Stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

Umsögn í þingmáli 811 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 15.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 23 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Airport Associates Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 21.05.2020 Gerð: Umsögn
Airport Associates 150. löggjafarþing 2019-2020 -atyour sertne&! Þingskjal 1424 - Mál 811. Stjórnarfumvarp. Dags. 21.05.2020 Til Efnahags og viðskiptanefndar. Umsögn um frum varp til laga, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Sendandi: Sigþór Kristinn Skúlason Forstjóri Airport Associates Airport Associates þjónustar um 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz air, Delta Airlines, Bluebird Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines, Air Canada, Neos, Jet2.com, TUI, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Starfsemi Airport Associates hófst árið 1997. Árið 2012 störfuðu um 100 manns yfir háannatíma hjá félaginu en fjölgaði síðan jafnt og þétt upp í um 700 manns sumarið 2018 þegar starfsemi W OW air (sem Airport Associates þjónustaði) var sem umsvifamest. Nú í vor störfuðu um 200 manns hjá félaginu og til stóð að ráða ca. 80-100 starfsmenn til viðbótar fyrir sumarið 2020. Af gjöldum fyrirtæ kisins er launaliðurinn lang stærstur. Athugasem dir við frumvarpið: 4. gr. 2. töluliður. Til þess að eiga rétt á stuðningi þarf atvinnurekandi að sýna fram á að tekjur hans hafi dregist saman um a.m.k. 75%. Við mat á tekjusamdrætti er horft til tímabilsins frá 1. mars til uppsagnardags og reiknað út meðaltal mánaðartekna. Það sem er athugavert við þessa fram setningu er að mars mánuður gefur ekki rétta mynd til þess að taka inn í meðaltal þeirra mánaða sem mynda meðaltekjur sem síðan á svo að bera saman á móti sömu mánuðum árið 2019. Flugumferð um Keflavíkurflugvöll í mars mánuði hélst að mestu leyti hjá flugfélögunum, flugstarfsemi dróst ekki saman að miklu marki fyrr en í enda marsmánuðar og meirihluti skipulagðrar flugum ferðar hélt að mestu út mánuðinn. Almennt má segja að flugumferð hafi því ekki dregist saman í mars nema um ca. 10-25% frá því sem áætlanir höfðu áður sagt til um. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu (neðar í skjalinu) hafa tekjur Airport Associates dregist saman um ca. 80-90% frá því að áhrifa Covid-19 byrjaði að gæta af fullum þunga. Það ætti því ekki að vera nein spurning um að fyrirtækið ætti að vera í flokki þeirra fyrirtækja sem frum varpið næði til. Vandamálið felst í því að úrræðið passar ekki fyrir Airport Associates, hvorki a, b, c eða d liður 4. gr. 2. töluliðar. Úrræðið var kynnt þann 28. apríl 2020. Ekki var á þeim tíma neinn vafi á að þau fyrirtæki sem sæju fram á meira en 75% tekjutap myndu passa inn í úrræðið. Forsvarsmenn fyrirtækisins tóku því ákvörðun um að segja upp miklum hluta starfsfólks Airport Associates þá um mánaðarmótin apríl/maí, rétt eins og mörg önnur fyrirtæ ki í ferðatengdri þjónustu á íslandi. Airport Associates Kt. 610806 0 2 3 0 - VAT. 91593 Fálkave lli 7, 235 Keflavíkurflugvöllur Phone + 354 420 0700 www .airportassociates.com http://www.airportassociates.com Einföld leið til þess að lagfæra frum varpið væri að breyta upphafsdegi 2. töluliðar 4. gr. Við mat á tekjusam drætti væri horft til tím abilsins frá 1. apríl (í stað 1. mars) til uppsagnardags og reikna þannig út meðaltal mánaðartekna sem síðan væri hægt að bera saman við sömu mánuði fyrra árs (eða aðra mánuði fyrra árs). Ef frum varpið gagnast ekki fyrir fyrirtæ ki eins og Airport Associates sem sinnir flugtengdri þjónustu og hefur orðið fyrir ca. 80-90% tekjufalli, þá veit ég ekki fyrir hverja frumvarpið er hugsað. Airport Associates er eitt af þeim fyrirtækjum sem skiptir sköpum þegar kemur að því að stuðla að kröftugri viðspyrnu efnahagslífsins og kemur til með að verða í lykilhlutverki á Keflavíkurflugvelli við að tryggja að flugsam göngur til og frá íslandi gangi vel fyrir sig eins og hingað til. Eins og fram hefur komið í fréttum þá kemur frumvarpið til með að nýtast lcelandair sem er helsti samkeppnisaðili Airport Associates. Virðingafyllst ^ ^ V ' sS'l\ a- v\ YjU\ c ~ í 4 ^ Sigþór Kristinn Skúlason Forstjóri, Airport Associates Neðangreindar töflur sýna tekjur Airport Associates eftir mánuðum áranna 2019 og 2020 og útreikninga þeirra skilyrða sem sett eru fram í frumvarpinu. Tekju rán Tekjurán söluhagnaðar söluhagnaðar Árið 2019 Árið 2020 Mánuður (í þús kr.) (í þús kr.) Tekjufall 1 457.894 231.573 49% 2 397.196 202.346 49% 3 425.972 187.662 56% WOW air féll í enda m ars2019 4 147.410 26.113 82% 5 156.739 26.000 83% 6 217.109 26.000 88% áætlaðar tekjur 7 227.799 26.000 89% áæ tlaðartekjur 8 228.781 26.000 89% áæ tlaðartekjur 9 200.545 10 203.127 11 190.720 12 198.560 3.051.852 751.694 a) liður 2. tl. 4. greinar - Meðaltal mánaðartekna sama tímabils árið áður Ár Mánuður Tekjur Ár Mánuður Tekjur 2019 mars 425.972 2020 mars 187.662 2019 apríl 147.410 2020 apríl 26.113 Meðaltal 286.691 Meðaltal 106.888 Tekjufall Viðmið =>75% Reiknað 62,7% Ib) liður 2. tl. 4. greinar- Meðaltal mánaðartekna jún,júl,ágú 2019 Ár Mánuður Tekjur Ár Mánuður Tekjur 2019 júní 217.109 2020 mars 187.662 2019 júlí 227.799 2020 apríl 26.113 2019 ágúst 228.781 Meðaltal 106.888 Meðaltal 224.563 Tekjufall Viðmið =>75% Reiknað 52,4% c) liður 2. tl. 4. greinar- Meðaltal mánaðartekna des 2019- feb 2020 Ár Mánuður Tekjur Ár Mánuður Tekjur 2019 desember 198.560 2020 mars 187.662 2020 janúar 231.573 2020 apríl 26.113 2020 febrúar 202.346 Meðaltal 106.888 Meðaltal 210.826 Tekjufall Viðmið =>75% Reiknað 49,3% d) liður 2. tl. 4. greinar- Meðaltal mánaðartekna mar 2019- feb 2020 Ár Mánuður Tekjur Ár Mánuður Tekjur 2019 mars 425.972 2020 mars 187.662 2019 apríl 147.410 2020 apríl 26.113 2019 maí 156.739 Meðaltal 106.888 2019 júní 217.109 2019 júlí 227.799 2019 ágúst 228.781 2019 september 200.545 2019 október 203.127 2019 nóvember 190.720 2019 desember 198.560 2020 janúar 231.573 2020 febrúar 202.346 Meðaltal 219.223 Tekjufall Viðmið =>75% Reiknað 51,2%