Óháð úttekt á Landeyjahöfn

Umsögn í þingmáli 84 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 6 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Herjólfur ohf. Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 10.10.2019 Gerð: Umsögn
Viðtakandi: Nefndasvið Alþingis Sendandi: Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Dags. 10. október 2019 Efni: Umsögn stjórnar Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um tillögu til þingsályktunar um óháða úttekt í Landeyjahöfn, mál nr. 84. Stjórn Herjólfs fagnar tillögunni enda þarft að að fá úr því skorið til hvaða aðgerða þarf að grípa til að Landeyjahöfn sinni hlutverki sínu sem heilsárshöfn. Eins og segir í greinargerðinni er ástandið í höfninni hvorki boðlegt íbúum Vestmanneyja né öðrum sem treysta þurfa á greiðar samgöngur milli lands og Eyja. Stjórn Herjólfs ohf. gengur út frá því að úttektin einskorðist ekki bara við dýpi Landeyjahafnar. Líta þarf einnig til þeirrar reynslu sem þegar er komin af nýja Herjólfi til athugunar á því hvaða aðrir þættir, svo sem samspil vinds, öldu og strauma, kunni að hafa áhrif á nýtingu hafnarinnar og hugsanlegar lagfæringar, og eða breytingar á hafnarmannvirkjum sem þarf að fara í svo siglingar þangað teljist öruggar.