Hjúskaparlög

Umsögn í þingmáli 79 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 32 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Stígamót,samtök kvenna Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 07.02.2020 Gerð: Umsögn
Reykjavík 7. febrúar 2020 Umsögn Stígamóta um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum nr. 31/1993, með síðari breytingum (skilnaður án undanfara), 79. mál Stígamót fagna frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum, þar sem lagt er til að hjón geti fengið lögskilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Við viljum hinsvegar benda á að þær forsendur sem gefnar eru að: [bæði] séu þau sammála um það og hagsmunir barna á þeirra forræði hafi verið tryggðir. Forsendurnar hér eru að báðir aðilar séu sammála. Þar sem markmiðið með frumvarpinu er að jafna rétt fólks til lögskilnaðar óháð kröfu annars hjónanna eða beggja, þá væri mikilvægt að setja skýrt fram að nóg sé að annar aðili hjónabandsins vilji skilnað. Í núgildandi hjúskaparlögum er hvergi gert ráð fyrir því að fólk vilji skilja. Að auki hafa núgildandi lög alvarleg áhrif í þeim tilvikum sem andlegu eða líkamlegu ofbeldi hefur verið beitt og brotaþoli þess vill losna úr hjúskap. Gerandi ofbeldisins getur notað þrönga heimild núgildandi hjúskaparlaga sér í vil þar sem hann getur nýtt þau til að lengja skilnaðarferlið og beitt þannig áframhaldandi ofbeldi. Að okkar mati er slíkt brot á Stjórnarskrálögum þar sem segir í 65.gr. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda. E f annar aðili getur í krafti laga nýtt sér þau til að beita áframhaldandi ofbeldi, eru aðilar ekki jafnir að lögum. Að auki er hjúskapur í lagalegu tilliti lögbundin og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga. Í 74.gr. Stjórnarskrár Íslands er fjallað um að menn eigi rétt á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, en jafnfram t er þess getið að engan má skilda til aðildar að félagi. Núgildandi lög skilda annan aðilann til aðildar að hjónabandi með því að lögskilnaður sé kræfur hálfu ári frá því að leyfi hefur verið gefið út til skilnaðar að borði og sæng séu bæði hjón sammála um skilnað, en ári ef skilnaðar e f skilnaðar er krafist af öðru hjónanna. Hið opinbera ætti ekki að hafa það hlutverk að takmarka heimild hjóna til lögskilnaðar og því fögnum við þessu frumvarpi, þar sem frelsi einstaklings til ákvörðunartöku er virt. Virðingafyllst Starfsfólk Stígamóta