Svæðisbundin flutningsjöfnun

Umsögn í þingmáli 734 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 27.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 14 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 109 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Vestfjarðastofa Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
h Vestfjarðastofa Alþingi Umhverfis og samgöngunefnd, sent á nefndasvid@nefndasvid.is Ísafirði 20. maí 2020 Umsögn frumvarp frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Vestfjarðastofa styður að fyrirkomulag jöfnunar flutnings olíuvara verði endurskoðað með fyrirvara um eftirfarandi atriði. Fyrirkomulag fjárveitinga. Reynsla sýnir að fjárveitingar eru fremur háðar aðhaldskröfum ríkissjóðs hverju sinni en ekki þróun byggðar. Dæmi hér um eru fjárveitingar til svæðisbundinnar flutningsjöfnunar, sem hafa lækkað á milli ára 2019 og 2020 úr 175 mkr í 166 mkr og þá þrátt fyrir að verkefni sjóðsins hafi verið aukin með breytingu á lögum í lok árs 2018 (lög 125/149). Eins má tilgreina margra ára þrautagöngu með jöfnun húshitunarkostnaðar eftir að raforkulögum var breytt 2003. Vestfjarðastofa mælist til að fjárveitingar verði undanþegnar ákvæðum um aðhaldskröfu og fylgi markmiðum Byggðaáætlunar um jöfnun aðgengi að þjónustu, tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt. Orkuskipti í samgöngum og samkeppnisstaða strjálbýlis. Vestfjarðastofa beinir því einnig til Alþingis að fyrirkomulag flutningsjöfnunar olíuvara verði skoðuð samhliða markmiðum stjórnvalda um orkuskipti samgangna. Mikilvægt er að tryggja að eldsneytisafgreiðslur í mesta strjálbýli fylgi þeirri þróun líkt og á þéttbýlli svæðum og beitt verði sértækum styrkjum til þess að þær geti mætt framþróun bílaflotans. Breyting á útgerðakostnaði Vestfjarðastofa beinir því einnig til Alþingis að gerð verði úttekt á verðlagningu eldsneytis á minni fiskihöfnum og könnuð áhrif á útgerð á þeim stöðum. Skoða verður hvort breytingar á flutningsjöfnun olíuvara leiði til aukins kostnaðar við útgerð frá þessum höfum og skekki þannig samkeppnisstöðu minni byggðarlaga gagnvart sjósókn. Samráð Í greinargerð frumvarpsins er kynnt að fallið hafi verið frá í upphaflegum drögum frumvarpsins, að mæla fyrir um nákvæmt fyrirkomulag styrkja og í stað þess er það sett í hendur ráðherra að útfæra reiknireglur styrkveitinga samkvæmt frumvarpinu. Mælst er til að haft verði samráð við hagsmunaaðila. Vestfjarðastofa beinir því til Alþingis að við afgreiðslu málsins verði hagsmunaaðilar tilgreindir og þar á meðal verði sveitarfélög og landshlutasamtaka sveitarfélaga. f.h. Vestfjarðastofu Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri. mailto:nefndasvid@nefndasvid.is