Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 96 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisskattstjóri Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 08.11.2019 Gerð: Umsögn
tm RÍKISSKATTSTJÓRI Laugavegi 166 - 150 R eykjavík - Sími 442 1000 Fax 442 1999 - w w w .rsk .is - rsk@ rsk.is Alþingi, nefndasvið Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 8.11.2019 Tilvísun: 20191001959 Efni: Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (félög undanskilin fjármagnstekjuskatti) - 96. mál, 96. þskj. Ríkisskattstjóri hefur þann 18. október sl. móttekið tölvupóst þar sem óskað er eftir umsögn um framangreint þingmál. Embættið telur tilefni til að taka eftirfarandi fram varðandi frumvarp þetta: I. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt (tsl.), hvílir skylda til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, á þeim lögaðilum sem heimilisfastir eru hér á landi og tæmandi eru taldir í 1.-5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sbr. þó tilvísun til 4. og 5. tölul. 4. gr., er tekur til aðila sem undanþegnir eru skyldu til greiðslu almenns tekjuskatts. Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. tsl. greiða þeir lögaðilar sem um ræðir í 1. mgr. 2. gr. ekki tekjuskatt ef þeir verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla og hafa það að einasta markmiði samkvæmt samþykktum sínum. Samkvæmt 5. tölul. 4. gr. eru undanþegin tekjuskatti félög, sjóðir og stofnanir, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., sem ekki reka atvinnu. Aðilar sem undanþegnir eru skyldu til greiðslu almenns tekjuskatts á grundvelli 4. gr. tsl. fjármagnstekjuskatt af nánar tilgreindum fjármagnstekjum sínum í samræmi við ákvæði 4. mgr. 71. gr. með þeim undantekningum sem tæmandi eru taldar í 5. mgr. 71. gr. II. Með frumvarpi þessu er mælt fyrir þeirri breytingu að þeir sem njóta undanþágu frá almennum tekjuskatti á grundvelli 4. tölul. 4. gr. tsl. verði jafnframt undanþegnir álagningu fjármagnstekjuskatts skv. 4. mgr. 71. gr. Breytingin eins og hún er lögð fyrir tekur ekki til þeirra aðila sem ekki reka atvinnu og njóta undanþágu frá almennum tekjuskatti skv. 5. tölul. 4. gr. Þannig er ljóst að umrædd breyting yrði einungis til hagsbóta fyrir félög sem stunda atvinnustarfsemi og væru skattskyld ef ekki væri fyrir sérstök ákvæði í samþykktum þeirra um ráðstöfun á breiðum grundvelli til almannaheilla. Hún nær þannig ekki til þeirra félaga sem ekki teljast atvinnufyrirtæki og njóta einungis vaxta og arðs af eignum, jafnvel þótt að þau verji ráðstöfunartekjum (fjármagnstekjum) sínum til almanaheilla með sama hætti og hin fyrrgreindu félög. Meirihluti hinna síðamefndu aðila sem njóta skattfrelsis frá almennum tekjuskatti skv. 5. tölul. 4. gr. er skráður í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra sem félagasamtök. Félagasamtök geta verið stofnuð í ýmsum tilgangi, þ.m.t. um málefni sem talin eru horfa til almannaheilla. http://www.rsk.is mailto:rsk@rsk.is RlKISSKATTSTJÓRI í greinargerð með frumvarpi þessu kemur fram að þær tvær tegundir undantekninga frá almennri skattskyldu sem mál þetta varði séu þær sem greinir í 4. og 5. tölul. 4. gr. tsl., sbr. hér að framan. Umíjöllunin er m.a. með eftirfarandi hætti: „Félagasamtök eru ekki sérgreind í fyrirtcekjaskrá með þeim hætti sem hér er til umjjöllunar frekar en almannaheillafélög skv. 4. tölul. 4. gr. Þau eru án gjaldstigs til almenns tekjuskatts í skattgrunnskrá ogskila aðeins skattframtali á áður tilgreindum forsendum. Þau hafa ekki verið flokkuð í skattgrunnskrá á grundvelli skráðs tilgangs þeirra, enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir ífyrirtœkjaskrá. Frumvarp þetta nœr því ekki til slíkra félaga. “ Félagasamtök eru í reynd skilgreind án gjaldstigs til almenns tekjuskatts í skattgrunnskrá þar sem þau eru almennt undanþegin skattskyldu af tekjuskatti á grundvelli 5. tl. 4. gr.tsl., enda reka þau ekki atvinnu. Þama eru aðstæður ólíkar því sem gerist í tilvikum sem falla undir 4. tl., en þar em aðilar almennt skattskyldir nema markmið atvinnustarfsemi þeirra sé af ákveðnu tagi, og þurfa framtalsgögn að sýna árlega fram á að svo sé eigi félögin að njóta undanþágu frá skattskyldu vegna síðast liðins rekstrarárs. I greinargerð er gengið út frá því að hjá ríkisskattstjóra liggi almennt ekki fyrir gögn um tilgang félagasamtaka og hvort að þau gætu talist til almannaheilla eða ekki. Ríkisskattstjóri vekur athygli á því að sama dag og fmmvarp þetta er lagt fram þá eru samþykkt á Alþingi, eftir aðeins tvo daga í þinglegri meðferð, lög um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæra, nr. 119/2019. A grundvelli þeirra laga er nú haldin í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra skrá yfir félög til almennaheilla með starfsemi yfir landamæri, sbr. og 2. og 3. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá. Þeim félögum sem falla undir gildissvið laga nr. 119/2019, og þegar eru skráð í fyrirtækjaskrá, er skylt að breyta skráningu sinni í félag til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, sbr. bráðabirgðaákvæði laganna. Þá liggur nú jafnframt fyrir á Alþingi frumvarp um félög til almannaheilla (181. þingmál, þskj. 182) þar sem gert er ráð fyrir því að ríkisskattstjóri haldi utan um almannaheillafélagaskrá, sbr. 37. gr. þess frumvarps. Þar er enn með bráðabirgðaákvæði gert ráð fyrir því að almenn félagasamtök sem þegar eru skráð í fyrirtækjaskrá geti að uppfylltum skilyrðum farið fram á að breyta skráningu sinni yfir í almannaheillafélagaskrá. Ljóst má því telja að þær forsendur sem lagt er upp með í frumvarpi þessu um takmarkaða undanþágu frá fjármagnstekjuskatti eru að nokkru leyti breyttar. Með hliðsjón af framangreindum lagabreytingum - þegar orðnum og fyrirhuguðum — telur ríkisskattstjóri að rök gætu staðið til endurskoðunar á því hvort að undanþága frá skattskyldu til greiðslu fjármagnstekjuskatts skuli ná með heildstæðum hætti til félaga sem eingöngu eru rekin til almannaheilla, óháð því hvort að um atvinnurekstrarfélög eða almenn félagasamtök sé að ræða. Vert er að benda á að meðal þeirra félagasamtaka sem falla undir undanþáguákvæði 5. tl. 4. gr. tsl. eru mörg af eldri og þekktari góðgerðar- og líknarfélögum landsins og/eða landssamtök þeirra. Standi vilji til að láta þessar lagabreytingar ná til slíkra félagasamtaka þá bendir ríkisskattstjóri á að fullnægjandi framtalsgögn muni þurfa að berast svo meta megi forsendur endurgreiðslu fjármagnstekjuskatts þessara aðila að liðnu viðkomandi starfsári. Virðingarfyllst, f. h. ríkisskattstjóra