Bygging hátæknisorpbrennslustöðvar

Umsögn í þingmáli 86 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 06.11.2019 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Skrifstofa Alþingis - nefndasvið Reykjavík 6. nóvember 2019 b.t. 1910024SA EM Austurstræti 8-10 Málalykill: 00.63 150 Reykjavík Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpbrennsiustöðvar, 86. mál Vísað er til tölvupósts frá nefndarsviði Alþingis þann 15. október sl., þar sem kallað er eftir umsögnum um ofangreint mál. Afstaða til tillögunnar Þingsályktunartillaga um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar fellur að mörgu leyti vel að áherslum sambandsins. Sér í lagi um mikilvægi öruggrar og lögmætrar förgunar úrgangs. Sambandið tekur undir tillöguna að því leyti að tímabært sé að kannað sé með heilstæðum hætti forsendur fyrir innlenda brennslu með orkunýtingu og leggur áherslu á að slík greining sé sett í samhengi við meðhöndlun alls áhættu- og sóttmengaðs úrgangs, þar með talið dýraleifa. Sambandið leggur til að sérstaklega verði rýnt í aðkomu ríkisins að fjármögnun slíkrar innviðauppbyggingar nái tillagan fram að ganga. Af fyrirliggjandi drögum að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum sem sambandið fékk til umsagnar þann 12. júlí sl. má ætla að framundan sé lögfesting hertari krafna um meðhöndlun úrgangs. Á það sérstaklega við um um samdrátt í myndun úrgangs, aukið endurvinnsluhlutfall og lágmörkun urðunar. Brennsla með orkunýtingu gæti spilað þátt í að ná þeim markmiðum sem lagt er upp með í drögum að stefnunni. í nýlegri skýrslu sambands úrgangsbrennslufyrirtækja í Evrópu er fjallað um hlutverk brennslu með orkunýtingu í Hringrásarhagkerfinu: The circular economy needs an outlet for residual waste that is not recycled in practice. Such low-quality waste is rejected by recycling facilities because it cannot be recycled in a technically, economically or environmentally feasible way, for example, degraded material that has already been recycled several times. By cooperating with partners across the whole value chain, the WtE sector prevents this waste from going to landfill.’ 1 CEWEP. (2019). Waste-to-energy sustainability roadmap towards 2035. Sótt af https://www.cewep.eu/wp-content/uploads/2019/09/WtE SustainabiIity_Roadmap_Digital.pdf Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, sími 515 4900, fax 515 4903, sam band@ sam band.is, www.samband.is https://www.cewep.eu/wp-content/uploads/2019/09/WtE mailto:samband@samband.is http://www.samband.is Sambandið leggur áherslu á að það er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga aó ná markmiðum í úrgangsmálum, hvort sem er um endurvinnslu, lágmörkun úrgangs eða önnur markmið. Að ná markmiðum getur ekki bara verið verkefni sveitarfélaga. íslenska ríkið er aðili að EES og festir í Iög skuldbindingar vegna þess samnings sem sveitarfélögum er svo gert að útfæra. Sambandið bendir í þessu samhengi á að staðbundin stjórnvöld í Evrópusambandsríkjunum hafa greiðan aðgang að uppbyggingarsjóðum sambandsins (e. Structural Funds) til að ráðast í nauðsynlega innviðauppbyggingu ólíkt sveitarfélögum hérlendis. Það er álit sambandsins að ríkisvaldið ætti að koma á svipaðan hátt að fjármögnun verkefna í almannaþágu, ekki síst þegar um er að ræða innleiðingu Evrópusambandslöggjafar. Uppbygging brennslustöðvar fyrir úrgang með orkunýtingu með það að markmiði að draga úr urðun, tryggja örugga og lögmæta förgun og nýtingu orkunnar sem býr í úrganginum er þar engin undantekning. Vísbendingar eru um að nægjanlegt magn af úrgangi muni falla til í landinu á næstu árum fyrir 1-2 brennslustöðvar með orkunýtingu. Talið er að ríflega 100 þ. tonn af úrgangi muni falla til árið 2035 á íslandi sem þarf að farga með einhverjum hætti jafnvel þótt að ítrustu markmið ESB um lágmörkun úrgangs og stóraukna endurvinnslu náist2. í dag ber til dæmis að farga úrgangi úr flugvélum, spilliefnum, ýmsum sóttmenguðum úrgangi og öðrum áhættuúrgangi. Auk þess sýna reynslutölur frá Evrópu að einhver munur er á magni sérsafnaðra endurvinnsluefna og því magni sem skilar sér til endurvinnslu og eru margar ástæður fyrir því. Árið 2014 var sem dæmi áætlað að 37% plasts í Evrópu hafi verió sérsafnað til endurvinnslu en endurvinnsluhlutfallið reyndist 13%.3 Þessi munur skýrist að hluta til af því að ekki er allt plast sem safnast endurvinnsluhæft og þarf því aðrar meðhöndlunarleiðir, s.s. brennslu eða urðun. Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur. í dag skortir innlenda innviði til brennslu með orkunýtingu sem telst til endurnýtingar og útflutningur úrgangs til slíkrar brennslu, eins og hafinn er á Suðurlandi, breytir að líkindum ekki þessari staðreynd. Það er m.a. vegna þess að orkan sem verður til við brunann getur nýst á svæðum sem til dæmis nýta jarðefnaeldsneyti til upphitunar. Hinsvegar stríðir útflutningur úrgangsins þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er. Auk þess má benda á að með úrgangi sem sendur er úr landi fylgja fjármunir, sem ekki nýtast til uppbyggingar í málaflokknum hér á landi. Útflutningur úrgangs orkar ekki einungis tvímælis út frá umhverfis- og fjárhagslegumsjónarmiðum heldur einnig almenningsáliti hér á landi og í öðrum löndum. 2 Verkís. (2019, 30. apríl). Málþing um úrgangstjórnun, Meðhöndlun úrgangs og regluverk í Evrópu. Sótt af https://www.verkis.is/vidburdir/urgangsstjornun/upptokur 3 Deloitte Sustainability. (2017). Blueprint for plastics packaging waste: Quality sorting& recycling. Sótt af https://www.plasticsrecyclers.eu/sites/default/files/2018- 05/PRE_blueprint%20packaging%20waste_Final%2oreport%2020i7.pdf 2 https://www.verkis.is/vidburdir/urgangsstjornun/upptokur https://www.plasticsrecyclers.eu/sites/default/files/2018- Sambandinu var gefinn kostur á að koma að ábendingum um lokadrög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum og lagði þar áherslu á að í stefnunni yrði fjallað um mikilvægi öruggrar og lögmætrar förgunar úrgangs, eins og segir í umsögn Sambandsins dags. 23. ágúst sl. á bls. 6-7: íljósi þess að um mikilvcegt umhverfis- og heilbrigðismál er að ræða er varðar almannaheill þá kemur á óvart að öruggri förgun úrgangs á landinu öllu sé ekki gefinn meiri gaumur í stefnu ráðherra. Sambandið vill undirstrika mikilvægi þess í frekari mótun stefnu ráðherra. Förgun úrgangs frá bæði heimilum og rekstraraðilum þarf að fara fram á sem hagkvæmastan hátt út frá tæknilegu, umhverfislegu og ekki síst fjárhagslegu sjónarmiði. í stöðugreíningunni segir að tryggja þurfi örugga og lögmæta förgun úrgangs sem ekki hentar til endurnýtingar og er það hverju orði sannara. Förgunarleiðir fyrir úrgang frá Suðurlandi hafa t.a.m. verið í uppnámi í talsverðan tíma og fyrirséð að sú staða verði leyst, a.mk. fyrst um sinn, með útflutningi úrgangs til brennslu. Óvíst er með förgun úrgangs af höfuðborgarsvæðinu í árslok 2020 þegar fyrirséð er að urðun í Álfsnesi verði hætt. Fjalla ætti um þessa stöðu sem upp er komin í förgunarmálum í stöðugreiningunni, með hliðsjón af fyrirliggjandi tillögum tveggja starfshópa sem fjallað hafa um brennslu. Útflutningur úrgangs til orkuendurnýtingar getur reynst ásættanleg lausn til skamms tíma, en þeirri leið fylgir áhætta. Fordæmi eru komin fyrir útflutningi blandaðs úrgangs til orkuendurnýtingu enda lagalegar fyrirstöður ekki fyrir hendi svo lengi sem úrganginum er skilað í brennslustöð sem uppfyllir kröfur Evrópusambandsins um orkunýtingu. Brennslan telst þá vera endurnýting, ekki förgun. Að mati sambandsins er a.m.k. umdeílaníegt og líklega óvarlegt, ef stefna ráðherra, regluverk úrgangsmála og aðrar ákvarðanir ríkisins styðja við eða jafnvel hvetja til útflutnings úrgangs til brennslu sem framtíðarlausn í förgunarmálum í stað innlendra lausna. Slíkir farvegir geta lokast með skömmum fyrirvara og séu ekki aðrir möguleikar fyrir hendi innanlands gæti skapast aímannahcetta. Sambandið leggur til að stefna ráðherra leggi sérstaka áherslu á að fundin verði framtíðarlausn í förgunarmálum innanlands sem jafnframt styður við aukna endurnýtingu úrgangs og lágmörkun förgunar. Þingsályktunartillagan gerir ráð að gerð verði heildstæð greining á forsendum fyrir svonefndri hátæknibrennslustöð á íslandi, hvað varðar t.d. magn, staðsetningu og „með tilliti til förgunarkosta sem nú eru nýttir og ráðgert er að nýta“ eins og segir í tillögunni og er það vel. í fyrrnefndri stefnu ráðherra er gert ráð fyrir aðgerðinni „10. Greining á þörf fyrir rekstur sorpbrennslustöðva á íslandi". Greina má nokkurn samhljóm með þeirri tillögu og þingsályktunartillögunni sem hér er fjaliað um. Það vakti athygli sambandsins að rekstrarúrgangur er undanskilinn í þessari aðgerð í drögum að stefnunni en það er mat sambandsins að teikna þurfi upp heildarmynd alls úrgangs sem til fellur á landinu í greiningunni. 3 Lokaorð Nánara samstarf ríkis og sveitarfélaga er ein forsenda bættrar úrgangsstjórnunar á Iandinu öllu. Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir sig tilbúið til frekari aðkomu að málinu bæði hvað varðar frekari greiningu og mótun tillagna um örugga og lögmæta förgun úrgangs með innlendri brennslu með orkunýtingu. Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA 4