Ársreikningar og hlutafélög

Umsögn í þingmáli 82 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 0 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði Viðtakandi: Dagsetning: 14.01.2020 Gerð: Umsögn
FÉLAG UM SJÁLFBÆRNI OG LÝÐRÆÐI Umsögn um mál 82, 150. löggjafarþing, þingskjal 82 - aukinn aðgangur að ársreikningaskrá og hlutafélagaskrá Reykjavík, 19. desember 2019, Alda tekur tekur efnislega heilshugar undir mál þetta. Félagið telur þetta frumvarp mikilvægt, enda er nauðsynlegt að meira gagnsæi sé um fjárhagsstöðu fyrirtækja, eignarhald þeirra, sem og fjármögnun og eignatengsl milli fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis, og gildir þetta þvert á fyrirtækjaform.1 Upplýsingar sem þessar er vanalega að finna í ársreikningum félaga og fyrirtækja, en sem stendur þarf að greiða fyrir aðgang að ársreikningunum á Íslandi sem veldur því að aðilar sem vilja fá aðgang, svo sem vegna starfa sinna, þurfa að bíða gagna og greiða fyrir aðgengið, nokkuð sem ætti að vera óþarft þar sem gögnin eru öll til á rafrænu formi. Sama gildir um aðila sem kunna að vilja kanna hversu traustur tiltekinn viðskiptaaðili er í raun og veru. Rök fyrir opinni ársreikningaskrá Við fyrstu sýn kann að virðast óþarft að veita gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningaskránni, því þeir aðilar sem nota skrána ættu allajafna að geta greitt fyrir aðgengið. Við nánari skoðun hins vegar er ljóst að málið er flóknara en svo, og að fleiri sjónarmið ættu að hafa áhrif á um hvort greiða eigi fyrir aðgang að skránni. Í fyrsta lagi eru ætti almenningur að hafa sem vísastar upplýsingar um þá aðila sem hann skiptir við, hvort sem eru einkahlutafélög, hlutafélög, samvinnufélög, samlagsfélög eða önnur félög. Raunin er sú að í daglegu lífi eiga einstaklingar í viðskiptum við fjöldann allan af fyrirtækjum, sem þeir geta litlar upplýsingar fundið um hvað varðar eignarhald og fjárhag. Oft skiptir þetta ekki miklu máli, en stundum getur þetta skipt verulegu máli og varðað við fjárhag fólks: Almenningur á t.d. að geta þekkt stöðu þeirra sem þeir versla við, til að geta metið áhættuna af viðskiptum við þá, svo sem eins og þegar kemur að viðhaldi fasteigna og viðskiptum við verktaka (margir þeirra starfa innan skráðra hlutafélaga). Full ástæða er til að gera fólki betur kleift að meta stöðu þeirra sem þeir versla við, en sem stendur er sú krafa Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra um greiðslu hindrun sem gerir einstaklingum erfiðar fyrir með að kanna bakgrunn og stöðu þeirra sem þeir eiga í viðskiptum við, og sú hindrun er bæði í formi tíma og peninga. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um það þegar fyrirtæki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki. 1 Hér er átt við ólík form félaga, eins og einkahlutafélög, hlutafélög, samvinnufélög, samlagsfélög, og svo frv. 1 Í öðru lagi er krafan um greiðslu hindrun fyrir blaðamenn og aðra sem kunna að vilja grennslast fyrir um ýmis álitamál í samfélaginu. Að kanna eignatengsl, fjárhagssögu fyrirtækja og félaga, upplýsingar um samruna, og þess háttar, getur kallað á að skoða fjölda ársreikninga, en þegar fjöldi ársreikninga er orðinn allnokkur, þá vex kostnaðurinn líka hratt fyrir þessa aðila. Einnig fylgir því töf að þurfa að biðja um að fá reikningana senda, enda fylgir því vinna við að senda beiðni um ársreikninga og greiða fyrir þá, sem getur tekið nokkra daga í hvert skipti að ljúka. Í stuttu máli er full ástæða til að opna fyrir beint, endurgjaldslaust aðgengi að ársreikningaskránni, enda liggja þar að baki rök sem varða almannahag og skilvirkni hagkerfisins. Rök gegn opinni ársreikningaskrá hrakin Við skoðun á innsendum erindum vegna sambærilegs frumvarps frá fyrra löggjafarþingi (mál nr. 12/148), kemur í ljós að ekki eru allir sammála því að falla frá gjaldtökunni, einkum á þeim forsendum að þá myndi starfsemi þeirra sem endurselja upplýsingar úr ársreikningaskrá breytast, en einnig að réttast sé að þeir sem noti upplýsingarnar úr ársreikningaskrá greiði fyrir þær. Félagið bendir á í þessu sambandi að jafnvel þótt starfsemi endursöluaðila raskist, þá sé það þeirra að bregðast við því og breyta sínum rekstri í samræmi við breyttan heim. Raunin er sú að upplýsingar geta flætt víðar í samtímanum, með minni fyrirhöfn en áður var, og það er téðra fyrirtækj a að bregðast við því. Í þessu sambandi vill félagið einnig benda á að það er virðisauki sem slíkur að upplýsingarnar úr ársreikningaskránni séu opnar sem flestum, því slíkt auðveldar viðskipti, ákvarðanatöku og ýtir undir að fólk geti kannað hvort mögulegur viðskiptaaðili sé traustur, sbr. það sem nefnt var að ofan. Slíkt er jákvætt út af fyrir sig, sparar vinnu og dregur úr áhættu þeirra sem verða að eiga viðskipti við aðra, en einnig getur slíkt dregið úr mögulegu tjóni. Þessi ábati fæst ekki þegar ársreikningaskráin er eingöngu opin gegn gjaldi, því gjalddtakan gerir matið erfiðara. Önnur rök sem gjarnan koma fyrir í fyrri umsögnum er að Ríkisskattstjóri myndi verða af tekjum, yrði frumvarpið að lögum, og er jafnvel ýjað að því að hér sé um verulegar fjárhæðir að ræða. Í umsögn Ríkisskattstjóra frá 28. febrúar 2018, er samtala upp á 172 milljónir ISK vegna tekna af hlutafélagaskrá, ársreikningaskrá og fyrirtækjaskrá árið 2017, en talan 43,6 milljón ISK fyrir ársreikningaskrá eina og sér árið 2017. Þessi fjárhæð er óverulegur hluti fjárlaga, enda var gert ráð fyrir að heildarútgjöld ríkisisins það ár yrði um 757.085 milljónir ISK.2 172 milljónir ISK er um 0,022% af heildarútgjöldunum, og 43,6 milljónir er um 0,005% af heildarútgjöldunum. Hér er því tæplega um verulegar fjárhæðir að ræða fyrir ríkissjóð og réttast að ríkissjóður sjái til þess að Ríkisskattstjóri fái af fjárlögum þær upphæðir sem stofnunin yrði af, yrði frumvarpið samþykkt. Í þessu sambandi er rétt að minna á ábatann af gagnsæinu sem rætt hefur verið um að ofan - sá ábati myndi birtast annarsstaðar í hagkerfinu. 2 Sjá lagafrumvarp nr. 1/146. 2 Erlend fordæmi Félagið minnir á að skrár fyrirtækjaskrár Bretlands, sem reknar eru af Companies House þar í landi, eru opnar án endurgjalds, og geta allir flett upp í þeim, en þar er um að ræða bæði upplýsingar um skráningar fyrirtækja og ársreikninga. Sama á einnig við um eldri ársreikninga, jafnvel áratugi aftur í tímann. Skráin hefur nú verið opin í rúman hálfan áratug. Skráin er opin hér: https://beta.companieshouse.gov.uk/ Í Danmörku er bæði fyrirtækjaskráin og ársreikningaskráin opin öllum í gegnum vefinn. Nálgast má skrána hér: https://datacvr.virk.dk/data/?language=en-gb Full ástæða er til að huga að þessum fordæmum, enda hefur þetta fyrirkomulag gefist vel. Önnur fyrirtækjaform Rétt er að leggj a áherslu á að Alda vill hvetj a til þess að ársreikningar allra félaga sem þurfa að skila inn ársreikningum séu opnir, ekki eingöngu hlutafélaga. Rétt er að þessi gögn liggi fyrir um sem flest félög sem starfa á Íslandi og hafa starfað í gegnum tíðina. Þurfi að breyta öðrum lögum en þetta frumvarp nær til svo það sé hægt, þá ætti slíkt að vera sj álfsagt. Eins og ávallt er félagið reiðubúið til að senda fulltrúa sína til að ræða við Alþingi og nefndir þess um umsagnir sínar. Fyrir hönd stjórnar Öldu, Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður 3 https://beta.companieshouse.gov.uk/ https://datacvr.virk.dk/data/?language=en-gb