Uppbygging og rekstur fráveitna

Umsögn í þingmáli 776 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 142 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Mosfellsbær Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 23.06.2020 Gerð: Umsögn
Microsoft Word - Standard bréf1 Alþingi b.t. nefndasviðs Kirkjustræti 101 Reykjavík Mosfellsbæ, 19. jún í 2020 Erindi 202005135/50.13 jbh Efni: Umsögn Mosfellsbæjar um frumvarp um rekstur fráveitna Það er fagnaðarefni að nú skuli vera lagt fram frum varp um endurgreiðslu kostnaðar við uppbyggingu fráveitukerfa til sveitarfélaga. Slíkt styrktarkerfi var við lýði árin 1995-2008, en á því tímabili var grettistaki lyft í þessum málaflokki, en þá fjölgaði tengdum íbúum á landsvísum úr 10% í tæ plega 70 %. Í Mosfellsbæ er staða þessara mála nokkuð góð þar sem yfir 95% heimila eru tengd. Mikil uppbygging dreifikerfi fráveitu er þó framundan vegna stæ kkunar bæjarfélagsins. Styrkhlutfall og tímabil úthlutunar Skilgreint hámarkshlutfall styrkveitingar getur numið allt að 20% af heildarkostnaði framkvæ m da sveitarfélaga. Í ljósi þess að mörg sveitarfélög munu verða fyrir tekjufalli vegna Covid-19 hefði þó verið æ skilegt að sjá hærra tím abundið endurgreiðsluhlutfall. Þá er mikill galli hversu stuttur tími er gefinn til umræddra framkvæmda, en sam kvæ m t fjáraukalögum er skilyrði að styrkhæ f fráveituverkefni hefjist eigi síðar en 1. septem ber 2020 og að því sé að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Umrædd fjáraukalög gera ennfremur aðeins ráð fyrir 200 m.kr., en sú upphæð dugar skammt. Formkröfur vegna úthlutunar styrkja Samkvæ m t 1. gr. frumvarps kemur fram að skilyrði fyrir fjárstuðningi er að framkvæ m din sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við samþykkta áætlun. Þær stofnfram kvæ m dir sem eru í gangi í Mosfellsbæ falla allar þar undir þar sem fyrir liggur sam þykkt fráveituáæ tlun frá árinu 2018 sem unnið er eftir. Eins og fram kom í umfjöllun þá er það skilyrði styrkhæ f fráveituverkefni hefjist eigi síðar en 1. septem ber 2020 og að því sé að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Vegna stæ rðar og umfangs stofnframkvæ mda fráveitna þá hefði verið æskilegt að umrætt tímabil spannaði mun lengra tímabil og næði yfir nokkur ár. Þá er m ikilvægt að þær stofnfram kvæ m dir sem þegar eru hafnar fái styrki, en ekki verði klippt á það með þröngum skilyrðum í reglugerð. Undirrituð tekur undir aðrar umsagnir sem lagðar hafa verið fram um ofangreint frumvarp, þar sem fram kemur áhersla á hversu jákvæ tt það sé að stjórnvöld leggi áherslu á fráveitumálin og hyggist á ný koma á stuðningu við eitt a f allra stærstu umhverfismálum byggðarlaga landsins. Því ber að fagna. Virðingarfyllst, Jóhanna Björg Hansen framkvæ m dastjóri umhverfissviðs