Húsnæðismál

Umsögn í þingmáli 926 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 10.06.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 34 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 50 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Vilhjálmur Bjarnason Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 19.06.2020 Gerð: Umsögn
Mosfellsbær 19.06.2020 Umsögn um Húsnæðismál - Hlutdeildarlán Það sem mér dettur í hug eftir að hafa lesið aðrar umsagnir og farið yfir frumvarpið. Fyrst þá þarf að finna út "hvað kostar að byggja hófsamt mannsæmandi húsnæði" og svo þarf að miða allar aðgerðir út frá því. Annars er það auðséð að það verður ekki byggt hagkvæmt húsnæði heldur verður farið í að byggja húsnæði sem verður ekki ódýrt vegna þess að það verður byggt ódýrt heldur vegna þess að byggingaraðilar fara í að byggja minna og óvandaðra húsnæði sem verður selt mjög dýrt á fermetraverði en sýnist vera ódýrt vegna þess að það er pínulítið og ekki endilega vel byggt en ekki vegna þess að það er byggt hagkvæmt eða vel. Til að geta fengið hagkvæmt og gott húsnæði fyrir fólk og til að geta hjálpað fólki ef vilji er fyrir því þá þarf fyrst að gera það sem ég nefni hér fyrir ofan. Þegar það er komið þá er hægt að gera eitthvað af viti. Besta leiðin að mínu mati væri að allra lóðir sem er úthlutað til endursölu til neytenda, munum að nánast allar lóðir eru í eigu borgar og bæjarfélaga og örfáar í eigu ríkissins, væri úthlutað með þeim skilyrðum og kvöðum að á þeim mætti ekki selja eignir sem væru seldar dýrari en sem nemur 20 % álag á áður fundinn "hófsaman mannsæmandi byggingarkostnað". Með þessu móti væri strax til eins ódýrt húsnæði og hægt er á íslandi og ekkert sem verktakar eða aðrir geta sett út á því hver getur sagt að það sé ekki nóg framlegð fyrir fyrirtækin að fá 20 % á allan kostnað þegar eignir eru seldar. Erlendis þykir mjög gott að fá 6 % til 12 % framlegð í fyrirtækjum og ef íslenskir byggingaverktakar geta ekki byggt húsnæði með 20 % framlegð þá verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þetta er sanngjörn og einföld leið ef vilji er fyrir því að gera eitthvað fyrir tekjulágt fólk og raunar alla íslendinga, nema auðvitað þau byggingafyrirtæki sem hafa hingað til haft allt upp í 60 % framlegð á seld húsnæði. Til að sýna fram á að þetta er vel gerlegt og hefur verið gert áður vegna sérstakra aðstæðna eins og komu upp í seinna stríði og setuliðið var hér og þurfti allt húsnæði sem var til og á sama tíma vildu allir landsmenn flytja til Reykjavíkurbæjar, sem var bær þá en ekki borg, til að sækja þau uppgrip sem voru þá í bænum, þá var þinglýst á alla lóðarleigusamninga eftirfarandi kvöð. Kær kveðja Vilhjálmur Bjarnason Varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna Löggiltur fasteignasali til 28 ára. 822-8183 ekkifjarfestir@gmail.com mailto:ekkifjarfestir@gmail.com