Uppbygging og rekstur fráveitna

Umsögn í þingmáli 776 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 142 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
HORNAFJÖRÐUR Sveitarfélagið Alþingi Kirkjustræti 101 Reykjavík Hornafirði, 22. maí 2020 nr. erindis 202005044 BB Málefni: Umsögn við frumvarpi til laga um uppbyggingu og resktur fráveitna 776. má Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar tók fyrir umsögn við frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Bæjarráð ítrekar og tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem er neðangreind. Frumvarpið felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum. Um er að ræða verkefni sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mjög lengi kallað eftir. Til grundvallar frumvarpinu liggur vinna starfshóps sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði á sl. ári og skilaði tillögum í janúar á þessu ári. Liggur því fyrir nokkuð skýr mynd af umfangi fráveituframkvæmda sem unnt væri að ráðast í á næstu árum. Í undirbúningi er frekari gagnaöflun þar sem kallað verður eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögum um fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu tíu árum. Mikilvægt er að framlag ríkisins samræmist sem best uppsafnaðri þörf fyrir framkvæmdir. Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við sniðræsi frá safnkerfum fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir. Jafnframt eru styrkhæfar framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts. Kostnaður við útboð, fjármagns- og lántökukostnaður og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumálum njóta ekki fjárstuðnings. Sama gildir um hefðbundið viðhald og endurbætur á eldri kerfum. Þó eru endurbætur á eldri kerfum styrkhæfar sé markmið “Almennt Hajharbraut 27, 780 Hornafirði, kt. 590169-4639, sími 470 8000, fax 470 8001,hornafiordur@hornafiordur.is http://www.hornafjordur.is/ https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Fyrirkomulag%20stu%C3%B0nings%20r%C3%ADkisins%20vi%C3%B0%20sveitarf%C3%A9l%C3%B6g%20vegna%20fr%C3%A1veituframkv%C3%A6mda%20Jan%C3%BAar%202020.pdf mailto:hornafiordur@hornafiordur.is Sveitarfélagið HORNAFJÖRÐUR með þeim að uppfylla lög og reglugerðir. Gildissvið stuðnings er því í meginatriðum hið sama og í fyrra átaki í fráveitumálum, sbr. lög nr. 53/1995. Umfang framkvæmda og fyrirkomulag fjármögnunar Í fyrrgreindri skýrslu starfshóps um fyrirkomulag stuðnings við fráveituframkvæmdir var komist að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður við fráveituframkvæmdir sem falla undir gildissvið frumvarpsins geti á næstu tíu árum numið um 15 milljörðum króna. Um 30% þess kostnaðar fellur til á höfuðborgarsvæðinu, 50% á stærri þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðis og 20% á minni þéttbýlisstöðum. Í skýrslu starfshópsins er einnig fjallað um mögulegar aðgerðir til að draga úr örplastsmengun. Frekari rannsóknir þurfa að fara fram á skaðsemi örplasts en rannsóknir sýna að bílaumferð er helsti orsakavaldurinn. Að áliti sambandsins er það fagnaðarefni að í frumvarpinu er gert ráð fyrir mögulegum stuðningsaðgerðum til að fanga örplast með hreinsun ofanvatns en möguleikar til að ráðast í slíkar úrbætur hljóta að ráðast af umfangi stuðnings ríkisins. Loks lagði starfshópurinn mat á mögulegan kostnað við nýtingu næringarefna úr seyru en tekið er fram í skýrslunni að gera þurfi frekari rannsóknir á kostnaði og umhverfisávinningi aukinnar skólphreinsunar. Möguleikar til þess að ráðast í framkvæmdir sem snúa að slíkum úrbótum í frárennslismálum munu ráðast af umfangi stuðnings ríkisins, en þessum framkvæmdum raðaði starfshópurinn í forgang 3 í sínum niðurstöðum. Stuðningur ríkisins verður væntanlega nokkuð breytilegur líkt og í fyrra átaki eða á bilinu 15-30%, þar sem hlutfall stuðning mun ráðast af kostnaði á hvern íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Vert er þó að hafa í huga að ef stuðningur ríkis er miðaður við fasta fjárhæð á hverju ári getur stuðningur við einstakar framkvæmdir mögulega numið lægra hlutfalli, þ.e.a.s. ef styrkhæfar framkvæmdir verða umfangsmeiri en gert er ráð fyrir. Til að tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best hefur Samband íslenskra sveitarfélaga lagt áherslu á að umsóknarferli verði eins gegnsætt og fyrirsjáanleget og kostur er. Þannig sér sambandið t.d. fyrir sér að styrkloforð geti náð til þriggja ára í senn þannig að sveitarfélög geti skipulagt umfangsmeiri framkvæmdir í þeirri vissu að styrkur ríkisins verði í samræmi við áætlanir. Annað fyrirkomulag stuðnings sem nokkuð hefur verið rætt um er að sveitarfélög geti sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna fráveituframkvæmda. Slíkt fyrirkomulag væri vissulega einfalt. Um það náðist hins vegar ekki sátt í starfshópnum eins og rakið er á bls. 12 í skýrslu starfshópsins. Lokaorð Frumvarpið kemur fram á heppilegum tíma, þar sem nú er ákall um að ríki og sveitarfélög ráðist í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi. Jafnframt er um mikilvægt umhverfismál að ræða sem ekki þolir frekari bið. Enginn vafi er á því að stuðningur ríkisins við fráveituframkvæmdir mun leiða til þess að fleiri sveitarfélög treysti sér til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir á næstu misserum og árum. Sambandið mælir eindregið með samþykkt frumvarpsins en hefur jafnframt fyrirvara um að í fjármálaáætlun 2021-2025 verði gert ráð fyrir fjármagni sem nægir til þess að áform um framkvæmdir nái fram að ganga.” Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, kt. 590169-4639, sími 470 8000, fax 470 8001,hornafjordur@fornafjordur.is http://www.hornafjordur.is/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995053.html mailto:hornafjordur@fornafjordur.is 9SveitarfélagiðHORNAFJÖRÐUR Virðingarfyllst, Bryndís Bjarnarson Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði, kt. 590169-4639, sími 470 8000, fax 470 8001,hornafjordur@hornafjordur.is http://www.hornafjordur.is/ mailto:hornafjordur@hornafjordur.is