Stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

Umsögn í þingmáli 811 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 15.05.2020 Tegund þingmáls: Tímabundnar Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 23 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðu­samband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
Hér komi titill n Alþýðusamband íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 20.05.2020 Tilvísun: 202005-0016 Efni: Umsögn ASÍ um frumvarp til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, 811. mál. Alþýðusamband Islands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, 811. mál. Um er að ræða eitt þriggja lagafrumvarpa í svokölluðum þriðja aðgerðapakka sem (auk tveggja annarra tengdra frumvarpa, um atvinnuleysistryggingar og kennitöluflakk) er viðbragð stjórnvalda við áhrifum COVID-19 á íslenskt atvinnulíf og vinnumarkað. Mikilvægt er að nálgast „pakkann" í heild sinni þar sem efni frumvarpanna og þær aðgerðir og úrræði sem boðuð eru nátengd. Því er einnig mikilvægt að forsendur og hugtakanotkun þeirra sé samræmd eins og tilefni og aðstæður leyfa. Í þessu sambandi leggur ASÍ áherslu á að ákvæði um skilyrði fyrir opinberum stuðningi og viðurlög við misnotkun á slíkum stuðningi séu sambærileg í öllum frumvörpunum eftir því sem við á. Megin efni frumvarpsins Efni frumvarpsins eru í megin atriðum þríþætt. Í fyrsta lagi er kveðið á um þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að fá stuðning skv. frumvarpinu og kvaðir sem á þau eru lagðar. Um er að ræða styrk sem ber að endurgreiða í samræmi við þau skilyrði sem er að finna í frumvarpinu. Í öðru lagi ef kveðið á um þann stuðning sem fyrirtækjum stendur til boða og framkvæmdina. Í þriðja lagi er síðan fjallað um réttindi starfsmanna m.a. varðandi endurráðningu til starfa. Framkvæmdin verður í höndum Skattsins. Umsögn Alþýðusambands Íslands Um er að ræða nýtt tímabundið úrræði sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna COVID-19 við að greiða starfsmönnum laun í uppsagnarfresti og koma þeim þannig í ákveðið skjól. Fyrirséð er að þorri fyrirtækjanna myndu að öðrum kosti standa frammi fyrir gjaldþroti með tilheyrandi atvinnumissi og tjóni fyrir starfsmenn þeirra. Hér er einkum um að ræða fyrirtæki í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Þá eru bundnar vonir við að fyrirtækin rétti úr kútnum þegar atvinnulífið fer að taka við sér að nýju og geti þá ráðið þá einstaklinga sem sagt hefur verið upp aftur til starfa. A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • G U Ð R Ú N A R T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V l K • S Í MI : 5 3 5 5 6 0 0 • F AX : S 3 S 5 6 0 1 • A S I ® A S I . I S • W W W . A S I . I S http://WWW.ASI.IS n Alþýðusamband íslands Alþýðusamband Íslands styður tilgang og megin efni frumvarpsins á framangreindum rökum. Um leið gerir ASÍ alvarlegar athugasemdir við nokkra þætti frumvarpsins sem mikilvægt er að bætt verði úr. Skilyrði og ábyrgð fyrirtækja. Í 4. gr. frumvarpsins er fjallað um þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að fá styrkinn, s.s. eins og að uppsögnin tengist afleiðingum faraldurs kórónaveirunnar og að meðaltal mánaðartekna frá 1. mars til uppsagnardags hafi dregist saman um a.m.k. 75% miðað við viðmiðunartímabil. Þá hafi ekki verið tekin ákvörðun um „úthlutun arðs, lækkað hlutafé með greiðslu til hluthafa, keypt eigin hluti, innt af hendi aðra greiðslu til eiganda á grundvelli eignaraðildar hans, greitt óumsaminn kaupauka, greitt af víkjandi láni fyrir gjalddaga eða veitt eiganda eða aðila nákomnum eiganda lán eða annað fjárframlag sem ekki varðar öflun, tryggingu eða viðhald rekstrartekna. Jafnframt skuldbindur hann sig til að gera enga framangreinda ráðstöfun fyrr en fjárstuðningurinn hefur að fullu verið tekjufærður skv. 8. gr. eða endurgreiddur skv. 9. gr." Þá eru sett skilyrði um að ekki séu vanskil á opinberum gjöldum og að fyrirtækið hafi staðið skil á skattframtölum, þ.m.t um eignarhald í CFC-félagi. Einnig að staðið hafi verið í skilum með ársreikninga og upplýst um raunverulega eigendur. Í 8. gr. er kveðið á um hvernig beri að tekjufæra stuðninginn á móti tapi vegna skattskila. Í 9. gr. er fjallaðu um hvernig atvinnurekandi getur leyst sig undan skyldum með því að endurgreiða styrkinn með vöxtum og verðbótum. Í 12. gr. er fjallað um ofgreiðslur og endurgreiðslu og hvernig henni skuli háttað þ.m.t. að hafi atvinnurekandi veitt rangar eða ófullnægjandi upplýsingar skuli hann greiða 50% álag eða vera kærður til lögreglu. Þá er í 13. gr. kveðið á um að stuðningurinn skuli vera forgangskrafa komi til gjaldþrots fyrirtækisins, skv. reglum þar um. Loks er í 15. grein fjallað um viðurlög vegna brota á lögunum. Alþýðusambandið gerir eftirfarandi athugasemdir við þennan þátt frumvarpsins: Í drögum að frumvarpinu sem ASÍ voru kynnt 8. maí sl. sagði í 13. gr. um endurgreiðslur m.a.: „Atvinnurekandi sem fæ r stuðning á grundvelli laga þessara skal endurgreiða stuðninginn að fullu áður en hann greiðir eiganda sínum hlutdeild í hagnaði eða eignum félagsins, hvort sem um er að ræða arð, kaup á hlutum eigenda eða aðra sambærilega úthlutun. Þessi skylda fellur niður að liðnum fimm árum frá móttökudegi síðasta hluta fjárstuðnings ríkissjóðs samkvæmt lögum þessum." Þessi málsgrein hefur verið felld út í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Á móti hefur verið bætt inn núverandi 8. gr. Það er þó ljóst að hún kemur með engum hætti í staðin fyrir það sem var í frumvarpsdrögunum. Alþýðusambandið telur mikilvægt að úr þessu verði bætt og að framangreind málsgrein verði felld inn í 9. gr. frumvarpsins sem 1. mgr. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um skilyrði varðandi hámark launa sem atvinnurekandi greiðir sér eða öðrum starfsmönnum eins og er í frumvarpinu um hlutabæturnar (813. mál). Lagt er A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • Sl ' MI : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S 2 mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS n Alþýðusamband íslands til að þetta skilyrði verði fellt inn með sama hætti og í „hlutabótafrumvarpinu" og þá í samræmi við tillögu ASÍ. Þá má almennt segja að eðlilegt sé að almenn skilyrði til fyrirtækja og stjórnenda þeirra eigi að vera þau sömu í báðum frumvörpunum og þannig sé gætt samræmis. Þá skal áréttað að ASÍ telur rétt að miða við þreföld meðallaun skv. Hagstofunni sem þýðir um 2,2 milljónir á mánuði. Þá er í 4. tölulið 4. gr. kveðið á um að ekki séu vanskil varðandi opinber gjöld. Lagt er til að hér verði vísað til launa, launatengdra gjalda, opinberra gjalda o.s.frv. sbr. „hlutabótafru mvarpið". Afmörkun stuðnings Alþýðusambandið telja eðlilegt að nota fordæmi frá Ábyrgðasjóði launa varðandi fjárhæðir o.fl. og gerir engar athugasemdir við það, né heldur 85% viðmiðið. Réttindi launamanna Mikilvægt er að árétta að þetta frumvarp verði það að lögum víkur ekki til hliðar réttindum og skyldum launamanns og atvinnurekanda í uppsagnarfresti eins og þau eru samkvæmt ráðningarsamningi og viðeigandi kjarasamningi. Launafólk heldur því fullum kjörum á uppsagnarfresti. Þannig hefur 85% regla laganna engin áhrif til skerðingar á rétti starfsmanna, né heldur 3ja mánaða hámarkið. Í 10. gr. er fjallað um breyttar aðstæður launamanna. Alþýðusambandið leggur áherslu á að það sé fortakslaust viðurkennt þannig að ekki valdi misskilningi að taki launamaður öðru starfi þá eigi að gilda almenn skaðabótaregla, þannig að ef starfið gefi lakari laun þá á hann rétt á mismuninum hjá sínu fyrri atvinnurekanda. Þetta er áréttað í greinargerð með frumvarpinu. Varðandi réttindi launafólks til endurráðningar og á hvaða kjörum leggur ASÍ ríka áherslu á eftirfarandi: Í 11. gr. er fjallað um réttindi launamanns. I 1. mgr. segir: „Hafi atvinnurekandi þegið stuðning samkvæmt lögum þessum ber honum að upplýsa þá launamenn, sem hann fékk greiddan stuðning vegna, um áform sín um að ráða að nýju ísambærilegt starf og gera þeim starfstilboð. Skyldan fellur niður að 12 mánuðum liðnum frá uppsagnardegi en ísíðasta lagi 30. jú n í 2021. Viðkomandi launamaður skal eiga forgangsrétt að starfinu og skal svara tilboði um starf innan tíu virkra daga frá því honum barst tilboðið." Af hálfu ASÍ er krafa um að tekin verði af öll tvímæli um að atvinnurekanda beri að ráða starfsmanninn að nýju í sambærilegt starf ef starfsemin heldur áfram eða fer í gang að nýju. Jafnframt að almennt verði miðað við starfsaldur þannig að starfsmenn með lengstan starfsaldur fái fyrst ráðningu og svo koll af kolli. Þá er eðlilegt að almennt verði miðað við að A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • S Í M L S 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S 1 @ A S 1 . I S • W W W . A S I . I S 3 mailto:AS1@AS1.IS http://WWW.ASI.IS Alþýðusamband íslands starfsmaður hafi allt að mánuð til að bregðast við tilboðinu nema ríkar efnislegar ástæður hamli því. Þá segir í 2. mgr. 11. gr.: „Komi til ráðningar að nýju skal launamaður halda þeim réttindum sem hann hafði unnið sér inn þegar til uppsagnar kom ísam ræ m i við ákvæði kjarasamninga". Alþýðusambandið leggur til að þessi málsgrein hljóði svo: „Komi til ráðningar að nýju skal launamaður halda þeim réttindum sem hann hafði unnið sér inn þegar til uppsagnar kom í samræmi við fyrri ráðningarsamning og ákvæði kjarasamninga". Alþýðusambandið leggur að lokum til að bætt verði nýrri málsgrein við 11. gr. frumvarpsins þar sem komi fram að fyrirtæki leitist eins og kostur er við að mæta óskum launamanns í uppsagnarfresti um töku orlofs og úrræði til að auka hæfni sína og sækja sér menntun til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði og/eða til starfa hjá endurreistu fyrirtæki. A L Þ Ý Ð U S A M B A N D f S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • S Í M L S 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S 1 @ A S 1 . I S • W W W . A S I . I S Virðingarfyllst, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ 4 mailto:AS1@AS1.IS http://WWW.ASI.IS