Húsnæðismál

Umsögn í þingmáli 926 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 10.06.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 34 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 50 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Arion banki hf. Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 26.06.2020 Gerð: Umsögn
Velferðarnefnd Nefndasvið Alþingis 150 Reykjavík Reykjavík, 26. júní 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, mál nr. 926 (hlutdeildarlán). Vísað er til birtingar frumvarps í þingskjali 1662 til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál (926. mál) vegna fyrirhugaðra hlutdeildarlána, sem ætlað er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. 1. Breyting á orðalagi 3. mgr. a. liðar 2. gr. frumvarpsins Markmið frumvarpsins er af hinu góða en Arion banki telur sig þó knúinn til að vekja sérstaka athygli á eftirfarandi: Samkvæmt 3. mgr. a. liðar 2. gr. frumvarpsins segir: Hlutdeildarlán er veitt á öðrum veðrétti á eftir fasteignaláni samkvæmt lögum um fasteignalán til neytenda og ber hvorki vexti né afborganir á lánstímanum, sbr. þó 5. mgr. 29. gr. c. Arion banki leggur til að orðalagi framangreindrar málsgreinar verði breytt svo að tekið sé mið af því sem oft tíðkast í framkvæmd með fasteignalán til neytenda að íbúðalán eru iðulega bæði á 1. og 2. veðrétti. Bankinn leggur til að orðalagið verði svohljóðandi: Hlutdeildarlán er veitt á næsta veðrétti á eftir fasteignaláni samkvæmt lögum um fasteignalán til neytenda og ber hvorki vexti né afborganir á lánstímanum, sbr. þó 5. mgr. 29. gr. c. Virðingarfyllst, Snorri Sigurðsson, lögfræðingur Arion Banki hf. • Höfuðstöðvar • Borgartúni19 • 105 Reykjavík • Sími 444 7000 • Kt. 581008-0150 arionbanki.is