Atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa

Umsögn í þingmáli 813 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 15.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 24 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðusamband Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
Hér komi titill n Alþýðusamband íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 20.05.2020 Tilvísun: 202005-0016 Efni: Umsögn ASÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa (framlenging hlutabótaleiðar), 813. mál. Alþýðusamband Islands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa (framlenging hlutabótaleiðar), 813. mál. Um er að ræða eitt þriggja lagafrumvarpa í svokölluðum þriðja aðgerðapakka sem (auk tveggja annarra tengdra frumvarpa, um atvinnuleysistryggingar og kennitöluflakk) er viðbragð stjórnvalda við áhrifum COVID-19 á íslenskt atvinnulíf og vinnumarkað. Mikilvægt er að nálgast „pakkann" í heild sinni þar sem efni frumvarpanna og þær aðgerðir og úrræði sem boðuð eru nátengd. Því er einnig mikilvægt að forsendur og hugtakanotkun þeirra sé samræmd eins og tilefni og aðstæður leyfa. Í þessu sambandi leggur ASÍ áherslu á að ákvæði um skilyrði fyrir opinberum stuðningi og viðurlög við misnotkun á slíkum stuðningi séu sambærileg í öllum frumvörpunum eftir því sem við á. Megin efni frumvarpsins Helstu breytingarnar sem frumvarpið felur í sér eru þríþættar. Í fyrsta lagi er hlutabótaleiðin framlengd um þrjá mánuði til 1. september nk. og krafa um að starfshlutfall launafólks sem fær greiddar hlutabætur verði frá 1. júlí nk. að lágmarki 50%. Þá er fjallað um hvernig standa á að framlengingunni af hálfu launafólks og atvinnurekenda. Í öðru lagi er kveðið á um skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að starfsmenn geti sótt um hlutabætur, mögulegar endurgreiðslur og viðurlög. Í þriðja lagi er kveðið á um frekari réttindi launafólks og einyrkja miðað við núgildandi bráðabirgðaákvæði. Umsögn Alþýðusambands Íslands ASÍ styður megin efni frumvarpsins, bæði framlengingu hlutabótaákvæðisins, skilyrði sem fyrirtækin þurfa að uppfylla, auknar heimildir Vinnumálastofnunar og aukin réttindi launafólks og einyrkja. Skilyrði og ábyrgð fyrirtækja. Í frumvarpinu er kveðið á um með afdráttarlausum hætti hvaða skilyrði fyrirtæki þurfa að uppfylla til að starfsmenn þeirra geti fengið hlutabætur. Annars vegar um breytingar á A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • G U Ð R Ú N A R T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V l K • S f M I : 5 3 5 S 6 0 0 • F A X : S 3 S 5 6 0 1 • A SI 8 > A S I . IS • W W W . A S I . I S http://WWW.ASI.IS Alþýðusamband íslands rekstrarlegum forsendum og hins vegar hvaða önnur skilyrði fyrirtæki þurfa að undirgangast og uppfylla. Þannig skal atvinnurekandi staðfesta að hann hafi á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. maí 2023 ekki í hyggju að greiða út arð, lækka hlutafé með greiðslu til hluthafa, greiða óumsamda kaupauka, kaupa eigin hlutabréf, inna af hendi aðrar greiðslu til eigenda á grundvelli eignaraðildar þeirra, greiða af víkjandi láni fyrir gjalddaga, veita eigendum eða nákomnum aðilum lán eða annað fjárframlag sem ekki varðar öflun, tryggingu eða viðhald rekstrartekna. Þá er komin inn krafa um að atvinnurekendur greiði upphæð hlutabótanna til baka með 15% álagi uppfylli atvinnurekandi ekki skilyrði laganna. Margt er þarna ágætt og í samræmi við þær áherslur sem ASÍ hefur sett fram. Sama gildir um heimildir sem veittar eru Vinnumálastofnun, þ.m.t. um birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina, og viðurlög ef brotið er gegn lögunum af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um atriði skv. 7. mgr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema brot megi teljast minni háttar. Athugasemdir: 1) Ekki er að finna í upptalningunni skyldu atvinnurekanda til að hafa upplýst um raunverulegan eiganda sbr. lög nr. 82/2019 eins og er m.a. í frumvarpinu um stuðning úr ríkissjóð vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti. Á þessu verður að ráða bót enda mikilvægt í þágu gagnsæis. 2) I frumvarpinu segir: „Þá skal vinnuveitandi staðfesta að hann hafi á tímabilinu 1. jú n í2020 til 31. maí 2023 ekki í hyggju að greiða út arð, lækka hlutafé með greiðslu til hluthafa, greiða óumsamda kaupauka, kaupa eigin hlutabréf, inna af hendi aðra greiðslu til eigenda á grundvelli eignaraðildar þeirra, greiða af víkjandi láni fyrir gjalddaga, veita eigendum eða nákomnum aðilum lán eða annað fjárframlag sem ekki varðar öflun, tryggingu eða viðhald rekstrartekna eða greiða eigendum sínum eða æðstu stjórnendum mánaðarlaun sem nema hærri fjárhæð en 3.000.000 kr. til hvers og eins, eftir þvísem við á ." Markmiðið um launaþak sem hér er lagt til er mikilvægt og í samræmi við stefnu og áherslur ASÍ. Hins vegar er launaþakið sem nemur ríflega 4 földum meðallaunum, en ekki þreföldum eins og ASÍ leggur til. Réttur launafólks og einyrkja Samkvæmt frumvarpinu er fallist á allar ábendingar sem ASÍ hefur sett fram varðandi réttindi launafólks og einyrkja í hlutabótaleiðinni. 1. Fallist er á rétt fólks sem hefur verið í fæðingarorlofi til að nota viðmið um tekjur fyrir töku fæðingarorlofs. 2. Fallist er á rétt fólks sem hefur verið í foreldraorlofi til að nota viðmið um tekjur fyrir töku foreldraorlofsins. 3. Fallist er á að launafólk geti óskað eftir að nota tekjur ársins 2019 sem viðmið um tekjur ef miklar árstíðasveiflur eru í tekjum þess. A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • Sl ' MI : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S 2 mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS Alþýðusamband íslands 4. Fallist er á að einyrkjar njóti sambærilegra réttinda og launafólk varðandi framlengingu tekjutengda tímabilsins, þ.e. að tímabilið til 1. september dregst ekki frá tekjutengda tímabilinu. Allar eru þessar breytingar afturvirkar til 15. mars sl. Alþýðusambandið fagnar þessum réttarbótum. Í ljósi framanritaðs leggur Alþýðusambandið til að frumvarpið verði samþykkt að teknu tilliti til þeirra ábendinga sem koma fram hér að ofan. A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • S Í M L S 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S 1 @ A S 1 . I S • W W W . A S I . I S Virðingarfyllst, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ 3 mailto:AS1@AS1.IS http://WWW.ASI.IS