Fjáraukalög 2020

Umsögn í þingmáli 841 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 26.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 11 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjármála- og efna­hags­ráðuneytið Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 19.06.2020 Gerð: Athugasemd
Fjárlaganefnd Alþingis Willum Þór Þórsson, formaður Austurstræti 8-10A F j á r m á l a - o g e f n a h a g s r á ð u n e y t i ð 101 REYKJAVÍK Arnarhvoli við Lindargötu - 101 Reykjavík sími: 545 9200 bréfasími: 562 8280 netfang: postur@fjr.is www.fjr.is Reykjavík, 19. júní 2020 Tilvísun: FJR20050062/3.1 Fjármála- og efnahagsráðherra fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 2. umræðu frumvarps til fjáraukalaga ársins 2020 sem lagt var fram á Alþingi þann 26. maí sl. verði gerð eftirtalin breyting á fjárheimild málaflokks 08.20 Byggðamál í A-hluta ríkissjóðs. Lagt er til að veita allt að 150 m.kr. til málaflokksins vegna styrkja til þeirra sveitarfélag sem verst hafa orðið úti vegna samdráttar í ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Nýleg úttekt Byggðastofnunar um áhrif niðursveiflu í ferðaþjónustu á atvinnuástandið úti á landsbyggðinni gefur góðar vísbendingar um hvaða sveitarfélög og svæði í byggðalegu tilliti kunna að standa verst að vígi. Um er að ræða níu sveitarfélög þar sem ferðaþjónusta hefur haft mikla þýðingu varðandi atvinnutekjur og efnahag en þetta eru sveitarfélögin; Skútustaðahreppur á Norðurlandi eystra, Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp, Rangárþing eystra og Bláskógabyggð á Suðurlandi og Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélagið Vogar á Suðurnesjum. Hvað sveitarfélögin á Suðurnesjum varðar þá hafa þegar verið veittar 250 milljónir króna af fjáraukalögum til aðgerðaráætlunar til viðspyrnu fyrir samfélag og atvinnulíf og er nú unnið að framkvæmd hennar. Mikilvægt er að hægt verði að fara í sambærilegar aðgerðir m.a. á öðrum svæðum í samræmi við þá þörf sem greining Byggðastofnunar leiðir fram. Í því fælist að komið yrði á fót tímabundnum verkefnum til atvinnu- og nýsköpunar, til menntunarúrræða o.fl. Jafnframt yrði veitt leiðsögn um hvernig þau fjölmörgu úrræði sem ríkisstjórnin hefur þegar skipulagt nýtast viðkomandi byggðarlögum og atvinnulífi svæðisins. Sveitarfélögin sem um ræðir eru þó misjafnlega í stakk búin fjárhagslega að takast á við þau vandamál sem við er að glíma og því er ljóst að þau þurfa, þrátt fyrir mikið tímabundið atvinnuleysi, á mismiklum stuðningi af þessum toga að halda. Því er lagt til að veittar verði 150 milljónir kr. til frekari byggðaaðgerða sem veittar verði til þeirra byggðarlaga og sveitarfélaga sem verst hafa orðið úti vegna hruns í ferðaþjónustu vegna Covid-19 faraldursins, sbr. hér að ofan. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í samstarfi við Byggðastofnun gerir tillögu um aðgerðir og fjármögnun þeirra á einstökum svæðum, í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur haft umsjón með skráningu tillögu í fjárlagakerfi ráðuneyta og Alþingis og er hún þar til reiðu fyrir umfjöllun nefndarinnar og fyrir mynd á þingskjölum breytingartillagna og nefndarálits. Þá vill fjármála- og efnahagsráðuneytið vekja athygli nefndarinnar á að áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018. Ráðuneytið hefur haft drög að frumvarpinu til yfirferðar undanfarna daga meðal annars með tilliti til þess að gera þurfi breytingar á fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga. Með frumvarpinu er verið að bæta við lögin bráðabirgðaákvæði um stofnun sérstaks sjóðs, Ferðaábyrgðarsjóðs, sem ætlað er að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi skipuleggjanda eða smásala ferðapakka og þannig tryggja hagsmuni neytenda. Þar er lagt til að hafi ferðamenn ekki fengið endurgreiðslu frá skipuleggjendum eða smásölum geti þeir beint kröfu að Ferðamálastofu um að sjóðurinn endurgreiði þeim þær greiðslur sem þeir eiga rétt til á samkvæmt ákvæðum laganna. Skipuleggjendur eða smásalar sem hafa endurgreitt ferðamönnum vegna pakkaferða geta einnig mailto:postur@fjr.str.is http://www.fjr.is beint kröfu að Ferðamálastofu um að sjóðurinn endurgreiði þeim þær greiðslur. Á þetta að gilda um pakkaferðir, sem koma átti til framkvæmdar á afmörkuðu tímabili á yfirstandandi ári. Nokkur álitaefni í frumvarpinu eru enn til skoðunar með tilliti til áhrifa á ríkisfjármálin s.s. hvað varðar umfang hugsanlegrar endurgreiðslu, framsetningu hennar í fjárlögum og ríkisreikningi og mögulegra vaxtakjara. Unnið er að því að útkljá framangreind álitaefni og að því loknu gerir ráðuneytið ráð fyrir því að farið verði þess á leit við fjárlaganefnd að gerð verði viðeigandi breyting á fjáraukalagafrumvarpinu. F.h.r. Björn Þór Hermannsson / Hlynur Hreinsson