbættu framlagi ríkisins umfram viðhaldskostnað. 3 Sérsjóður er slysavarnasjóður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem stofnaður var á árinu 2018 vegna arfs frá Helgu Þorsteinsdóttur. Arfurinn er skilyrtur til fræðslu og eflingu slysavarna. Stjórn félagsins tekur ákvarðanir um úthlutun úr sjóðnum að fengnu áliti slysavarnanefndar á þeim verkefnum sem styrkumsóknum tengjast. 3/7 Bundir sjóðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar 31.12.2018 Varasjóður 219.500.000 Fjárfestingasjóður björgunarskipa 46.069.267 Sérsjóður 13.395.558 ' 278.964.825 12. Það verður því að telja líklegt að væru Slysavarnafélagið Landsbjörg og einingar þess undanþegnar skattskyldu og greiðslu fjármagnstekjuskatts þá myndi það skila sér í auknum sjóðum sem nýtir gætu verið til slysavarna og/eða kaupa á björgunartækjum almenningi til heilla. 13. Þá verður í þessu sambandi að hafa í huga að ef ekki nyti björgunarsveitanna við er Ijóst að slíkt hefði í för með sér umtalsverðan kostnað fyrir hið opinbera við að koma upp fullnægjandi tækjabúnaði og sérhæfðu starfsfólki til að sinna leitar- og björgunarstörfum um allt land. Það má því leiða líkum að því að ef Slysavarnafélagið Landsbjörg og einingar þess væru undanþegnar greiðslu fjármagnstekjuskatts væri það til þess fallið að efla starfsemi þessara aðila og tækjabúnað enn frekar og gera slysavarnadeildirnar og björgunarsveitirnar enn betur í stakk búnar til þess að sinna aðalmarkmiði sínu, þ.e. að bjarga mannslífum og verðmætum og koma í veg fyrir slys. Þá verður vart séð að slík undanþága kæmi sér illa fyrir ríkið enda verður samfélagslegt hlutverk og mikilvægi þess starfs sem sinnt er af slysavarnadeildum og björgunarsveitum hér á landi seint metið til fjár. ■ Samkvæmt 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eru þeir lögaðilar sem tilgreindir eru í 2. gr. sömu laga og hér eiga heimili undanþegnir skattskyldu, ef þeir verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafa að einasta markmiði sínu samkvæmt samþykktum sínum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og þær björgunarsveitir og slysavarnadeildir sem starfa undir merkjum samtakanna falla undir framangreinda undanþágu laga nr. 90/2003 frá skattskyldu. ■ Samkvæmt 4. mgr. 71. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu lögaðilar þeir, er undanþegnir eru skattskyldu skv. 1., 2., 4., 5., 6., 7. og 8. tölul. 4. gr., þrátt fyrir það greiða tekjuskatt af fjármagnstekjum, sbr. 3., 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr., svo og skv. 8. tölul. sama stafliðar 7. gr., að því er varðar söluhagnað af hlutabréfum. Skal hann vera 22% af þeim stofni. Afdráttur skatts og innborgun hans samkvæmt lögum um staðgreiðslu skal vera fullnaðargreiðsla og koma í stað álagningar samkvæmt lögum þessum. Þó skulu þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekur til og sjálfir annast um innheimtu vaxta í eigin lánaumsýslu eða fá vaxtatekjur sem ekki er dregin af staðgreiðsla, skila greinargerð um vaxtatekjur til skattyfirvalda og standa skil á 22% tekjuskatti af slíkum vöxtum að tekjuári loknu. Þeir aðilar, sem þessi málsgrein tekurtil og hafa aðrarfjármagnstekjur, skulu sömuleiðis standa skil á 22% tekjuskatti af slíkum tekjum að tekjuári loknu. Við ákvörðun á stofnverði eigna sem félög, sbr. 4. tölul. 4. gr., eignast við gjöf skal við sölu miðað við að stofnverðið sé markaðsverð á yfirtökudegi félagsins á eigninni. Ríkisskattstjóri setur nánari reglur um skilagreinar og skil vegna þessarar málsgreinar. ■ Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagns- tekjur, tekur greiðsluskylda fjármagnstekjuskatts til þeirra lögaðila sem undan- 4/7 þegnir eru skattskyldu samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Skyldir til að greiða fjármagnstekjuskatt samkvæmt lögum nr. 94/1996 eru allir aðilar sem fá vaxtatekjur og arðstekjur en þó ekki þeir sem sérstaklega eru undanþegnir þeirri skyldu og tilgreindir eru í 3. mgr. 2. gr. laganna. III. M ik il v æ g t e r a ð s k ý r a t il t e k in u m m æ l i í g r e in a r g e r ð t il a ð t r y g g j a a ð FÉLAGASAMTÖK SEM STARFA í ÞÁGU ALMANNAHEILLA FALLI UNDIR EFNISTÖK FRUMVARPSINS 14. Starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar er rekin í þágu almannahagsmuna og fellur því að mati félagsins undir undanþágu 4. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem er svohljóðandi: „Þeir lögaðilar sem um ræðir í 2. gr. og eiga hér heimili, ef þeir verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafa það að einasta markmiði samkvæmt samþykktum sínum." 15. Ekki er útilokað að félagasamtök líkt og Slysavarnarfélagið Landsbjörg geti jafnframt verið felld undir 5. tölul. 4. gr. þar sem félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni ef tekið er tillit til þeirrar skilgreiningar sem lögð hefur verið því hugtaki til grundvallar og fram kemur í frumvarpinu. „Atvinnustarfsemi hefur verið skilgreind þannig að um sé að ræða reglu- bundna atvinnustarfsemi sem stunduð er samfellt og i nokkru umfangi í hagnaóarskym". Þar sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg er ekki rekið í hagnaðarskyni að þá rekur það ekki atvinnu í framangreindum skilningi og gæti því einnig fallið undir 5. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 16. Þá er einnig til þess að líta að skráð rekstrarform Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra er „félagasamtök", en í engu er vikið að félagasamtökum í upptalningu á mismunandi tegundum lögaðila í 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Þrátt fyrir að litið hafi verið svo á í reynd að félagasamtök falli undir upptalningu áður- nefndrar 2. gr. þá gefa ummæli í greinargerð með frumvarpinu ástæðu til þess að tekin verði af öll tvímæli um að félagasamtök sem starfa í þágu almannaheilla, líkt og Slysa- varnafélagið Landsbjörg, einingar þess og ýmis íþróttafélög svo dæmi séu nefnd, njóti þeirra undanþágu og þeirrar réttarbótar sem frumvarpið mælir fyrir um. Þau ummæli frumvarpsins sem vísað er til að framan eru svohljóðandi: „Félagasamtök eru ekki sérgreind í fyrirtækjaskrá með þeim hætti sem hér er til umfjöllunar frekar en almannaheillafélög skv. 4. tölul. 4. gr. Þau eru án gjaldstigs til almenns tekjuskatts í skattgrunnskrá og skila aðeins skattf- ramtali á áður tilgreindum forsendum. Þau hafa ekki verið flokkuð í skatt- grunnskrá á grundvelli skráðs tilgangs þeirra, enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir í fyrirtækjaskrá. Frumvarp þetta nær ekki til slíkra félaga. “ 17. Að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar má skýra þennan texta með þeim hætti að frumvarpinu sé ekki ætlað að ná til félagasamtaka, óháð því hvort slíkt félagasamtök eru starfi í þágu almannaheilla. Að mati félagsins er útilokað að það hafi átt að vera tilgangurinn með þessum ummælum. Er því mikilvægt að mati félagsins að þetta verði skýrt með afgerandi hætti þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa við lestur þeirra lögskýringagagna sem fylgja frumvarpinu eftir þinglega meðferð þess að vilji löggjafans stóð sannanlega til þess að Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðrir sambærilegir aðilar ættu að njóta þeirra undanþága sem mælt erfyrir um í frumvarpinu. Þá mæla sjónarmið 5/7 um skýrleika skattlagningarheimilda með því að öll tvímæli séu tekin af í þessu sambandi. IV . MlKILVÆGT ER AÐ SAMHLIÐA VERÐI GERÐ BREYTING Á LÖGUM NR. 9 4 /1 9 9 6 , UM STAÐGREIÐSLU SKATTS Á FJÁRMAGNSTEKJUR 18. Að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar er aðeins hálfur sigur unnin með því að undanþiggja félög sem starfa í þágu almannaheilla frá fjármagnstekjuskatti ef að stað- greiðsluskylda vegna þessara sömu fjármagnstekna er ekki afnumin samhliða. Annars gæti sú staða komið upp að aðilum sem undanþegnir hafa verið skattskyldu fjármagns- tekjuskatts sé engu að síður enn skylt að halda eftir slíkum skatti í staðgreiðslu og þurfi svo að sækja endurgreiðslu hans frá hinu opinbera. 19. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, tekur greiðsluskylda fjármagnstekjuskatts til þeirra lögaðila sem undanþegnir eru skatt- skyldu samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Skyldir til að greiða fjármagns- tekjuskatt samkvæmt lögum nr. 94/1996 eru allir aðilar sem fá vaxtatekjur og arðstekjur en þó ekki þeir sem sérstaklega eru undanþegnir þeirri skyldu og tilgreindir eru í 3. mgr. 2. gr. laganna. 20. Það er því Ijóst að eigi frumvarpið að ná tilætluðum árangri verður samhliða að gera breytingar á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og að bætt verði inn í 3. mgr. 2. gr. tilvísunar til aðila sem undanþegnir eru greiðslu tekjuskatts á grundvelli 4. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 21. Með vísan til framangreinds gæti breyting á umræddu ákvæði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur verið svohljóðandi (tillögur að breytingum eru feitletraðar): „Undanþegnir skyldu skv. 1. mgr. eru: erlend ríki og alþjóðastofnanir, Lána- sjóður íslenskra námsmanna, Byggðastofnun, Byggingarsjóður rikisins, Byggingarsjóður verkamanna, íbúðalánasjóður, Framkvæmdasjóður fatlaðra, Framkvæmdasjóður aldraðra, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins, Fiskræktarsjóður, Lánasjóður sveitarfélaga ohf. og Lána- sjóður Vestur-Norðurlanda, Seðlabanki íslands, sjóðir sem starfa samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011, lánastofnanir sem skattskyldar eru samkvæmt lögum nr. 65/1982, með síðari breytingum, verðbréfafyrirtæki, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármála- fyrirtæki nr. 161/2002, verðbréfamiðstöðvar, sbr. lög um rafræna eigna- skráningu verðbréfa, nr. 131/1997, liftryggingafélög, sbr. 23. gr. laga nr. 60/1994, og lífeyrissjóðir, sbr. lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða, og starfstengdir eftirlaunasjóðir, sbr. lög um starfstengda eftirlaunasjóði og þeir aðilar sem undanþegnir eru frá greiðslu tekjuskatts skv. 4. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. “ 6/7 Að öðru leyti gerir Slysavarnafélagið Landsbjörg ekki athugasemdir við frumvarpið og fagnar raunar framlagningu þess og þeirrar réttarbótar sem það felur í sér líkt og fram kemur í upphafi umsagnar þessarar. Þá eru fyrirsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar reiðubúnir að koma á fund nefndarinnar og fara með ítarlegri hætti yfir sjónarmið félagsins verði þess óskað. Virðingarfyllst f.h. Slysavarnafélagsins Landsbjargar framkvæmdastjóri 7/7