Undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Umsögn í þingmáli 73 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Barnaheill Viðtakandi: Utanríkismála­nefnd Dagsetning: 15.01.2020 Gerð: Umsögn
Barnaheill Nefndasvið Alþingis Utanríkismálanefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 13. janúar 2020 Meðfylgjandi er umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um tillögu til þingsályktunar um undirritun og fullgildingu þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Þingskjal 73 — 73. mál, 150. löggjþ.) Virðingarfyllst, f.h. Barnaheilla - Save the Children á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is Barnaheill Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um tillögu til þingsályktunar um undirritun og fullgildingu þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið til umsagnar ofangreinda þingsályktunartillögu og þakka fyrir það. Barnaheill styðja tillöguna heilshugar og hvetja til þess að hún verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi eins og fram kemur í Barnasáttmálanum og því eðlilegt og sjálfsagt að þau hafi aðgang að kvörtunarleið til barnaréttarnefndarinnar þar sem sérhæfing og þekking á mannréttindum barna hefur safnast saman frá því hún hóf störf. Stella Hallsdóttir lögfræðingur rannsakaði í meistararitgerð sinni árið 2017-2018 hvort mannréttindi barna yrðu betur tryggð með fullgildingu íslenska ríkisins á bókuninni. Helstu niðurstöður hennar voru þær að fullgilding bókunarinnar hér á landi yrði mikil réttarbót fyrir mannréttindi barna. Mikilvægt væri að börn gætu leitað til alþjóðlegs eftirlitsaðila til að fá úr því skorið hvort íslenska ríkið uppfyllti skyldur sínar samkvæmt Barnasáttmálanum. Fullgilding bókunarinnar myndi fela í sér aukið aðhald fyrir íslenska ríkið til að virða réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Einnig myndi fullgilding bókunarinnar leiða til könnunar á stöðu barna innan réttarkerfisins og aðgangs þeirra að kæruleiðum innanlands. Slíkt væri til þess fallið að varpa ljósi á veikleika íslenska kerfisins í málefnum barna þannig að hægt væri að ráða bót á þeim og styrkja stöðu barna innan samfélagsins. Barnaheill taka undir þessar niðurstöður Stellu og bæta því við að fullgilding bókunarinnar væri í eðlilegu samhengi við þá staðreynd að á Íslandi hefur Barnasáttmálinn verið innleiddur í lög sem undirstrikar það vægi sem íslenska ríkið hefur veitt mannréttindum barna á Íslandi. Fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar hlýtur því að vera á stefnuskránni og því sjálfsagt að setja það í forgang að fullgilda bókunina. Barnaheill styðja sérstaklega þann þátt þingsályktunartillögunnar sem ræðir um að mikilvægt sé að hefja án tafar undirbúning við innleiðingu bókunarinnar og ennfremur er mikilvægt að tryggja að börn njóti aðstoðar við að leita til barnaréttarnefndarinnar, svo sem af stofnun eins og umboðsmanni barna. Með innleiðingunni yrði að fylgja fjármagn til að raungera möguleika barna á að leita til nefndarinnar; til fræðslu um mannréttindi barna Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is 2 mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is Barnaheill og um möguleikann til að kvarta til nefndarinnar, sem og til ábyrgðaraðila um aðstoð til barna og við kynningu á kvörtunarleiðinni. Barnaheill fagna því að málið sé komið á dagskrá og hvetja eindregið til þess að málið hljóti afgreiðslu þings sem fyrst. Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Fákafeni 9, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is 3 mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is