Uppbygging og rekstur fráveitna

Umsögn í þingmáli 776 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 07.05.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 142 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samorka Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
n O i= IE D L J F = IC I i= IK i= l Alþingi Umhverfis- og samgöngunefnd 19. maí 2020 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum) Með vísan í umsagnarbeiðni umhverfis- og samgöngunefndar frá 12. maí síðastliðnum, þar sem óskað var eftir umsögn Norðurorku um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, þá veitir Norðurorka hf. hér umsögn sína. Norðurorka styður frumvarpið heils hugar, en bendir á eftirfarandi atriði sem mikilvægt er að taka tillit til í nefndinni. í greinargerðinni með lögunum kemur fram, í umfjöllun um tilefni og nauðsyn lagasetningar, að í fjáraukalögum hafi verið veitt 200 milljónum í uppbyggingu fráveitna hjá sveitarfélögum sem hluta af framlögum „í sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu með arðbærum fjárfestingum sem auka eftirspurn eftir vinnuafli". Samkvæmt fjáraukalögunum er„skilyrði framlaga til verkefnis að það hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og sé að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021." Ljóst er að flestar stærri fráveituframkvæmdir eru af þeim skala að þær nái út fyrir þennan tímaramma - þó að þær hefjist innan hans. Því leggur fyrirtækið til að við frumvarpið verði bætt við tímabundnu ákvæði sem eigi einungis við um úthlutun þessa árs. Þar væri mikilvægt að það komi fram að nægilegt sé að fráveituframkvæmdirnar hafi átt sér stað eða hafist á árinu 2020. Hér viljum við sérstaklega vekja athygli á að fyrirtækið Norðurorka stendur nú að byggingu hreinsistöðvar fyrir fráveitu Akureyrar. Verkefnið er áætlað að kosta um einn milljarð króna og bæta umhverfismál við Eyjafjörð til muna. Það er að okkar mati mikilvægt að stvrkir veena fráveituframkvæmda nái einnig til beirra sem begar hafa lagt af stað. svo að ekki sé mismunað beim sem lögðu af stað, brátt fvrir að ekki væri komin niðurstaða í vinnu á vettvangi ríkisvaldsins um kostnaðarbátttöku bess í fráveituframkvæmdum. Það væru kaldar kveðjur til sveitarfélagana við Eyjafjörð ef stuðningurinn næði ekki til þessarar framkvæmdar þ.e. þess hluta sem er innan ársins 2020. Áætlun þess verkefnishluta sem fellur á árið 2020 er um 200 milljónir króna. Að öðru leyti ítrekar Norðurorka hversu jákvætt er að stjórnvöld leggi áherslu á fráveitumálin og áætli aftur að koma á stuðningi við eitt af stærstu umhverfismálum samtímans. Að öðru leyti vísast til umsagna Samorku. Virðingarfvllst Rangárvöllum 2, 603 Akureyri -Sím i 460 1300 - Netfang: no(S)no.is- www.no.is http://www.no.is