Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu

Umsögn í þingmáli 735 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 28.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 50 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðusamband Íslands Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
Hér komi titill M Alþýðusamband íslands Nefndasvið Alþingis við Austurvöll 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 22.05.2020 Tilvísun: 202005-0011 Efni: Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Óskað hefur verið eftir umsögn Alþýðusambands Íslands um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Frumvarpið felur í sér heimild til stofnunar opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Félaginu er m.a. ætlað að halda utan um uppbyggingu samgönguinnviða, innheimtu flýtigjalda og þróun Keldnalands sem félaginu er lagt til. Áætlað er að félagið komi til með að starfa a.m.k. fram til ársins 2033. Athygli vekur að sú leið er valin að setja á laggirnar opinbert hlutafélag sem hafi umsjón með ólíkum verkefnum, það er uppbyggingu innviða, þróun Keldnalands og svo mögulegri innheimtu flýtigjalda. ASÍ telur skorta rökstuðning fyrir því að stofna opinbert hlutafélag utan um þessi verkefni. Ekki kemur fram hvernig samspili við Vegagerðina á að vera háttað eða hvers vegna verkefnið er ekki fjármagnað með beinum framlögum hins opinbera fremur en með tilfærslu eigna og þróun eignarlands. Alþýðusambandið telur afar mikilvægt að ráðist sé í fjárfestingar á innviðum á næstu árum. Þessi afstaða birtist skýrt í nýútgefinni stefnu ASÍ, Réttu leiðinni, um uppbyggingu Íslands til framtíðar1. Ljóst er að núverandi aðstæður í efnahagsmálum kalla á að hið opinbera stígi kröftuglega fram, bregðist við fordæmalausum samdrætti í kjölfar útbreiðslu Covid-19 og stuðli að fullri atvinnu. Fjárfesting í samgönguinnviðum er einnig nauðsynleg til að ýta undir breyttar samgönguvenjur og draga úr losun koltvíoxíðs og þannig sporna gegn loftslagsbreytingum. Veruleg uppsöfnuð fjárfestingaþörf var þegar til staðar áður en núverandi efnahagskrísa hófst og skýrist hún af því að opinber fjárfesting hefur um árabil ekki haldið í við mannfjölgun eða breytingar samfélags, atvinnulífs og umhverfis. 1 Sjá nánar https://www.asi.is/um-asi/hlutverk-og-saga/stefna/retta-leidin/ A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V Í K • S Í M I : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S https://www.asi.is/um-asi/hlutverk-og-saga/stefna/retta-leidin/ mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS A f þeim sökum telur ASÍ fullt tilefni til að gagnrýna að nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum séu háðar og tengdar sölu á eignum ríkisins (þróun Keldnalands og einnig vísað til sölu Íslandsbanka) og innheimtu flýtigjalda. ASÍ telur að nauðsynleg fjárfesting í innviðum og viðhald á innviðum eigi ekki að vera fjármögnuð með sölu eigna hins opinbera, heldur sé hún hluti af eðlilegum rekstri samfélagsins. Við núverandi efnahagsaðstæður hefur ríkið getu til að styðja við aukna fjárfestingu án þess að þær séu háðar sölu eigna eða að byrðum sé velt á almenning í formi veggjalda. Ríkið hefur jafnframt mun skilvirkari leiðir til að fjármagna slíkar framkvæmdir til framtíðar, t.d. í gegnum réttlátt skattkerfi þar sem byrðunum er síður velt á hina tekjulægri. Fh. Alþýðusambands Íslands Róbert Farestveit Hagfræðingurs A L Þ Ý Ð U S A M B A N D Í S L A N D S • S Æ T Ú N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V l ' K • S Í M l : 5 3 5 5 6 0 0 • F A X : 5 3 5 5 6 0 1 • A S I @ A S I . I S • W W W . A S I . I S 2 mailto:ASI@ASI.IS http://WWW.ASI.IS