Svæðisbundin flutningsjöfnun

Umsögn í þingmáli 734 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 27.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 109 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðuneytið Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 11.06.2020 Gerð: Minnisblað
Minnisblað Frumvarp um breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara) - breytingartillögur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sins Efni: Breytingartillögur vegna frumvarps um svæðisbundna flutningsjöfnun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngunefnd Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Dags. 11.6.2020 Að teknu tilliti til ábendinga nefndarsviðs Alþingis, telur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ástæðu til að bæta við málslið við skilgreiningarákvæði laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, þannig að enginn vafi leikur á að hugtökin flutningsjöfnun og flutningsjöfnunarstyrkur, taki bæði til aðgerða vegna framleiðenda og aðgerða vegna sölu olíuvara. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu sem nú er til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd, að lögin taki almennt fram hvort átt sé við flutningsjöfnun til framleiðanda eða flutningsjöfnun vegna sölu olíuvara í hveiju tilviki fyrir sig, og á því ekki að leika vafi á hvort ákvæði laganna fjalli um flutningsjöfnun eða flutningsjöfnunarstyrk til framleiðenda eða vegna sölu olíuvara. Vegna þessa leggur ráðuneytið einnig til tvær breytingar, þar sem skerpt er á þessum mun. Annars vegar við 1. mgr 7. gr. laganna þar sem tekið verði fram með skýrum hætti að geta skuli um hvaða gögn skuli fylgja umsókn um flutningsjöfnunarstyrk vegna sölu olíuvara í reglugerð. Hins vegar er lagt til að gerð verði breyting á 9. gr. laganna og bætt verði við málslið sem fjallar um með skýrum hætti að í skýrslu ráðherra vegna flutningsjöfnunarstyrkja til framleiðenda, verði einnig kafli um flutningsjöfnunarstyrkja vegna sölu olíuvara og hvað eigi að koma fram í þeim kafla. Þá leggur ráðuneytið einnig til mikilvægar breytingar á 2. gr. laganna í samræmi við 5. kafla minnisblaðs ráðuneytisins frá 26. maí sl. Ráðneytið leggur því til eftirfarandi breytingar: 1. Við 2. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: IV. kafli laga þessara nær til jöfnunarstyrkja vegna flutningskostnaðar á olíuvörum, þó ekki olíum ætluðum til útflutnings, svo sem til millilandasiglinga og erlendra skipa. Ráðherra skal setja nánari reglur um þá flokka olíuvara sem heimilt er að styrkja. 2. Við 3. gr. a. Við 2. tl. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Flutningsjöfnun getur einnig átt við aðgerð sem miðar að því að veita söluaðilum olíuvara styrki vegna flutnings á olíuvörum til svæða sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegra og lýðfræðilegra aðstæðna. b. Við 3. tl. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Flutningsjöfnunarstyrkur getur einnig átt við styrk sem veittur er söluaðilum olíuvara sem starfrækja sölustaði á svæðum sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegra og lýðfræðilegra aðstæðna. 3. 1. mgr. 7. gr. orðast svo: Byggðastofnun annast framkvæmd styrkveitinga skv. II. og III. kafla. Umsókn um flutningsjöfnunarstyrk til framleiðenda skv. II. kafla skal fylgja greinargerð um flutningsjöfnun, líkt og nánar er kveðið á um í reglugerð, þar sem fram koma allar upplýsingar og tekur endurgreiðsla vegna flutningskostnaðar mið af henni. Geta skal í reglugerð um þau gögn sem fylgja skulu umsókn um flutningsjöfnunarstyrk til söluaðila olíuvara skv. III kafla. 4. Við 9. gr. a. Á eftir orðunum „flutningskostnaðar“ í 1. mgr. kemur: til framleiðenda skv. II kafla. b. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Í skýrslunni skal einnig fjallað um flutningsjöfnunarstyrki til söluaðila olíuvara skv. III kafla, fjölda umsækjanda á styrktímabilinu, fjölda samþykktra styrkumsókna, heildarfjárhæð styrkveitinga og fjárhæð tíu stærstu styrkja. Upplýsingar skulu jafnframt vera sundurliðaðar eftir landshlutum.