Húsnæðismál

Umsögn í þingmáli 926 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 10.06.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 18 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 34 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lands­samtökin Þroskahjálp Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 19.06.2020 Gerð: Umsögn
Lanctssamtöfíin Þroskahjdlp Mannréttindi fyrir ailaí Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar1 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (hlutdeildarlán), 926. mál. Landssamtökin Þroskahjálp fengu frumvarpið ekki sent til umsagnar en þau vilja koma eftirfarandi á framfæri við velferðarnefnd og Alþingi. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í 28. gr. samningsins sem hefur yfirskriftina „Viðunandi lífskjör og félagsleg vernd" segir m.a.: 1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, einnig til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar. 2. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til félagslegrar verndar og til þess að njóta þess réttar án mismununar vegna fötlunar og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika, einnig ráðstafanir: ... d) tilþess að tryggja fötluðu fólki aðgang að húsnæðiskerfi á vegum hins opinbera. Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um „að fatlað fólk eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra." Til að uppfylla þessar lagalegu skyldur til að gefa fötluðu fólki kost á að að eignast eigið heimili og njóta margvíslegra mannréttinda sem því tengjast, s.s. tækifæra til einkalífs og fjölskyldulífs, verða stjórnvöld að tryggja að fatlað fólk hafi aðgang að opinberum húsnæðiskerfum til jafns við aðra. Sá hópur fólks sem býr við alverstu kjörin í íslensku samfélagi eru þeir sem engar tekjur hafa aðrar en bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær bætur eru af óútskýrðum og órökstuddum ástæðum umtalsvert lægri (um 30.000 kr.) en atvinnuleysisbætur, sem enginn er þó of sæll af. Staðreyndin er hins vegar sú að atvinnuleysisbætur eru, sem betur fer, oftast tímabundið ástand hjá þeim sem þurfa að byggja afkomu sína á þeim á meðan örorkubótaþegar eru í þessari kröppu stöðu árum saman og margir allt sitt líf, án tækifæra til þess að afla sér annarra tekna. 1 Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og ungmenni og fólk með þroskahömlun. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum. Um 20 félög eiga aðild að samtökunum. Samtökin reka húsbyggingasjóð sem kaupir og byggir íbúðir til að greiða fyrir að fatlað fólk hafi aðgang að góðum íbúðum fyrir leigugjald sem það ræður við. Húsbyggingasjóður á nú um 80 íbúðir á nokkrum stöðum á landinu. Í 4. gr. samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem hefur yfirskriftina „Almennar skuldbindingar" segir: Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum tilframkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Þrátt fyrir þessa skýru skyldu til samráðs sem og aðrar framannefndar skyldur samkvæmt samningi SÞ er rakið hefur ekki verið haft samráð við Landssamtökin Þroskahjálp við gerð þess frumvarps sem hér er til umfjöllunar. Samtökunum er því ekki kunnugt um hvernig stjórnvöld hafa staðið að því að meta áhrif þess á tækifæri fatlaðs fólks til að eignast eigin íbúðir og heimili verði fumvarpið óbreytt að lögum. Samtökin telja þó að stjórnvöldum sé skylt að gera það og beina því til velferðarnefndar að hún kalli eftir upplýsingum um það frá félagsmálaráðuneytinu. Landssamtökin Þroskahjálp óska eindregið eftir að fá fund með velferðarnefnd til að gera nefndinni betur grein fyrir tillögum sínum og áherslum. Virðingarfyllst, Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar