Stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

Umsögn í þingmáli 811 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 15.05.2020 Tegund þingmáls: Tímabundnar Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 23 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samkeppniseftirlitið Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
S A M K E P P N I S E F T I R L I T I Ð Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Skrifstofa nefndarsviðs Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 22. maí 2020 Tilv .: 2005015 Efni: Umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti - 811. mál. Samkeppniseftirlitið vísar til tölvupósts frá efnahags- og viðskiptanefnd, dags. 18. maí sl., þar sem óskað var umsagnar um frumvarp til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Rétt er í upphafi að taka fram að með umsögninni er Samkeppmseftirlitið að leysa af hendi það lögbundna verkefni sitt að „benda stjórnvöldum á leiðir til að gera samkeppni virkari', sbr. c-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Af þessu tilefni vill Samkeppniseftirlitið árétta mikilvægi þess að hugað sé að samkeppnilegum áhrifum þeirra nauðsynlegu aðgerða sem stjórnvöld eru að ráðast í til þess að styðja við íslenskt atvinnulíf vegna efnahagserfiðleika af völdum COVID-19. Meðal annars þarf að gæta að því að notkun ríkisfjármuna til að aðstoða fyrirtæki getur, ef illa tekst til, verið til þess fallin að raska og hafa skaðleg áhrif á samkeppni ef ráðstöfunin ívilnar einu fyrirtæki eða fleirum umfram önnur. Finna má athugasemdir af þessu toga í umsögn Airport Associates við umrætt frumvarp. Þar eru færð fyrir því rök að forsendur sem lagðar eru til grundvallar við stuðning úr ríkissjóði geri það að verkum að aðstoðin standi fyrirtækinu ekki til boða með sama hætti og helsta keppinautnum. Tekið skal fram að Samkeppniseftirlitið hefur ekki haft ráðrúm til að taka framangreinda umsögn til frekari skoðunar. Hins vegar liggur fyrir að samkeppni í flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur verulega þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Ríki ekki samkeppni á þessu sviði er t.d. hætta á því að ný eða erlend flugfélög ákveði að keppa ekki á flugleiðum til og frá Íslandi. Í dag veita tveir aðilar þessa þjónustu á flugvellinum, Airport Associates og Icelandair. Í nýlegri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2020 er m.a. fjallað um flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli og kemur þar fram að hlutdeild Airport Associates sé um 30-35% og hafi minnkað tölvuert í kjölfar gjaldþrots WOW air, en hlutdeild Icelandair sé um 65-70%. Samkeppniseftirlitið vekur athygli á framangreindu og er reiðubúið að liðsinna nefndinni frekar eftir því sem hún óskar. Virðingarfyllst, Samkeppniseftirlitið 2