Óháð úttekt á Landeyjahöfn

Umsögn í þingmáli 84 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 6 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Vegagerðin Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 10.10.2019 Gerð: Umsögn
Vegagerðin tekur jákvæ tt í að gerð verði óháð úttekt á Landeyjahöfn og te lu r það ja fn fram t skynsamlegt til að fá fram hugsanlega nýjar tillögur að lausn á þeim vanda sem er til staðar í höfninni í dag. Landeyjahöfn var opnuð 2010 og komu fljótlega í ljós mun meiri vandamál vegna sandburðar en reiknað hafði verið með. Þar við bæ ttist að til að viðhalda fullnægjandi dýpi gáfust mun fæ rri dagar til dýpkunar vegna veður- og öldufars en reiknað hafði verið með. Siglingastofnun Íslands hannaði höfnina og fékk í lið með sér í danska ráðgjafa, DHI (Danish Hydraulic Institute) til þess að reikna út sandflutning í höfninni. Verkfræðistofan COWI í Danmörku var fengin til þess að yfirfara útreikninga DHI. Þegar þessi vandamál urðu ljós voru prófessorar frá Lund University í Svíþjóð fengnir sem ráðgjafar til að yfirfara bæði það sem Danirnir höfðu reiknað ásamt frekari athugunum og liggja gögn frá þeim fyrir. M ikilvægt er að þeir ráðgjafar sem fengnir verða til að taka út höfnina hafi mikla þekkingu í strandverkfræði og sandflutningsrannsóknum. Ráðgjafar innanlands hafa mjög takmarkaða reynslu á þessu sviði. Benda má á að mikil þekking er á þessu sviði í Hollandi og einnig í Bretlandi þó í minna mæli. Hollendingar hafa verið að kljást við sandflutning í höfnum í mjög langan tíma og þar eru e inm itt stærstu dýpkunarfyrirtæki heimsins staðsett. Vegagerðin er að sjálfsögðu reiðubúin að afhenda þau gögn sem úttektarráðgjafi þyrfti að nota og óskaði eftir. Þar sem um mikið magn gagna er að ræða gæti það kallað á töluverða vinnu og tíma innan stofnunarinnar að útbúa gögnin til afhendingar. Úttektaraðilinn sem fenginn er til starfans þarf að sökkva sér í efnið og koma sér inn í öll þau gögn sem til eru um höfnina. Einnig þarf hann að útbúa sín eigin öldu-, straum- og sandflutningslíkön svo hann geti skoðað málið á raunsæjan hátt. Vegagerðin te lu r tímasetningu í þingsályktunartilllögunni um skil óraunhæfa og te lu r eðlilegra að miða við haustmánuði 2020. Ljóst er að kostnaður við úttekt sem koma æ tti að gagni muni kosta töluverðar fjárhæðir, sem Vegagerðin te lu r að gæti legið á bilinu 50 - 100 m.kr. Virðingarfyllst, fXQMEWSKA ÖPYGGt FRWSVM VEGJW EROIN Magnús V. Jóhannsson Framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Director of Construction Icelandic Road and Coastal Administration (IRCA) +354 522 1000 | +354 893 8500 Borgartún 5-7 | IS-105 Reykjavík magnus.v.johannsson@vegagerdin.is www.vegagerdin.is mailto:magnus.v.johannsson@vegagerdin.is http://www.vegagerdin.is/