Loftslagsmál

Umsögn í þingmáli 718 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.04.2020 Tegund þingmáls: Ákvörðun Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landsvirkjun Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
Laedsvirkjun Háaleitisbraut 68 103 Reykjavik • lceland landsvirkjun.is landsvirkjun(3)lv.is Sfmi/Tel: +354 515 9 0 00 Fax: +354 515 9 0 07 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Austurstræti 8-10 101 REYKJAVÍK Efni: Frumvarp á 150. þingi - lög um loftslagsmál, mál 718. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn Landsvirkjunar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (skuldbindingar og losunarheimildir), mál 718. Landsvirkjun þakkar tækifæri til að skila inn umsögn um frumvarpið. Fyrirtækið styður meginefni þess. Samkomulag íslands og Noregs við Evrópusambandið um loftslagsmál hafi reynst vel, vinna Evrópusambandsins (ESB) og stefnumörkun á þessu sviði er bæði öflug og góð og sam starf við ESB hefur styrkt og eflt vinnu hér á landi á sviði loftslagsmála. Landvirkjun tekur því undir að brýnt sé að innleiða sem fyrst í íslenska löggjöf reglugerðir 2018/841 og 2018/842, tilskipun 2018/410 og aðrar gerðir sem ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 felur í sér. Þátttakta í viðskiptakerfí ESB hefur tryggt sambærileg rekstrarskilyrði fyrir stór iðnfyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orkulindir landsins til að framleiða vörur sem hafa í för með sér umtalsverða losun gróðurhúsalofttegunda . Minnt er á að losun vegna raforkuvinnslu á íslandi er einungis brot af þeirri losun sem á sér stað við raforkuframleiðslu í Evrópu. Nýting endurnýjanlegra orkulinda til framleiðslu á vörum sem þurfa mikla raforku styður því markmið Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Með aðild að viðskiptakerfinu getur ísland einnig skilið á milli losunar vegna framleiðslu sem fellur undir viðskiptakerfið sem að lang stærstum hluta er vegna stóriðju og millilandaflugs og losunar vegna annarra starfsemi, svo sem vegsamgangna, landbúnaðar og fislcveiða. Þetta hefur gert umræðu hér á landi markvissari. í viðskiptakerfi ESB er lögð mikil áhersla á að koma í veg fyrir kolefnisleka. Það kemur skýrt fram í tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2018/410/ESB. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni munu á fjórða viðskipatímabilinu fá áfram hluta af losunarheimildum án endurgjalds og er þá miðað við árangursviðmið (benchm ark). Miðað er við meðal losun frá 10% framleiðslunnar þar sem losun á framleiðslueiningu er minnst. Þetta viðmið verður reiknað tvívegis vegna úthlutunar á tímabilinu. Þetta þýðir að yfir 90% fyrirtækjanna munu greiða fyrir hluta af heimildunum sem þau þurfa á að halda. Gera má ráð fyrir að verð á heimildum á markaði muni hækka mikið á tímabilinu þar sem heimildir sem til ráðstöfunar verða í kerfinu munu verða 43% færri árið 2030 en árið 2005. Fyrirtækin munu því hafa mikinn og vaxandi hvata til að draga úr losun. Eftirfarandi eru atriði sem Landsvirkjun vill vekja athygli nefndarinnar á: 2. gr. Orðaskýringar í tl. 1, Binding kolefnis úr andrúmslofti, er lagt til að binding verði ekki takmörkuð við IjóstiIIífun. Landsvirkjun vakti athygli á þessu í umsögn vegna 758. máls á 149. Löggjafarþinginu og fagnar þessari breytingu. Til bóta gæti verið að fella út úr skilgreiningunni „með tilteknum aðgerðum" í lok skilgreiningarinnar. Mikilvægt er að Reykjavík, 20 .05.2020 Tilvísunvor: M -2020-156/00.11 föngun kolefnis úr lofti eða útblæstri og nýting þess sem leiðir til minni losunar út í andrúmsloftið, t.d. með því að nýta kolefni í útblæstri til að framleiða eldsneyti, teljist til bindingar. í þessu samhengi má þó benda á að síðar í lagatextanum, í b. lið 5. gr., er notað upptakagróðurhúsalofttegunda og þá hvortbetra sé að nota þá orðanotkun sem sett er fram í orðaskýringum. í tl. 6 er lagt til að kolefnisjöfnun verði skilgreind þannig: Þegar aðili hlutast til um aðgerðir annars aðila til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda o g /eð a binda kolefni úr andrúmslofti og notar staðfestingu á slíkum samdrætti eða bindingu til að jafna útsína eigin losun að hluta eða öllu leyti. Landsvirkjun hvetur til þess að þessi skilgreining verði endurskoðuð og kolefnisjöfnun taki til allra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmslofti hvort heldur aðili fer sjálfur í þær eða kaupir af öðrum aðila til að jafna út þá losun sem verður vegna viðkomandi starfsemi. Mikilvægt er að tekin sé afstaða til hvað sé kolefnisjöfnun og hvort krefjast eigi vottunar 3 aðila á slíku. í tl. 11, Starfsstöð: Staðbundin tælmileg eining þar sem fram fe r ein eða fleiri tegundir starfsemi sem getið er íI. viðauka og öll önnur starfsemi sem gæ ti haft á h r ifá losun og mengun og tengist m eð beinum og tæknilegum hætti þeirri starfsemi sem fe r fram á staðnum. Ekki er skýrt hvort þessi skilgreining eigi bæði við starfsemi sem getið er í 1. viðauka eða einnig aðra starfsemi sem hefur í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda. Hvatt til að bætt verði inn skilgreiningu á hugtakinu kolefnisverð (e. Carbon pricing). Á alþjóðavettvangi er mikil áhersla lögð á að ríki, fýrirtæki o.fl. aðilar ákveði kolefnisverð sem þau beita við rekstur sinn. Landsvirkjun ákvað á árinu 2018 að nýta innra kolefnisverð við ákvarðanir varðandi fjárfestingar og rekstur fyrirtækisins. Það hefur gefist vel. 5. gr. Skuldbindingar í Ioftlagsmálum til 2030 Landsvirkjun fagnar því að til standi að gefa út reglugerðir þar sem settur verður fram rammi er varðar árlegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á íslandi og losun og bindingu vegna landnotkunar, breyttar landnotkunar og skógræktar. Skilgreina þarf nánar hvernig samdrætti skuli náð en einnig skil þeirra rekstraraðila sem ekki falla undir I. viðauka á upplýsingum í loftslagsmálum, en í dag vantar leiðbeiningareglur um bókhald og upplýsingagjöf. Samræming þessara þátta er mikilvæg til að ná fram trúverðugleika þeirra gagna sem sett eru fram í tengslum við kolefnisjöfnun. Landsvirkjun veltir því upp hvort í grein a) Skuldbindingar vegna sam eiginlegrar ábyrgðar þurfi ekki einnig að tiltaka að reglugerðin taki á mikilvægi og leiðbeiningum er varðar bókhald og gagnaskil tengt loftslagsmálum. Jafnframt teljum við mikilvægt að slíýrt sé hvaða hlutverk opinberar stofnanir eigi að hafa í að halda heildrænt utan um kolefnisbindingarverkefni hérlendis, óháð eigenda eða framkvæmdaraðila. 19. gr. Nýsköpunarsjóður í 3. mgr. eru ákvæði er varða nýsköpunarsjóð sem starfræktur er á evrópska efnahagssvæðinu. Saml<væmt breytingu sem tilskipun 2018/410 felur í sér mun sjóðurinn m.a. styðja nýsköpun á sviði kolefnisföngunar og notkunar (Carbon capture and utilisation), kolefnisföngunar og geymslu í jarðlögum (Carbon capture and geological storagé) sem og verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku og orkugeymslu. Sjóðurinn hefur burði til að gegna þýðingarmiklu hlutverki í þróun sem er forsenda þess að markmið Parísarsamningsins náist. Ætla má að verkefni sem íslensk fyrirtæki, háskólar o.fl. koma að, t.d. við að nýta kolefni sem losnar við jarðvarmavinnslu til eldsneytisframleiðslu eða binda það í jörðu (CarbFix), geti komið til greina við úthlutun úr sjóðnum. Sama gæti átt við um verkefni eins og djúpborunarverkefnið (Iceland Deep Drilling Program). Ennfremur er orkugeymsla svið sem er í mikilli þróun erlendis. Vaxandi hlutdeild breytilegra orkugjafa (variable energý), svo sem vind- og sólarorku í raforkubúskapnum kallar á að hægt sé að geyma raforku til að brúa stutt tímabil þegar vinda- og sólfar er óhagstætt. Þó staðan nú sé talsvert önnur hér á landi en á meginlandi Evrópu er mikilvægt að íslenskir aðilar fylgjast með og taka þátt í verkefnum á sviði orkugeymslu. Bæði mun þörf fýrir orkugeymslu aukast ef áform um nýtingu vindorkunnar ganga eftir en jafnframt kunna 2 með lækkandi kostnaði við orkugeymslu að felast tækifæri til að tryggja þýðingarmiklum innviðum rafmagn án þess að setja upp varastöðvar sem knúnar eru með jarðefnaeldsneyti. Mikilvægt er að íslensldr aðilar hafi tækifæri til að sækja um styrki til sjóðsins og sé hvattir til að taka þátt í verkefnum með öðrum aðilum á evrópska efnahagssvæðinu. Landsvirkjun bendir þó á að ríkið á sjóð sem heitir Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, sbr. lög nr. 61/1997. Það gæti leitt til ruglings að notað heitið nýsköpunarsjóður líka á þennan sjóð. Að lokun vill Landsvirkjun ítreka stuðning við meginefni frumvarpsins og er fyrirtækið að sjálfsögðu reiðubúið til að mæta á fund nefndarinnar og veita upplýsingar verði eftir því leitað. Virðingarfyllst, 3