Loftslagsmál

Umsögn í þingmáli 718 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 11.04.2020 Tegund þingmáls: Ákvörðun Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök ferða­þjónustunnar Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 20.05.2020 Gerð: Umsögn
III UMHVERFIS STOFNUN Alþingi - Umhverfis- og samgöngunefnd Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Reykjavík 20. maí 2020 UST202005-051/E.F. 04.04 Efni: Umsögn - Frumvarp til laga um loftslagsmál (skuldbindingar og losunarheimildir), 718. mál. Vísað er til tölvupóstar frá nefndasviði Alþingis, dags. 6. maí sl. þar sem óskað er eftir umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (skuldbindingar og losunarheimildir), 718. mál. I fyrsta lagi eru í frumvarpinu lögð fram ákvæði til innleiðingar á reglum sem varða kröfur vegna skuldbindinga íslands samkvæmt Parísarsamningnum á tímabilinu 2021-2030. I öðru lagi er frumvarpinu ætlað að innleiða breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) vegna fjórða tímabils viðskiptakerfisins sem varir frá 2021-2030. í þriðja lagi eru lögð fram ákvæði varðandi gildissvið, vöktun og skýrslugjöf samkvæmt CORSIA-kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Frumvarpið var unnið í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en þó í náinni samvinnu við Umhverfisstofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki samkvæmt lögum um loftslagsmál, bæði sem lögbært stjómvald samkvæmt viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og sem landsstjómandi skráningarkerfisins. Stofnunin tekur undir efni fmmvarpsins í heild sinni en sér þó tilefni til að benda á nokkur lagatæknileg atriði sem upp komu á síðari stigum. Verða umræddum atriðum gerð skil í eftirfarandi umfjöllun. Athugasemdir um einstakar greinar frumvarpsins. Um2. gr.: Umhverfisstofnun bendir á að skilgreiningunni á gróðurhúsalofttegundum sem er að finna í c-lið 3. gr. tilskipunar 2003/87/EB, var breytt með ákvæði a-liðar 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 2009/29/EB. Fyrir breytinguna var skilgreiningin í tilskipun 2003/87/EB svohljóðandi: „lofttegundimar sem eru tilgreindar í II. viðauka“. I breytingunni 2009 fólst að aftan við tilvísun í II. viðauka í skilgreiningunni var tilvísun í aðra efnisþætti bætt við, svo að eftir breytingu hljóðar skilgreiningin á gróðurhúsalofttegundum í c-lið 3. gr. tilskipunar 2003/87/EB svo: „lofttegundimar sem eru tilgreindar í II. viðauka og aðrir loftkenndir efnisþættir andrúmsloftsins, náttúmlegir og af mannavöldum, sem gleypa innrauða geislun og senda hana frá sér aftur“. Var framangreind breyting gerð til samræmingar við skilgreiningu rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) á hugtakinu „gróðurhúsalofttegundir“, eins og hún hefur verið frá samþykkt samningsins 1992. Suðurlandsbraut 24 +354 591 2000 108 Reykjavík www.ust.is lceland http://www.ust.is III UMHVERFIS STOFNUN í ljósi framangreinds leggur Umhverfisstofnun til að skilgreiningu laganna um gróðurhúsalofttegundir verði breytt til samræmis við skilgreininguna eins og hún er nú í c-lið 3. gr. tilskipunar 2003/87/EB. Ákvæði 4. tölul. 2. gr. frumvarpsins verði því svohljóðandi: „4. Gróðurhúsalofttegundir\ a. Koldíoxíð, Co2 b. Metan, CH4 c. Díköfnunarefnisoxíð, N 20 d. Vetnisflúorkolefni, HFCs e. Perflúorkolefni, PFCs f. Brennisteinshexaflúoríð, SF6 g. Köfnunarefnistríflúoríð, NF3 og aðrir loftkenndir efnisþættir andrúmsloftsins, náttúrulegir og af mannavöldum, sem gleypa innrauða geislun og senda hana frá sér aftur“. U m 5. gr.: I b-lið 5. gr. frumvarpsins segir að losun og upptaka gróðurhúsalofttegunda, sem fellur undir flokk landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar hjá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skuli ekki leiða af sér nettólosun á viðmiðunartímabilinu 2021-2025 annars vegar og 2026-2030 hins vegar til að tryggja framlag Islands til sameiginlegs markmiðs Islands, Noregs og Evrópusambandsins. Umhverfisstofnun bendir á að um innleiðingu nokkuð flókinna reglna er að ræða sem torvelt er að útskýra með einföldum hætti. Til að fyrirbyggja misskilning vill stofnunin árétta það sem firam kemur í greinargerð um ákvæðið, þ.e. að umrædd nettólosun skal fundin út samkvæmt sérstakri reikniaðferðafræði fyrir hvem landnotkunarflokk fyrir sig átímabilinu 2021-2025 annars vegar og 2026-2030 hins vegar, miðað við tiltekin viðmið sem nánar verða skilgreind í reglugerð sem sett verður til innleiðingar á reglugerð (ESB) 2018/841. Til viðbótar skal nefna að er ekki rétt að vísa til tímabilsins 2021-2025 annars vegar og 2026-2030 hins vegar sem „viðmiðunartímabila“ líkt og gert er í ákvæðinu, heldur er um að ræða uppgjörstímabil samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/841, sbr. nánari umfjöllun í greinargerð um 5. gr. frumvarpsins. Með tilliti til framangreinds er að mati stofnunarinnar til skýringarauka ef ákvæði b-liðar 5. gr. frumvarpsins verður breytt og er lagt til að það hljóði svo: „Losun og upptaka gróðurhúsalofttegunda, sem fellur undir flokk landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar hjá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loflslagsbreytingar skal ekki leiða af sér nettólosun, á uppgjörstímabilinu 2021-2025 annars vegar og 2026-2030 hins vegar, samkvæmt sérstökum viðmiðunum, til að tryggja framlag Islands til sameiginlegs markmiðs íslands, Noregs og Evrópusambandsins. Ráðherra skal setja reglugerð með nánari reglum um viðmiðanir, bókhald og sveigjanleikareglur sem varða skuldbindingar skv. 1. mgr.“ Suðurlandsbraut 24 +354 591 2000 108 Reykjavík www.ust.is lceland http://www.ust.is III UMHVERFIS STOFNUN Um 6. gr.: I reglugerðarheimild 5. mgr. í b-liðar 6. gr. frumvarpsins (sem verður 9. gr.) leggur Umhverfisstofnun til eftirfarandi orðalagsbreytingu, þar sem undirstrikuðum texta er bætt inn í ákvæðið: „Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði, þar á meðal um úthlutun losunarheimilda, hvaða starfsemi telst hætt við kolefnisleka, breytingar á starfsemistigi og efni skýrslu þar um sem og skilyrði þess að starfsemi teljist hætt.“ Rökin fyrir framangreindri tillögu eru þau að stofnunin telur ekki ákjósanlegt að hafa þau atriði sem setja ber nánari ákvæði um í reglugerð tæmandi talin, enda eru þær reglur sem settar verða á grundvelli þessarar reglugerðarheimildar mjög tæknilegar. Það er því kostur að það verði handhægt í framkvæmd að gera nauðsynlegar breytingar á slíkum tæknilegum atriðum í reglugerð eftir því sem þörf eða skylda ber til. Um 9. gr.: Að mati Umhverfisstofnunar getur orðalag 1. mgr. 9. gr. frumvarpsins valdið misskilningi eins og það er nú. Skilyrði þess að undanskilja megi starfsstöð frá gildissviði viðskiptakerfisins á grundvelli ákvæðisins er annars vegar að losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöðinni sé undir 25.000 koldíoxíðsígildum á hverju ári í þau þrjú ár sem eru næst á undan þeim degi sem umsókn berst, og hins vegar að uppsett afl hafi verið undir 35 MW á hverju ári í þau þrjú ár sem eru næst á undan þeim degi sem umsókn berst, sé brennsla hluti af starfseminni. Er losun frá lífmassa dregin frá. Þar sem 1. mgr. 9. gr. frumvarpsins er skipt upp í tvo málsliði getur merking ákvæðisins orðið önnur en henni er ætlað að vera, en það ætti ekki að fara á milli mála að bæði skilyrðið varðandi magn losunar og skilyrðið varðandi uppsett afl, e f brennsla er hluti af starfseminni, þarf að hafa verið uppfyllt síðustu þrjú árin fyrir framlagningu umsóknar. Leggur Umhverfisstofnun því til að orðalagi 1. mgr. 9. gr. frumvarpsins verði breytt og ákvæðið verði svohljóðandi: „Umhverfísstofnun er heimilt að undanskilja starfsstöðvar gildissviði viðskiptakerfís ESB með losunarheimildir ef losun gróðurhúsalofttegunda ffá starfsstöðinni er undir 25.000 tonnum af koldíoxíðsígildum, og í þeim tilvikum þegar brennsla er hluti a f starfseminni er einnig skilyrði að uppsett afl hafí verið undir 35 MW, að undanskilinni losun frá lífmassa, á hverju ári í þau þrjú ár sem eru næst á undan þeim degi er umsókn um undanþágu berst Umhverfisstofnun.“ Um 26. gr.: I 4. tölul. 26. gr. frumvarpsins er að finna gjaldtökuheimild Umhverfisstofhunar fyrir yfirferð og umsýslu vegna skýrslna rekstraraðila um losun gróðurhúsalofttegunda, og vísað í 10. gr. laganna þar um. Stofnunin bendir á að skyldu rekstraraðila til að leggja fram skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda er að finna í 1. mgr. 15. gr. frumvarpsins Suðurlandsbraut 24 + 3 5 4 5 9 12 0 0 0 108 Reykjavík www.ust.is lceland http://www.ust.is UMHVERFIS STOFNUN (sem verður 1. mgr. 21. gr. b laganna). Er því réttara að vísa til þess ákvæðis. Er lagt til að 4. tölul. 26. gr. frumvarpsins verði svohljóðandi: „Yfirferð og umsýslu vegna skýrslna rekstraraðila um losun gróðurhúsalofttegunda, sbr. 1. mgr. 21. gr. b“. Að auki leggur Umhverfisstofnun til að orðalagi 10. tölul. 26. gr. ffumvarpsins verði breytt frá því að nota hugtakið „koldíoxíð“ í að nota hugtakið „gróðurhúsalofttegundir“, til samræmingar við orðalag 1. mgr. 15. gr. frumvarpsins. Myndi 10. tölul. 26. gr. frumvarpsins þá hljóða svo: „Yfírferð og umsýslu vegna skýrslna flugrekenda um losun gróðurhúsalofittegunda, sbr. 1. mgr. 21. gr. b“. Um 33. gr.: Samkvæmt frumvarpinu er í stað tilvísananna „ 13. og 21. gr.“ í fyrri málsl. 1. mgr. 4 5 . gr. laganna breytt í: 21. gr. a. Umhverfisstofnun bendir á að um villu er að ræða, en hið rétta er að vísa til 21. gr. b, sem fjallar um vöktun, vottun og skýrslugjöf, í stað 21. gr. a. Um 34. gr.: 112. tölul. 34. gr. frumvarpsins er um að ræða tvítekningu, en sama reglugerð, framseld reglugerð framkvæmdastjómarinnar (ESB) 2019/1122, er einnig talin upp í 11. tölul. greinarinnar. Aðrar athugasemdir. Um 38. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál: 1 1. málsl. 3. mgr. 38. gr. er vísað til VI. kafla. Er hér átt við þann kafla laganna sem fjallar um skráningarkerfi en samkvæmt frumvarpinu verður númer kaflans VI. kafli A og því nauðsynlegt að breyta Ifamangreindri tilvísun í VI. kafla A. Umhverfisstofnun óskar eftir að mæta á þá fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem frumvarpið varða til að svara mögulegum spumingum nefndarmanna. Virðingarfyllst lögfræðingur Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík lceland +354 591 2000 www.ust.is http://www.ust.is