Svæðisbundin flutningsjöfnun

Umsögn í þingmáli 734 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 27.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 109 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fljótsdalshérað Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Góðan daginn Sendi hér umsögn bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar þann 20. maí 2020. Með góðri kveðju Stefán Bragason 202005037 - Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur þunga áherslu á að löggjöfin tryggi jafnt eldsneytisverð um land allt hvort sem um er að ræða eldsneyti á bifreiðar, flugvélar innanlands eða í millilandaflugi eða önnur farartæki. Sveitarfélagið hefur um árabil vakið athygli stjórnvalda á þessum ójöfnuði sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi á svæðinu og stendur henni jafnvel fyrir þrifum. Úr því verður að bæta. Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.