Svæðisbundin flutningsjöfnun

Umsögn í þingmáli 734 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 27.04.2020 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 109 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Atlantsolía Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
Ásgeir Þór Árnason hrl. E lvarÖrn Unnsteinsson hrl. Lúövík Örn S teinarsson hrl. Magnús Óskarsson h rl., LL.M. 1=1 Lögrnál Umhverfis- og samgöngunefnd, Nefndarsvið Alþingis, Austurstræti 8-10 150 Reykjavík. Reykjavík 19. maí 2020. Varðar: Umsögn Atlantsolíu ehf. um frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara). 734. mál. Atlantsolía ehf. óskar eftir því að koma á framfæri athugasemdum við framangreint frumvarp, en félagið hefur hagsmuna að gæta sem útsöluaðili eldsneytis á íslandi. Á undanförnum árum hefur Atlantsolía ehf. viðrað þau sjónarmið félagsins gagnvart Samkeppniseftirlitinu að félagið telji flutningsjöfnun olíuvara vera tímaskekkju. Fyrir liggur að jöfnun flutningskostnaðar hefur fyrst og fremst verið réttlætt með byggðasjónarmiðum, þ.e. að freista þess að jafna verð á olíuvörum og þar með jafna lífskjör einstaklinga og starfsskilyrði fyrirtækja á milli landsvæða á íslandi. Atlantsolía ehf. hefur bent á það í gegnum tíðina að félagið hefur talið stóra aðila á eldsneytismarkaðnum, hafi nýtt sér greiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði til að nýta sér á mörkuðum þar sem ríkari samkeppni er, eins og t.a.m. á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangi flutningsjöfnunarinnar hafi þannig ekki verið náð. Það liggur enda fyrir að engar sérstakar kvaðir hafa verið háðar þeim greiðslum sem félög á eldsneytismarkaðnum hafa þegið frá flutningsjöfnunarsjóði og þannig allsendis óljóst hvort/með hvaða hætti greiðslum úr sjóðnum hefur verið til að tryggja lægra eldsneytisverð á landsbyggðinni. Atlantsolía ehf. geldur varhug við því að það verði lagt í ákvörðunarvald Byggðastofnunar að ákveða hversu mikil gjaldheimtan í sjóðinn verður. Telur Atlantsolía ehf. það kunna að vera í trássi við gilandi ákvæði stjórnarskrárinnar, kr. 33/1944, þar sem kemur fram að skattamálum skuli skipað með lögum og að ekki megi fela stjórnvöldum ákvöðun um skattheimtu. Atlantsolía ehf. telur flutningsjöfnunarsjóð eldsneytisvara, hver svo sem útfærsla á honum er, vera tímaskekkju og skerða heilbrigða samkeppni á eldsneytismarkaði. Auk þess sem að ofan greinir verður ekki horft framhjá þeim sjónarmiðum sem fram komu í Markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins á eldsneytissmarkaðnum (frummatssskýrsla). Telur Samkeppniseftilritið brýnt að endurskoða ákvæði um resktur sjóðsins og fyrirkomulag. Þá verður ekki framhjá því horft að eldsneytismarkaðurinn er sá eini þar sem ríkið hlutast til um flutningsjöfnun, en slík úrræði hafa t.d. verið felld niður með niðurfellingu flugningsjöfnunarsjóðs sements. Þá liggur fyrir að aðrir samkeppnismarkaðir, svo sem marvörumarkaðurinn og byggingavörumarkaðurinn, bjóða upp á sama útsöluverð um land allt, án þess að þurfa til þess styrki í gegnum jöfnunarsjóði, sem í raun koma frá samkeppnisaðilum. Það er ekki hlutverk fyrirtækja á eldsneytismarkaði að jafna verð til Lögmálehf. | Skólavöróustíg 12 | 101 Reykjavík | Sími511 2000 | logmal@logmal.is | www.logmal.is Kt. 591296-3029 | Bankareikningur 0701-26-4070 mailto:logmal@logmal.is http://www.logmal.is 1=1 Lögmál strjábýlis. Það verða þeir sem bjóða upp á þjónustuna í hinum dreifðu byggðum, sjálfir að standa straum af. Atlantsolía ehf. telur þannig tímabært að leggja niður flutningsjöfnunarsjóð og samhliða þá ólögmætu skattheimtu sem félagið telur hafa beinst að félaginu og runnið hefur í sjóðinn á umliðnum árum. Telur Atlantsolía ehf. þannig best fara á að fella ákvæði um flutningsjöfnun á olíuvörum alfarið úr lögum. Virðingarfy llst; f.h. Atlantsolíu ehf. Lúðvík Örn Steinarsson hrl.