Atvinnuleysistryggingar

Umsögn í þingmáli 812 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 15.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 21.06.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - umsögn-atvinnuleysistryggingar.doc Bandalag íslenskra listamanna Federation of lcelandic artists Reykjavík 19. Júní 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 (skilvirkari framkvæmd) Bandalag íslenskra listamanna hefur til umfjöllunar lög um breytingu á atvinnuleysistryggingum og fagnar þeirri breytingartillögu sem snýr að skyldu launamanna um skil á vottorðum fyrrum vinnuveitanda í umsóknum sínum. Starfsumhverfi listamanna er að stærstum hluta einyrkjaumhverfi, með gríðarlega fjölbreyttum og oft flóknu ráðningarformum. Krafan, sem gilt hefur um skil á vottorðum fyrri vinnuveitanda, hefur hægt mjög á afgreiðslu umsókna listamanna. Í því ástandi sem nú er uppi hjá stofnuninni hefur þetta vandamál orðið ennþá umfangsmeira, þar sem öll frávik frá hefðbundum ráðningarformum eru sjálfkrafa færð aftar í afgreiðsluferlið og því hefur myndast löng röð í kerfum VMST af óafgreiddum málum þessa hóps. Þessi lög munu ekki ná að leysa þann bráðvanda sem nú er uppi, en auðvelda VMST í framtíðinni að afgreiða umsóknir og leysa hraðar úr vanda fólks og vonandi standast betur áhlaup á borð við það sem varð í vor. Virðingarfyllst Erling Jóhannesson Forseti Bandalags íslenskra listamanna. BÍL - Bandalag íslenskra listamanna, Pósthólf 637, 121 Reykjavík. Sími 891 6338 BÍL - Bandalag íslenskra listamanna, Pósthólf 637, 121 Reykjavík. Sími 891 6338