Loftslagsmál

Umsögn í þingmáli 718 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.04.2020 Tegund þingmáls: Ákvörðun Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 22.05.2020 Gerð: Umsögn
Umsögn um fyrirhugaðar breytingar á byggingarreglugerð Orkuveita Reykjavíkur Reykjavík, 20. maí 2019 ÍLS/ 5.14 Alþingi Nefndasvið við Austurvöll 101 Reykjavík Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um loftslagsmál Vísað er til erindis nefndasviðs Alþingis, dags. 6. maí þ.á., varðandi frumvarp til laga um loftslagsmál (skuldbindingar og losunarheimildir), sbr. 718. mál. sem nú er til meðferðar á þinginu. Eftirfarandi eru athugasemdir samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur vegna frum- varpsins en þær eru settar fram í nafni fyrirtækisins og dótturfélaga þess. Þar sem vísað er til OR í umsögn þessari er því átt við samstæðu OR í heild sinni og afstöðu hennar. Til að draga úr losun starfsemi sinnar hefur OR ásamt samstarfsaðilum sínum komið að þróun Carbfix aðferðarinnar sem miðar að því að fanga og dæla niður í jörðu koltvíoxíð (CO2) sem ella færi út í andrúmsloftið. Þar binst það í jarðlög á um kílómeters dýpi og verður að steind. Íslensk stjórnvöld hafa stutt við Carbfix aðferðarfræðina og hún notið velvildar þeirra. OR má til með að nýta tækifærið og þakka íslenskum stjórnvöldum fyrir að veita aðferðarfræðinni brautargengi og að stuðla að því að hún nýtist við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hvort sem er hér á landi eða erlendis. Víkur þá að frumvarpinu en í 3. tl. 2. gr. þess er fjallað um geymslu koltvíoxíðs í jarðlögum. OR telur ástæðu til að hnykkja sérstaklega á því að í CarbFix aðferðarfræðinni felst það ekki að koltvíoxíð er geymt í jarðlögum með þeim aðferðum sem lýst er í tilskipun ESB. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að viðræður standi yfir með ESB um með hvaða hætti Carbfix aðferðin geti fallið undir ETS viðskiptakerfið og komið til frádráttar. Í því samhengi skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra nýverið starfshóp til að tryggja að niðurdæling CO2 með Carbfix aðferðinni falli að Evrópureglum um kolefnisföngun og - geymslu og komi jafnframt til frádráttar í viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir, en stóriðjufyrirtæki á Íslandi falla öll undir ETS-kerfið. Þannig myndu þau fyrirtæki sem nýta sér Carbfix aðferðina geta sparað tilsvarandi kostnað sem hlýst af kaupum losunarheimilda innan kerfisins. Starfshópurinn mun vinna drög að frumvarpi sem taka á fyrir á haustþingi. OR leggur áherslu á að þar sem Carbfix aðferðin felur í sér varanlega bindingu með öðrum aðferðum en lýst er í tilskipun ESB þarf að huga sérstaklega vel að því að þær ströngu reglur sem annars myndu gilda um mat á umhverfisáhrifum og vöktun geymslusvæða eigi ekki við eða verði aðlagaðar að Carbfix. Í frumvarpinu er fjallað um Nýsköpunarsjóð og leggur OR áherslu á að verkefni á borð við samstarf stóriðju og Carbfix geti sótt um veglega styrki í sjóðinn þar sem ljóst er að þær tilraunir og nýsköpun sem þarf að fara fram fela í sér umtalsverðar fjárfestingar. Mjög æskilegt er að íslensk stjórnvöld og stofnanir á þeirra vegum beiti sér fyrir því að sjónarmiðum Íslands sé haldið á lofti í undirbúningi þess að sjóðnum sé komið á legg. Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1 - 1 1 0 Reykjavik Sími -Tel. +354 516 6100 OR OrkuveitaReykjavíkur Verði eftir því óskað er OR reiðubúin að gera frekari grein fyrir umsögn þessari. Virðingarfyllst, \rfoluÝW Jji íris Lind Sæmundsdóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Lögmaður Umhverfisstjóri